Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 47
JÓNAS
177
var mikilvægur, og Rateau benti henni á, að
hann gæti leitt til fordæmingar á mannkyn-
inu. En Lovísu varð ekki haggað. Hún sýndi
fram á, að þar sern bæði ástarsagnatímaritin
og heimspekitímaritin héldu þessu fram, væri
það almennt viðurkennd staðreynd, sem ekki
þyrfti að ræða. „Þá segjum við það,“ sagði
Jónas, sem gleymdi undireins þessari hræði-
legu uppgötvun og fór að láta sig dreyma um
stjörnu sína.
Lovísa hætti við bókmenntirnar óðar en
henni skildist, að Jónas hafði ekki áhuga á
neinu nema málaralist. Hún byrjaði þegar í
stað að kynna sér myndlist, fór á söfn og
sýningar og teymdi Jónas þangað með sér, en
hann botnaði lítið í því, sem samtímamenn
hans voru að mála og fann til vandræða-
kenndar gagnvart því, enda var hann sjálfur
mjög einfaldur í listamennsku sinni. Hann
gladdist þó af því að fá svo mikla fræðslu um
allt, sem við kom list hans. Það er að vísu
satt, að daginn eftir mundi hann ekki einu
sinni nafnið á málaranum, sem hann hafði
skoðað myndir eftir. En Lovísa vissi hvað
hún söng, og minnti hann ákveðið á ein af
þeim sannindum, sem hún hafði lært þegar
hún stundaði bókmenntirnar, sem sé, að í
rauninni gleymdi maður aldrei neinu. Það var
ekki um að villast, að stjarnan verndaði Jón-
as, sem þannig gat með góðri samvizku verið
öruggur um minni sitt, jafnframt því sem
honum veittist munaður gleymskunnar.
En þær perlur umhyggjusemi, sem Lovísa
lét rigna yfir Jónas, skinu þó glaðast í dag-
legu lífi hans. Þessi góði engill hlífði honum
við öllum kaupum á skóm, fötum og líni, sem
verða annars til að stytta ævi allra venju-
legra manna, og má lífið þó ekki styttra vera.
Hún tók ótrauð á sínar lierðar allar þær
þúsund uppfinningar, sem tímadrápsvélin býr
yfir, frá lítt skiljanlegum bæklingum um fé-
lagslegt öryggi og upp í síbreytilegar sveiflur
ríkisfjármálanna. „Já,“ sagði Rateau, „þetta
er nú gott og blessað. En hún getur ekki far-
ið til tannlæknisins í þinn stað.“ Hún gerði
það að vísu ekki, en hún hringdi og fékk ráð-
stafað handa honum þeim tíma, sem hentug-
astur var; hún sá um að láta skipta um
smurolíu á bílnum, pantaði herbergi á sumar-
leyfishótelum, lét senda heim kol; hún keypti
sjálf gjafirnar, sem Jónas hafði hug á að gefa,
valdi og sendi blóm fyrir hann, og gaf sér
einnig tóm til þess sum kvöld að fara heini
til hans, þegar hann var fjarstaddur, og búa
um rúmið hans, svo það kvöldið þurfti hann
ekki einu sinni að lyfta sænginni áður en hann
lagðist fyrir.
Af sama röskleik fór hún einnig sjálf upp í
þetta rúm. Þá kom hún því í kring að Jónas
fengi viðtal hjá borgarstjóranum og fór með
hann þangað tveimur árum áður en hæfileik-
ar hans voru loks viðurkenndir, og brúð-
kaupsferðina skipulagði hún þannig að ekk-
ert safn var látið óskoðað. En áður hafði
hún fundið handa þeim þriggja herbergja
íbúð, sem þau gátu flutt í þegar þau komu
aftur, þrátt fyrir gífurleg húsnæðisvandræði.
Síðan bjó hún til tvö börn, næstum livort af
öðru, dreng og stúlku, því hugmynd hennar
var að eignast þrjú börn, og það varð að veru-
leika stuttu eftir að Jónas lét af störfum í
bókaútgáfunni til að helga sig málaralistinni.
Annars var það svo, að undireins og Lovísa
hafði átt fyrsta barnið, snerist allur hugur
hennar um það, og síðan um þau sem á eftir
komu. Hún reyndi enn að hjálpa bónda sín-
um, en hana skorti tíma. Vitaskuld þótti
henni leitt að vanrækja Jónas, en hún var of
ákveðin í skapi til að láta slíkt valda sér hug-
arangri. „Því miður,“ sagði hún, „skósmiður,
haltu þér við leistinn þinn.“ Þessu orðtaki
var Jónas reyndar mjög hrifinn af, því eins-
og allir listamenn á þessum tímum, vildi hann
láta kalla sig iðnaðarmann. Iðnaðarmaður-
inn varð sem sé lítið eitt vanræktur og neydd-
ist til að kaupa skóna sína sjálfur. En auk þess
sem þetta var eðlilegur hlutur, freistaðist Jón-
as til að fagna því. Að sjálfsögðu þurfti hann
að reyna á sig við að fara í búðir, en harin
fékk þá áreynslu launaða með þeim einveru-
stundum, sem eru svo mikils virði fyrir ham-
ingju hjóna.
Það hjúskaparvandamál, sem langerfiðast
var við að etja, var samt sem áður lífsrými,