Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 42

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 42
172 HELGAFELL manna (oss er sagt, að geðklofasýki sé lang- algengust ineðal íbúa iðnaðarhverfanna). Ekki dafnar þar heldur liið ábyrga frelsi í smáum sjálfsstjórnarhópum, sem er höfuðskilyrði sanns lýðræðis. Borgarbúinn er ónafngreindur og líf hans óhlutlægt, ef svo má til orða taka. Fólk stendur ekki í tengslum hvert við annað sem alhliða persónur, heldur sem ýmis konar persónugervingar hagfræðilegra nytjastarfa; utan vinnutíma er samband þess ábyrgðar- laus sameiginleg skemmtanaleit. Slíkt líf veld- ur einmana- og smæðarkennd. Tilvera ein- staklingsins missir markmið og inntak. Frá líffræðilegu sjónarmiði er maðurinn hóf- lega félagslynd skepna, en hvergi nærri al- gjört hópdýr: hann er miklu líkari úlfi, til að mynda, eða fíl heldur en býflugu eða maur. í upprunalegustu mynd sinni líktust þjóð- félög hvorki býkúpu né maurabúi; þau voru einungis stóð. Menningin er meðal annars í því fólgin, að frumstæð „stóð“ breytast í lauslegar og ónákvæmar hliðstæður við hinar lífrænu heildir félagsskordýranna. Eins og er, hafa ofbyggð og tækniframfarir örvað mjög þessa þróun. Termítabúið virðist orðinn möguleiki, og jafnvel æskilegt fyrir- komulag í sumra augum. Auðvitað kemst það aldrei á. Það er of breitt bilið milli skordýrs- ins og hóflega félagslynds og heilastórs spen- dýrs. Jafnvel þótt spendýrið legði sig allt fram til að líkjast skordýri, yrði bihð aldrei brúað. Hversu sem menn kappkosta, er þeim um megn að gera þjóðfélagið einvirka félags- heild; þeir geta bara skipulagt það. En með tilraunum sínum fá þeir yfir sig alræðisstjórn. Fagra, nýja veröld gejur kátlega og all- dónalega mynd af þjóðfélagi, þar sem reynt hefir verið með öllu móti að gera mannfólkið sem líkast termítum. Augljóst er, að við þokumst æ meir í áttina til slíkrar ver- aldar. En hitt liggur engu síður í augum uppi, að vér getum þverskallazt við að ldýða þeim blindu öflum sem knýja oss áfram. En eins og stendur er viljinn til þess ekki mjög sterk- ur eða almennur. Ný þjóðfélagssiðfræði er að koma í stað okkar arfteknu siðfræði, sem mið- aðist við einstaklinginn. Þessari siðfræði, hefir William Whyte lýst í hinni merkilegu bók sinni: Maður skipulagsins. Lykilorðin í þessari þjóðfélagsfræði eru „að- lögun“, „aðsemd“, „þjóðfélagsvís hegðun“, „tilheyrn“, „samleikur“, „hóplíf“, „hóp- tryggð“, „hópafl“, „hóphugsun“, „samsköp- un“. Grundvöllur þessarar siðfræði er sá, að heildin skipti meira máli en einstaklingurinn, að líffræðileg einkenni skuli víkja fyrir menn- ingarlegu samræmi og réttur heildarinnar skuli tekinn fram yfir Rétt mannsins, sem 18. öldin nefndi svo. Samkvæmt þjóðfélagssið- fræðinni nýju hefir Jesú haft alveg á röngu að standa, þegar hann sagði að hvíldardag- urinn hefði verið skapaður handa manninum. Þvert á móti var maðurinn skapaður handa hvíldardeginum og hlýtur því að fórna inn- bornum sérkennum sínum og látast vera hinn ágæti, öllumlíki samkvæmismaður, sem skipu- lagningamenn hóplífs álíta þarfastan. Þessi fyrirmyndarmaður hefir til að bera óbilandi þrá til að gera sig undirgefinn, vera einn af mörgum; hann er í „öflugri samhæfni" (Ijóm- andi orðatiltæki!). Og fyrirmyndarmaðurinn þarf fyrirmj'ndareiginkonu, ákaflega félags- lynda, ákaflega samþýðanlega, — konu, sem ekki lætur sér nægja, að maður hennar gjaldi fyrirtæki sínu hollustu framar öllu, heldur sýnir því sjálf hollustu í verki. „Hann er fyrir guð eir.n,“ segir Milton um Adam og Evu, „hún fyrir guð í honum.“ Og að einu leyti er kona fyrirmyndarmannsins verr sett en for- móðir vor allra: Drottinn leyfði Evu og Adam fullkomið frjálsræði í ástum, að því er Milton segir. En í dag, samkvæmt því sem einhver skrif- ar í Harvard Business Review, þá má kona þess manns, sein er að reyna að lifa eftir þjóð- félagssiðfræðinni, „ekki heimta of mikið af tíma manns síns eða gera of miklar kröfur til, að hann sinni sér. Sökum þess hve hann verður að einbeita sér í starfi sínu, hlýtur jafnvel kynferðislíf hans að vera sett skör lægra.“ Munkar heita því að lifa í fátækt, hlýðni og skírlífi. Skipulagsþjónninn má vera ríkur, en hann heitir hlýðni, og hann verður að vera reiðubúinn til að neita sér jafnvel um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.