Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 40
170
HELGAFELL
ræðisþjóðfélagi lúta stórfyrirtækin, afsprengi
tæknilegra framfara og arftaki smáfyrirtækja,
ríkisvaldinu, þ. e. a. s. flokksforingjum og
hermönnum þeim, lögreglumönnum og opin-
berum skrifstofumönnum, sem framkvæma
skipanir þeirra. í lýðræðislegu auðvaldsþjóð-
félagi eins og Bandaríkjunum er stórfvrirtækj-
unum stjórnað af liópi valdgæðinga, eins og
C. Wright Mills prófessor hefir kallað þá.
Valdgæðingar þessir hafa margar milljónir af
verkamönnum landsins í vinnu í verksmiðjum
sínum, búðum og skrifstofum, ráða yfir mörg-
um milljónum manna í viðbót með því að
lána þeim peninga til að kaupa varning sinn,
og loks hafa þeir áhrif á hugsanir, tilfinningar
og athafnir að kalla má hvers einastá manns,
af því að þeir eiga blöðin, útvarpið og sjón-
varpið. Svo að ég snúi út úr orðurn Winstons
Churchills: sjaldan hafa svo margir verið
ánetjaðir svo fáum. Við erum sannarlega langt
á vegi staddir frá hugsjón Jeffersons um
frjálst þjóðfélag, er samanstæði af sjálfstæð-
um heildum, „fyrst kæmu hreppslýðveldin, þá
héraðslýðveldin og loks sambandslýðveldið,
og þannig greinist valdið sundur stig af stigi.“
Það má því ljóst vera, að nútíma tækni-
vísindi hafa leitt af sér samsöfnun valds bæði
efnahagslegs og stjórnmálalegs og myndun
þjóðfélags, sem er stjórnað af viðskiptajöfr-
um eða ríkisherrum — stjórnað með harð-
ýðgi í einræðisríkjunum, en kurteisi og hlé-
drægni í lýðræðisríkjunum. En einstaklingar
mynda þjóðfélögin, og þau eru einungis gagn-
leg, að því leyti sem þau hjálpa einstakling-
unum til að rækja möguleika sína og lifa
hamingjusömu og frjóu lífi. Hvernig hefir svo
tækniþróun síðustu ára farið með einstakling-
inn? Dr. Erich Fromm, heimspekingur og sál-
fræðingur svarar þessari spurningu svona:
„Þrátt fyrir efnislegar, andlegar og pólitísk-
ar framfarir, gerist okkar vestræna þjóðfélag
æ óhollara hinum innra manni, og hneigist
til að grafa undan sálaröryggi einstaklings-
ins, hamingjusemi, rökhugsun og hæfileika til
að elska; það stefnir að því að breyta honum
í sálarlausa vél, sem geldur fyrir glataða
mennsku með sívaxandi geðsýki og örvænt-
ingu, sem hann dylur með ofsafenginni vinnu-
semi og leit að svonefndum lífsnautnum.“
Hin „sívaxandi geðsýki“ vor birtist einatt
í taugabilunareinkennum. Þessi einkenni eru
áberandi og hið mesta áhyggjuefni. En „vör-
umst það,“ segir dr. Fromm, „að álíta, að
geðvörn sé í því fólgin að koma í veg fyrir
sjúkdómseinkennin. Slík einkenni eru ekki
óvinir vorir heldur vinir; þar sem einkenni
sjúkleika eru fyrir hendi, er líka barátta, og
baráttan er til marks um það, að lífsöflin,
sem stefna að jafnvægi og hamingju, hafa
ekki gefizt upp.“ Ólæknandi sálsjúklinga er
einmitt að finna meðal þeirra, sem virðast
vera alveg eðlilegir. „Margir þeirra eru alveg
eðlilegir, af því að þeir hafa lagað sig svo vel
eftir lifnaðarháttum vorum, hin mannlega
rödd hefir verið þögguð niðri í þeim nógu
snemma, svo að þeir heyja enga baráttu né
þjást, né fá nein sjúkdómseinkenni eins og
hinir taugabiluðu. Þeir eru ekki eðlilegir sam-
kvæmt ströngustu merkingu orðsins; þeir eru
einungis eðlilegir í þeim skilningi að vera í
fullu samræmi við þjóðfélag, sem er hins-
vegar óeðlilegt frá grunni. Fullkomin sam-
lögum þeirra við þetta þjóðfélag er mælistikan
á geðsýki þeirra. Allar þessar milljónir af
óeðlilega eðlilegu fólki búa þegjandi og hljóða-
laust við þjóðfélag, sem það ætti alls ekki að
laga sig eftir, ef það væri fullkomlega mennskir
menn; það dýrkar ennþá blekkinguna um
einstaklingstilveru enda þótt það hafi í raun
og veru glatað einstaklingseðli sínu. Samhegð-
un þess er að gera alla eins. En það er frels-
inu ósamrímanlegt, að allir séu eins. Og sömu-
leiðis andlegri heilbrigði. . . . Maðurinn er ekki
skapaður til að ganga eins og sálarlaus vél,
en fari hann til þess, er andleg heilsa hans í
voða.“
Náttúran hefir gegnum þróunarsöguna lagt
á sig óhemju fyrirhöfn til að sjá um, að enginn
einstaklingur sé öðrum líkur. Vér aukum kyn
vort með því móti að láta gen föðurins kom-
ast í snertingu við gen móðurinnar. Erfða-
eigindir þeirra geta tengzt hverjar annarri
í allt að því óendanlegri fjölbreytni. Vér erum
hver um sig andlega og líkamlega einstætt