Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 59

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 59
JÓNAS 189 lokið. Þá klifraðist hann niður í stigann, hékk síðan neðan í pallinum og rykkti í nokkrum sinnum til að ganga úr skugga um, hvort hann væri vel traustur. Þvínæst gaf hann sig á tal við fólkið, og allir voru fegnir að sjá hann aftur svona elskulegan. Um kvöldið, þegar tiltölulega fámennt var orðið í húsinu, tók Jónas olíulampa, stól, kollstól og strengd- an striga. Hann fór með það allt upp í hjall- inn, en konurnar þrjár og börnin horfðu undr- andi á. „Jæja,“ sagði hann ofan af hænsna- loftinu sínu. „Hérna get ég unnið án þess að trufla neinn.“ Lovísa spurði hann, hvort liann væri viss um það. „Auðvitað,“ sagði hann. Ég þarf ekki mikið pláss. Hérna verð ég frjáls. Það hafa miklir málarar málað við kertaljós, og . . .“ — „Er pallurinn nógu traustur?“ Hann var það. „Hafðu engar áhyggjur,“ sagði Jónas, „þetta er prýðileg lausn á málinu.“ Og hann kom niður aftur. Snemma morguninn eftir klifraði hann upp í hjallinn, settist, stillti rammanum upp á kollstólinn við vegginn og beið átekta, án þess að kveikja á lampanum. Eini hávaðinn, sem hann heyrði greinilega, barst frá eldhúsinu og salerninu. Önnur háreysti virtist langt í fjarska, og þegar gest bar að garði, dyra- bjallan hringdi eða síminn, eða þegar gengið var um eða talað saman, bárust hljóðin til hans hálfkæfð, einsog þau kæmu utan af göt- unni eða úr húsagarðinum. Auk þess var þarna þægilegt rökkur, þótt skjannabirta væri um alla íbúðina. Öðru hverju nam einhver af vinum hans staðar undir pallinum. „Hvað ertu að gera þarna, Jónas?“ — „Ég er að vinna.“ — „Án þess að hafa neitt ljós?“ — „Já, í svipinn.“ Hann var ekki að mála, en hann var í þungum þönkum. í rökkrinu og hálfþögninni, sem honum fannst minna á eyði- mörk eða gröf, samanborið við það, sem hann hafði áður vanizt,, hlustaði hann á hjarta sitt slá. Þau hljóð, sem bárust upp til hans, virt- ust ekki framar koma honum við, enda þótt þeim væri beint til hans. Hann var einsog þeir menn, sem deyja einir í húsum sínum, meðan þeir sofa, og um morguninn glymur símabjallan hátt og án afláts í auðu húsinu, yfir mannslíkama, sem aldrei framar mun neitt heyra. En hann var lifandi, hann hlust- aði á þögnina í sjálfum sér, hann beið eftir stjörnunni sinni, sem ennþá faldi sig, en bjóst nú til að fara aftur að skína, stíga loks upp, söm og jöfn, yfir ringulreið þessara auðu daga. „Skín, skín,“ sagði hann. „Rændu mig birtu þinni.“ Hún ætlaði að fara að skína aftur, hann var sannfærður um það. En liann þurfti að hugsa lengur, úr því hann hafði loks feng- ið tækifæri til að vera einn, án þess að vera skilinn frá vandamönnum sínum. Iíann varð að gera sér grein fyrir því, sem honum hafði ekki verið fullljóst til þessa, enda þótt hann hefði alltaf vitað það og alltaf málað einsog hann vissi það. Iíann varð auk þess að kom- ast að þessum leyndardómi, sem var ekki að- eins leyndardómur listarinnar, honum var það vel ljóst. Þessvegna kveikti hann ekki á lamp- anum. Jónas fór nú á hverjum degi upp í hjallinn sinn. Gestir voru nú fátíðari, því Lovísa var önnum kafin og gaf sig lítið á tal við þá. Jónas kom niður til að borða og fór óðar aftur upp á hanabjálkann. Hann sat hreyfingarlaus í rökkrinu allan daginn. Þegar komið var fram á nótt, fór hann niður til konu sinnar, sem þá var háttnð. Að nokkrum dögum liðn- um, bað hann Lovísu að láta sig hafa hádegis- matinn upp á loftið, og það gerði hún af svo mikilli umhyggjusemi að lionum hlýnaði um hjartarætur. Til að þurfa ekki að ónáða hana við önnur tækifæri, bað liann hana að útbúa handa sér nokkrar matarbirgðir, sem hann gæti haft í hjallinum hjá sér. Smám saman hætti hann að koma niður á daginn. En hann snerti varla matföngin. Eitt kvöldið kallaði hann á Lovísu og bað hana um nokkrar ábreiður: „Ég ætla að vera hér í nótt.“ Lovísa horfði á hann og varð að sveigja höfuðið aftur á bak. Hún opnaði munninn, en sagði ekki neitt. Hún virti Jónas fyrir sér, áhyggjufull og raunamædd á svip; hann sá skyndilega hve mikið hún hafði elzt og hversu baslið hafði líka veitt henni djúp sár. Honum kom þá í hug, að hann hafði aldrei hjálpað henni í raun og sannleika. En áður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.