Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 28
158
HELGAFELL
blóma baiinagrasanna gaf aðeins af sér rauð-
blóma einstaklinga og var því það sem kall-
að er arfhreinn gagnvart blómlitnum (homo-
zygotic), en tveir þriðjungar voru aftur á móti
arfblendnir (heterozygotic) eins og foreldri
þeirra og eignuðust afkvæmi með sömu hlut-
föllum milli blómlita eins og foreldri þeirra
höfðu eignazt.
011 hin rauðblóma baunagrös voru sem
sagt eins að útliti en misjöfn að eðli, þar sem
sum voru arfhrein cn önnur arfblendin. Hvað
viðvíkur hvítblóma einstaklingunum voru
þeir allir arfhreinir gagnvart hvíta litnum,
og afkvæmi þeirra öll hvít.
Mendel lét sér hins vegar ekki nægja að
rannsaka erfðir eins eiginleika í senn, heldur
athugaði hann einnig hvernig afstaða fleiri
eiginleika væri í afkvæmum einblendings, t. d.
hvernig litur og lögun á baunum erfðist sam-
an, og komst þá að raun um það, að eigin-
leikarnir erfðust óháðir hvor öðrum, og giltu
þar sömu grundvallarlögmál sem fyrr meðal
afkvæmanna, að ákveðin hlutföll ríktu milli
einstaklinga af mismunandi útliti.
Litþræðir
Var nú talin vissa fengin fyrir því, að
þessi ímynduðu gen væru arfberarnir, og það
væru þau, sem gengju að erfðum fremur en
eiginlcikinn sjálfur. Nú var ekki lengur talið,
að í sæði manna lægi falin vasaútgáfa af
mannslíkama, eins og eitt sinn var álitið, þeg-
ar fyrst var farið að rýna í smásjá. Það voru
raunverulega ekki blá augu, sem erfðust, held-
ur tilhneigingin til þess að geta fengið blá
augu. — Þar sem nii var vitað, að eini milli-
liðurinn milli foreldra og afkvæmis við kynj-
aða æxlun væru sáðfruman og eggið, hlutu
arfberarnir eða genin einmitt að leynast í
þeim. Hvort um sig er egg og sáðfruma aðeins
ein fruma, er samanstanda eins og aðrar
frumur af frymi og kjarna. Menn höfðu tekið
eftir því (Waldeyer 1888), að í kjarna frum-
anna voru þræðir, er skírðust við ákveðna
litun og voru því nefndir litþræðir (litningar).
Þessir litþræðir höguðu sér á annarlegan liátt
við frumuskiptingu, virtust þcir klofna eftir
endilöngu og hlutarnir færast sundur og renna
hvor til síns kjarna í dótturfrumunum. Þann-
ig voru alltaf jafnmargir litþræðir í hverri
líkamsfrumu ákveðinnar lífveru. En hvorki
var lögun né tala þeirra hin sama í lífverum
fjarskyldra tegunda. Þessir litþræðir sjást oft
liggja í samstæðum og eru fæst þrjár sam-
stæður fundnir í fífiltegund einni og skordýri
því, er kallað er bananafluga og hefur mikið
komið við sögu erfðafræðirannsóknanna. í
manni eru taldar vera tuttugu og fjórar lit-
þráðasamstæður en mun fleiri í sumum jurt-
um og dýrum.
Nú tóku menn einnig eftir því, að í kyn-
frumum æðri dýra og jurta voru helmingi
færri litþræðir heldur en í líkamsfrumum
þeirra. Þannig er mál með vexti, að við mynd-
un kynfruma aðskiljast samstæður litþráð-
anna þannig við rýriskiptingu (meiosis), að
hver kynfruma fær aðeins helming sam-
stæðna, það er verður einlitna (haploid). Við
samruna eggs og sáðfrumu fær okfruman, það
er hin frjóvgaða eggfruma, hins vegar full-
komna litþráðasamstæðu, verður tvílitna
(diyloid), þar sem helmingur litþráðanna kem-
ur frá kynfrumu föður og helmingur frá
kynfrumu móður. Þessir litþræðir höguðu sér
því líkt og erfðaeindir Mendels, þannig að
þeir leituðu til kynfrumanna óháðir livor öðr-
um og voru samstæðir. Var þá ekki einmitt
samband milli genanna og litþráðauna? Ef
svo væri þá þurfti að færa fram rök fyrir
því, og það féll í skaut ameríska erfðafræð-
ingsins Morgans að framkvæma þetta. Rak
hann smiðshöggið á að sanna skoðun þeirra
Suttons og Boveris, sem áður var fram kom-
in, að erfðaeindirnar væru á einhvern hátt
tengdar þessum litþráðum.
Við raunsóknir sínar notaði Morgan ban-
anafluguna. Er það Iítil rauðeygð fluga, sem
auðvelt er að rækta í glösum sé látið í þau
svolítið bananamauk. Tekur aðeins hálfan
mánuð að rækta hvern ættlið. Þar sem lit-
þræðirnir í frumukjörnum þessarar flugu eru
auk þess fáir, er flugan mjög hentug til notk-
unar við rannsóknir á erfðafræðilegum við-
fangsefnum.