Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Síða 36

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Síða 36
166 HELGAFELL efni, sem talin eru geta valdið krabbameini, geta einnig valdið stökkbreytingum. Er það athyglisvert, því að í krabbameinsfrumum er einmitt mikil óregla á litþráðum. Eðli þess- ara stökkbreytinga er nokkuð annað en þeirra, sem myndast við geislun, því að það er eins og efnin vinni á ákveðnum hlutum litþráðanna en tilviljun ráði hins vegar, hvar geislarnir falla á þræðina. Hér er um mjög merkilega athugun að ræða, því að finnist fjöldi slíkra sérverkandi efna er jafnvel unnt að ímynda sér að einhverntíma verði hægt að beina þeim að kynfrumum í ákveðnum litþræði. Það er að segja. að fá vald á erfðabreytingunni, þann- ig að unnt verði að segja fyrir um stökkbreyt- inguna, og verði til dæmis unnt með ákveðnu efni að breyta geni hins hvíta litar á litþræði nr. 3 í ákveðinni lífveru i gen fyrir svörtum lit. En þetta er ennþá aðeins framtíðardraumur. Gerð genanna Hér væri eðlilegt að ræða nokkuð um gerð genanna og verkan þeirra, en nú verður að fara fljótt yfir sögu. Með ýmsum efna og líffræði- legum tilraunum hefur reynzt unnt að sýna fram á, að litþræðirnir væru myndaðir úr eggjahvítuefni og kjarnasýrum, sem eru flók- in lífræn efnasambönd, og genin sjálf senni- lega úr þeirri kjarnasýru, sem nefnd er des- oxyribose-kjarnasýra og skammstöfuð er D. N. A. Við rannsóknir á sýklum, sýklaætum og veirum hefur verið unnt að sýna fram á, að kjarnasýran er þessum lífverum og lífögn- um nauðsynleg til vaxtar og viðkomu. Hún er því til í smáum sem stórum verum, og í henni virðist fólgin stjórn vaxtar og þroska allra lifandi vera. Hún er og gædd merkileg- um krafti sjálfseftirlíkingar. 1 tengslum við eggjahvítuefni myndar hún sennilega langar keðjur stórra sameinda, sem ef til vill eru einmitt genin sjálf og hvert fyrir sig eftirlíkist og tvöfaldast á hárnákvæman hátt, en efni- viðurinn er fenginn úr öðrum lífrænum efnum frumunnar. Enginn veit þó enn með vissu hvernig þessari eftirlíkingu er farið, og enn er lítið vitað um, hvernig genin verka við myndun eiginleikanna. Er það ætlun margra, að hvert um sig framkalli þau eggja- hvítuefni, sem sé einskonar spegilmynd af þeim sjálfum og munu þá vera fáar og ein- faldar efnabreytingar til myndana ýmissa hvata og þeirra eggjahvítuefna í blóði, er valda séreinkennum þess, og nota má til þess að skipa blóði í ákveðna flokka (þ. e. blóð- flokka). En áhrifaleið genanna er oftast lengri og flóknari en þetta, áður en lokamarkinu er náð, og oftast þarf samspil margra gena til þess að koma af stað ótal efnamyndun- um og milliliðum svo að unnt sé að fram- kalla endanlega sköpun hvers eiginleika. Oft reynist eitt. þeirra gena ákvarðandi og falli það burt eða breytist, hverfur eða breytist eiginleikinn um leið. Eins ber þess að geta, að ekki er endilega öruggt að eiginleiki myndist þótt gen sé til fyrir sköpun hans. Það þarf sem sagt ákveðið umhverfi og ákveðinn efnivið, til þess að sér- hvert gen geti hafið starfsemi sína. Sé það ekki fyrir hendi, er hætt við, að eiginleikinn geti ekki komið fram, því að hlutur verður ekki smíðaður, ef efnið vantar í hann. Og enn skal þess getið, að ekki er sennilegt, að genin verki öll samtímis í fjölfruma lífveru, heldur að eitt taki við af öðru, og sum gen hefji ekki starfsemi sína fyrr en á vissu þroska- og ævi- skeiði einstaklingsins. Þannig gætir til dæmis ekki áhrifa þeirra gena, sem valda skalla, fyrr en menn eru búnir að ná vissum aldri, og ekki vaxa vængir á fiðrildi fyrr en á púpustigi. En genin halda áfram að verka og áhrif þeirra að móta eigin- leikana, sem umhverfið sníður í stakk, allt fram að dauða lífverunnar. Erfðarannsóknir Hér hefur verið reynt að rekja nokkra meginþætti erfðafræðinnar, en þess ber að geta, að öll þekking á erfðafræði er síðan hag- nýtt við kynbætur jurta og dýra og henni beitt við lækningar og líffræðirannsóknir á dýrum og mönnum. Leitazt er við að bæta og velja arfhreina stofna, auka kynfestu eða framkalla kynhreysti, en vinza úr eiginleika,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.