Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 57

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 57
JÓNAS 187 full. Það var í septembermánuði og þurfti að fata börnin áður en skólinn byrjaði. Hún tók sjálf til starfa af venjulegum dugnaði sínum og var brátt önnum kafin. Rósa gat bætt og fest tölur, en hún kunni lítt til sauma- lítt til saurnaskapar. En frænka manns henn- ar kunni að sauma; hún kom að hjálpa Lovísu. Hún fór jafnan inn í herbergi Jónasar og sett- ist á stól úti í horni, þögul og kyrrlát, — svo kyrrlát að Lovísa stakk upp á því við Jónas, að hann málaði Saumakonu. „Góð hugmynd" sagði Jónas. Hann reyndi, eyðilagði tvö mál- verk, tók síðan aftur til við ófullgerða mynd af himni. Daginn eftir gekk hann lengi fram og aftur um íbúðina og hugsaði í stað þess að mála. Lærisveinn kom til hans með önd- ina í hálsiuum og færði honum langa grein, sem hann hefði ekki lesið annars, en þar fékk hann að vita, að málverk hans væru ofmetin og gamaldags; málverkasalinn hringdi til hans og minntist enn á áhyggjur sínar vegna minnkandi sölu. Hann hélt þó áfram að velta málunum fyrir sér og láta sig dreyma. Hann sagði við lærisveininn, að það væri nokkur sannleikur í greininni, en honum, Jónasi, væri enn óhætt að gera ráð fyrir mörgum starfs- árum. Við kaupmanninn sagði hann, að hann skildi áhyggjur hans, en liann væri ekki jafn- kvíðinn sjálfur. Hann ætti eftir að gera mikið verk, sem yrði raunverulega eitthvað nýtt; allt mundi byrja aftur. Meðan hann var að tala, fann hann, að hann sagði satt og að stjarna hans var þar. Allt, sem hann þurfti, var að skipuleggja starfið vel. Næstu daga reyndi hann að vinna í for- stofunni, daginn eftir í sturtuklefanum, við rafljós, daginn þar á eftir í eldhúsinu. En nú þótti honum í fyrsta skipti óþægilegt að hafa fólk í kringum sig, bæði það fólk, sem hann var lítt kunnugur, og eins fólkið sitt, sem liann unni. Um stund hætti hann að vinna og velti málunum fyrir sér. Hann hefði málað landslagsmyndir, ef árstíðin hefði verið hagstæð til þess. Því miður var vetur fram- undan, það var erfitt að mála landslagsmyndir fyrr en aftur voraði. Hann reyndi það þó, en gafst upp: kuldinn nísti hann gegnum merg og bein. Hann lifði dögum saman með mál- verkum sínum, sat oftast innan um þau eða stóð við gluggann; hann málaði ekki framar. Hann tók þá að leggja það í vana sinn að fara út á morgnana. Iiann hafði það fyrir ásetning að gera frumdrög af hinu og þessu, tré, skökku húsi, andliti. Þegar dagur var liðinn að kvöldi hafði hann ekkert gert. Hvað lítil freisting sem var dró hann að sér, dagblöð, kunningjar, sem hann hitti, búðargluggar, notalegt kaffi- hús. A hverju kvöldi fann hann góðar og gildar afsakanir til að friða samvizkuna, sem aldrei var góð. Hann ætlaði sér að mála, það var víst og satt, og mála betur en áður, eftir þetta tímabil, sem virtist fara í ekki neitt. Það var að gerjast innra með honum, það var allt og sumt, stjarnan átti eftir að koma aftur hrein og skær út úr þokunni. En meðan hann beið eftir því, lét hann ekki af að sitja á kaffihúsum. Hann hafði komizt að raun um, að vínið veitti honum sama fögnuð og þeir góðu stai’fsdagar, þegar liann hugsaði um málverkið sitt af þeirri ástúð og hlýju, sem hann hafði aldrei fundið til nema gagnvart börnum sínum. Við annað konjaksglasið varð hann aftur var við þessa sterku kennd, sem gerði hann í senn að húsbónda og þjóni þessa heims. Munurinn var einungis sá, að hann naut hennar út í bláinn, með hendur í skauti, án þess að gera neitt úr henni. En þetta ástand komst næst þeirri gleði, sem hann lifði fyrir, og hann sat nú tímunum saman og lét sig dreyma í reykjarsvælu og hávaða. Hann sneiddi þó hjá þeim stöðum og þeim hverfum, þar sem mikið var um listamenn. Þegar harm hitti kunningja, sem minntist á liststarf hans, varð hann gripinn skelfingu. Það leyndi sér ekki að hann vildi forða sér, og hann forðaði sér líka. Ilann vissi, hvað menn sögðu honum á baki: „Hann heldur að hann sé Rembrandt.“ Og óró hans jókst. Hann brosti að minnsta kosti ekki lengur, og vinir hans drógu af því merkilega, en óhjákvæmi- lega ályktun: „Úr því hann brosir ekki lengur, þá er hann mjög ánægður með sjálfan sig.“ Hann vissi þetta, og það gerði hann enn mannfælnari og þungbúnari. Ef hann kom
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.