Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 55

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 55
JÓNAS 185 ur er hann!“ Rateau anzaði því engu. „Þér málið,“ hélt hinn áfram. „Ég líka. Ég skal segja yður, honum er farið að fara aftur, þér megið trúa mér.“ — „Nú þegar?“ sagði Rat- eau. — Já. Það er frægðin. Menn þola ekki frægð. Hann er búinn að vera.“ — „Hefur honum farið aftur eða er hann búinn að vera?“ — „Þegar listamanni fer að fara aftur, er hann búinn að vera. Sjáið þér, hann hefur ekki lengur neitt til að mála. Hann er sjálfur málaður og svo verður liann hengdur upp á vegg.“ Seinna, þegar komin var nótt, sátu þau Lovísa og Rateau á hjónarúminu í svefn- herberginu, en Jónas stóð fyrir framan þau, og þau þögðu öll. Börnin sváfu, hundarnir voru í fóstri uppi í sveit, Lovísa var nýbúin að þvo upp diskahrúguna, sem Jónas og Rateau höfðu þurrkað, og það var gott að láta þreytuna líða úr sér. „Fáið ykkur vinnu- konu,“ hafði Rateau sagt, þegar hann sá diskahrúguna. En Lovísa hafði anzað rauna- mædd: „Hvar ættum við að láta hana sofa?“ Þau voru því hljóð. „Ertu ánægður?“ spurði Rateau upp úr eins manns hljóði. Jónas brosti, en liann var þreytulegur á svipinn. „Já. Allir eru mér góðir.“ — „Nei,“ sagði Rateau. „Þú skalt gæta að þér. Þeir eru ekki allir góðir.“ — „Hverjir eru það ekki?“ — „Vinir þínir listmálararnir, til dæmis.“ — „Ég veit það,“ sagði Jónas. „En margir listamenn eru þannig. Þeir er ekki vissir um, að þeir séu til, ekki einu sinni þeir stærstu. Svo þeir leita að sönnunum, dæma og fordæma. Það styrkir þá, þeir byrja að vera til. Þeir eru einmana!“ Rateau hristi höfuðið. „Trúðu mér,“ sagði Jónas, „ég þekki þá. Við verðum að láta okkur þykja vænt uin þá.“ — „Og þú,“ sagði Rateau, „ert þú þá til? Þú segir aldrei neitt ljótt um neinn.“ Jónas fór að hlæja: „O! ég liugsa oft ljótt um þá. En ég gleymi því.“ Hann varð alvarlegur í bragði: „Nei, ég er viss um, að ég sé til. En ég á eftir að vera til, ég er viss um það.“ Rateau spurði Lovísu um álit hennar. Hún varpaði öndinni og sagði, að Jónas hefði á réttu að standa: Skoðanir gestanna skiptu ekki máli. Starf Jónasar var allt sem máli skipti. Henni var líka vel Ijóst, að barnið var honum til óþæginda. Það stækkaði líka og þau yrðu að kaupa rúm, sem tæki meira pláss. Hvernig áttu þau að fara að, meðan þau höfðu ekki fundið sér stærri íbúð! Jónas virti fyrir sér svefnherbergið. Auðvitað var það ekki einsog bezt varð á kosið, hjónarúmið var mjög breitt, en herbergið var autt allan daginn. Hann hafði orð á því við Lovísu, og hún hugsaði sig um. f svefnherberginu yrði Jónas að minnsta kosti ekki fyrir ónæði; fólk mundi að minnsta kosti ekki voga sér að leggjast upp í rúmið þeirra. „Hvernig lízt yður á það?“ spurði Lovísa Rateau. Hann leit á Jónas. Jónas horfði á gluggana á hús- unum andspænis. Þvínæst leit hann upp í stjörnulausan himininn, gekk til og dró gluggatjöldin fyrir. Þegar hann kom aftur frá glugganum, brosti hann til Rateau og settist hjá honum á rúmið, án þess að mæla orð. Lovísa, sem augsýnilega var dauðupp- gefin, kvaðst ætla að fara og fá sér steypibað. Þegar vinirnir voru orðnir einir, fann Jónas öxl Rateau snerta sína. Hann leit ekki á hann, en sagði: „Mér þykir gaman að mála. Ég mundi vilja mála ævina á enda, dag og nótt. Er þetta ekki lán?“ Rateau horfði ástúðlega á hann: „Jú,“ sagði liann, „það er lán.“ Börnin stækkuðu og Jónas gladdist að sjá þau kát og hraustleg. Þau gengu í skóla og komu aftur lieim klukkan fjögur. Jónas fékk einnig að njóta þeirra eftir hádegi á laugar- dögum og fimmtudögum og oft heilu dagana, því frí voru mörg og löng. Þau voru ekki enn orðin nógu stór til að leika sér stillilega, en á hinn bóginn nógu tápmikil til að fylla íbúð- ina með rifrildi og hlátrum. Það varð að stilla þau, hóta þeim og jafnvel gera sig líklegan til að berja þau. Þá þurfti að þvo þvott, festa tölur; Lovísa komst ekki lengur yfir það allt. Úr því að þau höfðu ekkert vinnukonuher- bergi og gátu ekki tekið vinnukonu inn á heimilið, eins þröngt og fjölskyldan bjó, stakk Jónas upp á því, að þau fengju Rósu, systur Lovísu, sér til aðstoðar, en hún var ekkja og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.