Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 50

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 50
180 HELGAFELL hádegisverð; hann vildi endilega ráðstafa hon- um fvrir Jónas vin sinn. Jónas vinur hans þáði boðið: „Eins og þér viljið!“ og lagði á: „Mikið skelfing er maðurinn elskulegur við mig!“ sagði hann um leið og hann rétti Lovísu barnið. Síðan tók hann aftur til við verk sitt, en ekki leið á löngu þar til komið var að hádegisverði eða kvöldverði. Þá þurfti hann að færa málverkin til hliðar, koma fyrir borð- inu, sem hægt var að leggja saman, og setjast að snæðingi með börnum sínum. Á meðan á máltíðinni stóð hafði Jónas auga með mynd- inni, sem hann var að mála, og það kom fyrir, að minnsta kosti fyrst í stað, að honum þótti börnin vera nokkuð lengi að tyggja og renna niður, svo hver máltíð varð óhæfilega löng. En hann las í blaðinu sínu, að menn ættu að borða hægt til að fæðan nýttist betur, og upp frá því þótti honum ærin ástæða til að njóta hverrar máltíðar í ró og næði. Þá bar það einnig við, að hinir nýju vinir hans komu í heimsókn. Rateau var aldrei vanur að líta inn til hans fyrr en eftir kvöld- mat. Hann var á skrifstofu sinni að deginum til, og auk þess vissi hann að málarar nota jafnan dagsbirtuna við starf sitt. En hinir nýju vinir Jónasar voru næstum allir af þeirri tegund, sem nefnd er listamaður eða list- gagnrýnandi. Sumir höfðu málað, aðrir ætl- uðu sér að mála, og hinir gáfu gaum að því, sem hafði verið málað og átti eftir að verða málað. Allir höfðu þeir vitaskuld liststörf í miklum hávegum og börmuðu sér yfir því hve skipan mála í heiminum nú á dögum gerði mönnum erfitt fyrir að iðka þessi störf og þjálfa hugann við íhugun, svo sem hverj- um listamanni er brýn nauðsyn. Þeir börm- uðu sér frá nóni til miðaftans og sárbændu Jónas um að halda áfram við verk sitt, láta einsog þeir væru ekki þarna og vera ekki með neina óþarfa kurteisi við þá, því þeir væru engir smáborgarar og vissu, live tíminn væri listamanni mikils virði. Jónas var harðánægð- ur að eiga vini, sem gátu sætt sig við að hann héldi áfram að vinna meðan þeir stóðu við; liann tók þá aftur til við málverkið, án þess að hætta að svara spurningunum, sem lagðar voru fyrir hann, eða hlæja að kímnisögunum, sem honum voru sagðar. Við þessa frjálslegu framkomu urðu vinir hans rólegri og rólegri. Þeir komust í svo gott skap að þeir gleymdu matmálstímanum. En börnin höfðu betra minni. Þau komu hlaup- andi í samkvæmið, æptu, fengu einn gestinn eftir annan til að hossa sér, hentust af einu hné á annað. Að lokum dvínaði birtan á þeim himni, sem húsagarðurinn afmarkaði, og Jónas lagði frá sér burstana. Þá lá ekki annað fyrir honum en að bjóða vinurn sínum að gera sér að góðu það, sem á borðum var, og að halda áfram að tala við þá langt fram á nótt, vit- anlega uin list, en einkum og sér í lagi um hæfileikasnauða málara, þá sem stálu hug- myndum annarra eða hugsuðu ekki um ann- að en að trana sjálfum sér fram, og voru ekki þarna til staðar. Jónasi þótti gott að fara snemma á fætur til að geta notað morgun- birtuna. Hann vissi, að það yrði ekki auð- velt, morgunmaturinn yrði ekki til á réttum tíma og það yrði ekki hátt risið á sjálfum honum. En hann var líka feginn að fá á einu kvöldi svo mikla fræðslu, sem hlaut að koma honum til góða í list hans, þótt á ósýnilegan hátt yrði. „1 listinni fer aldrei neitt til spillis fremur en í náttúrunni," sagði hann. „Stjarn- an sér fyrir því.“ Með vinum hans komu stundum lærisvein- ar: það hafði myndazt skóli um Jónas. Fyrst í stað furðaði hann sig á því, fékk ekki skilið hvað menn gátu lært af honum, sem átti allt eftir að læra. Listmaðurinn í lionum fálmaði sig áfram í myrkri; hvemig átti hann að benda öðrum á rétta leið? En honum skildist brátt, að lærisveinn er ekki endilega sá, sem hefur hug á að læra eitthvað. Því er oft þver- öfugt farið, þannig að menn gerast lærisveinar af óeigingjörnum hvötum, til að hafa þá ánægju eina að fræða meistara sinn. Upp frá því tók hann auðmjúkur við þessum nýja heiðri. Lærisveinar Jónasar þreyttust ekki a að útskýra fyrir honum það sem hann hafði málað, og hvers vegna hann hafði málað það. Jónas uppgötvaði þannig í verkum sínum ýmislegan tilgang, sem olli honum nokkurn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.