Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 59
JÓNAS
189
lokið. Þá klifraðist hann niður í stigann, hékk
síðan neðan í pallinum og rykkti í nokkrum
sinnum til að ganga úr skugga um, hvort
hann væri vel traustur. Þvínæst gaf hann
sig á tal við fólkið, og allir voru fegnir að
sjá hann aftur svona elskulegan. Um kvöldið,
þegar tiltölulega fámennt var orðið í húsinu,
tók Jónas olíulampa, stól, kollstól og strengd-
an striga. Hann fór með það allt upp í hjall-
inn, en konurnar þrjár og börnin horfðu undr-
andi á. „Jæja,“ sagði hann ofan af hænsna-
loftinu sínu. „Hérna get ég unnið án þess að
trufla neinn.“ Lovísa spurði hann, hvort liann
væri viss um það. „Auðvitað,“ sagði hann.
Ég þarf ekki mikið pláss. Hérna verð ég
frjáls. Það hafa miklir málarar málað við
kertaljós, og . . .“ — „Er pallurinn nógu
traustur?“ Hann var það. „Hafðu engar
áhyggjur,“ sagði Jónas, „þetta er prýðileg
lausn á málinu.“ Og hann kom niður aftur.
Snemma morguninn eftir klifraði hann upp
í hjallinn, settist, stillti rammanum upp á
kollstólinn við vegginn og beið átekta, án þess
að kveikja á lampanum. Eini hávaðinn, sem
hann heyrði greinilega, barst frá eldhúsinu
og salerninu. Önnur háreysti virtist langt í
fjarska, og þegar gest bar að garði, dyra-
bjallan hringdi eða síminn, eða þegar gengið
var um eða talað saman, bárust hljóðin til
hans hálfkæfð, einsog þau kæmu utan af göt-
unni eða úr húsagarðinum. Auk þess var
þarna þægilegt rökkur, þótt skjannabirta væri
um alla íbúðina. Öðru hverju nam einhver
af vinum hans staðar undir pallinum. „Hvað
ertu að gera þarna, Jónas?“ — „Ég er að
vinna.“ — „Án þess að hafa neitt ljós?“ —
„Já, í svipinn.“ Hann var ekki að mála, en
hann var í þungum þönkum. í rökkrinu og
hálfþögninni, sem honum fannst minna á eyði-
mörk eða gröf, samanborið við það, sem hann
hafði áður vanizt,, hlustaði hann á hjarta sitt
slá. Þau hljóð, sem bárust upp til hans, virt-
ust ekki framar koma honum við, enda þótt
þeim væri beint til hans. Hann var einsog
þeir menn, sem deyja einir í húsum sínum,
meðan þeir sofa, og um morguninn glymur
símabjallan hátt og án afláts í auðu húsinu,
yfir mannslíkama, sem aldrei framar mun
neitt heyra. En hann var lifandi, hann hlust-
aði á þögnina í sjálfum sér, hann beið eftir
stjörnunni sinni, sem ennþá faldi sig, en bjóst
nú til að fara aftur að skína, stíga loks upp,
söm og jöfn, yfir ringulreið þessara auðu daga.
„Skín, skín,“ sagði hann. „Rændu mig birtu
þinni.“ Hún ætlaði að fara að skína aftur,
hann var sannfærður um það. En liann þurfti
að hugsa lengur, úr því hann hafði loks feng-
ið tækifæri til að vera einn, án þess að vera
skilinn frá vandamönnum sínum. Iíann varð
að gera sér grein fyrir því, sem honum hafði
ekki verið fullljóst til þessa, enda þótt hann
hefði alltaf vitað það og alltaf málað einsog
hann vissi það. Iíann varð auk þess að kom-
ast að þessum leyndardómi, sem var ekki að-
eins leyndardómur listarinnar, honum var það
vel ljóst. Þessvegna kveikti hann ekki á lamp-
anum.
Jónas fór nú á hverjum degi upp í hjallinn
sinn. Gestir voru nú fátíðari, því Lovísa var
önnum kafin og gaf sig lítið á tal við þá.
Jónas kom niður til að borða og fór óðar aftur
upp á hanabjálkann. Hann sat hreyfingarlaus
í rökkrinu allan daginn. Þegar komið var
fram á nótt, fór hann niður til konu sinnar,
sem þá var háttnð. Að nokkrum dögum liðn-
um, bað hann Lovísu að láta sig hafa hádegis-
matinn upp á loftið, og það gerði hún af svo
mikilli umhyggjusemi að lionum hlýnaði um
hjartarætur. Til að þurfa ekki að ónáða hana
við önnur tækifæri, bað liann hana að útbúa
handa sér nokkrar matarbirgðir, sem hann
gæti haft í hjallinum hjá sér. Smám saman
hætti hann að koma niður á daginn. En hann
snerti varla matföngin.
Eitt kvöldið kallaði hann á Lovísu og bað
hana um nokkrar ábreiður: „Ég ætla að vera
hér í nótt.“ Lovísa horfði á hann og varð að
sveigja höfuðið aftur á bak. Hún opnaði
munninn, en sagði ekki neitt. Hún virti Jónas
fyrir sér, áhyggjufull og raunamædd á svip;
hann sá skyndilega hve mikið hún hafði elzt
og hversu baslið hafði líka veitt henni djúp
sár. Honum kom þá í hug, að hann hafði aldrei
hjálpað henni í raun og sannleika. En áður