Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 60

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 60
190 HELGAFELL en hann gæti neitt sagt, brosti hún svo blíð- lega til lians, að hann fékk sting í hjartað. „Eins og þú vilt, góði minn,“ sagði hún. Upp frá þessu hafðist hann við í hjallinum á næturnar og kom tæpast niður rneir. Þá hættu gestir að koma, þar sem hvorki var hægt að hitta Jónas á daginn né kvöldin. Sumum var sagt, að hann væri uppi í sveit, en svo þegar fólkið var orðið þreytt á að endurtaka lygina, var gestunum sagt, að hann væri búinn að finna lianda sér vinnustofu. Rateau einn hélt áfram að koma í heimsókn, tryggur sem tröll. Iíann klifraði upp í stig- ann, rak stóra og gráa höfuðið á sér upp fyrir pallskörina. „Hvernig gengur?“ sagði hann. — „Ljómandi vel.“ — „Ertu að vinna?“ — „Sama sein.“ — „En þú ert ekki með neinn striga á trönunum!“ — „Ég vinn samt.“ Það var erfitt að halda áfram þessu samtali milli stigans og pallsins. Rateau hristi höfuðið, fór aftur niður, gerði við skólpfötur eða læsingar fyrir Lovísu, síðan kvaddi hann Jónas, án þess að fara upp í stigann, en Jónas svaraði ofan úr myrkrinu: „Vertu sæll, gamli vinur.“ Eitt kvöld bætti Jónas þökkum við kveðjuna. „Af hverju ertu að þakka mér?“ — „Af því þér þykir vænt um mig.“ „Það voru ekki litlar fréttir!“ sagði Rateau og fór. Eitt kvöldið kallaði Jónas á Rateau, sem brá skjótt við. Það logaði á lampanum í fyrsta skiptið. Jónas hallaði sér fram af pallinum, ábúðarmikill á svip. „Réttu mér striga,“ sagði hann. — „En hvað er að þér? Þú hefur hor- azt, þú ert orðinn einsog vofa.“ — „Ég hef lítið sem ekkert étið í nokkra daga. Það er ekki neitt, ég verð að vinna.“ — „Borðaðu fyrst.“ — „Nei, ég er ekki svangur.“ Rateau færði honum striga. Áður en Jónas hvarf aftur inn í hjallinn, spurði hann: „Hvernig líður þeim?“ — „Hverjum?“ — „Lovísu og börn- unum.“ — Þeim líður vel. En þeim liði betur, ef þú værir hjá þeim.“ — „Ég fer ekki frá þeim. Segðu þeim umfram allt, að ég fari ekki frá þeim.“ Og hann var horfinn. Rateau fór til Lovísu, og kvaðst vera áhyggjufullur. Hún viðurkenndi, að hún hefði sjálf haft þungar áhyggjur undanfarna daga. „Hvað getum við gert? Ó! ef ég gæti bara unnið í hans stað!“ Hún horfði vansæl á Rateau. „Ég get ekki lifað án hans,“ sagði hún. Rateau varð hissa, að sjá hana verða aftur einsog unga stúlku í framan. Hann tók þá eftir því, að hún hafði roðnað. Það logaði á lampanum alla nóttina og allan næsta morgun. Ef einhver gaf sig að Jónasi, til dæmis Rateau eða Lovísa, svar- aði hann einungis: „Verið róleg, ég er að vinna.“ Á hádegi bað hann um Ijósmeti. Lampinn, sem farinn var að reykja, logaði aftur skært til kvölds. Rateau dokaði við og borðaði kvöldverð með Lovísu og börnunum. Á miðnætti bauð hann Jónasi góða nótt. Hann hinkraði andartak fyrir neðan hjallinn, sem enn var upplýstur, fór þvínæst án þess að segja neitt. Þegar Lovísa kom á fætur, að, morgni annars dags, logaði enn á lampanum. Fagur dagur var upp runninn, en Jónas varð þess ekki var. Hann hafði snúið myndinni upp að vegg. Hann sat og beið með hendur í skauti, dauðuppgefinn. Hann hugsaði með sjálfum sér, að upp frá þessu mundi hann aldrei vinna framar, hann var hamingjusam- ur. Hann heyrði nöldrið í börnum sínum, skvamp í vatni, glamur í diskum. Lovísa tal- aði. Stóru gluggarúðurnar titruðu, þegar vöru- bíll ók um breiðgötuna. IJeimurinn var þarna ennþá, ungur, dásamlegur: Jónas hlustaði á þann fagra klið, sem barst frá mannfólkinu. Hann barst til hans úr fjarska og spillti á engan hátt þeim fagnaðarkrafti, sem í honum bjó, listinni, þessum hugsunum, sem hann gat ekki orðað, sem voru að eilífu hljóðar, en lyftu honum yfir alla hluti, upp í frjálst og lifandi loft. Börnin hlupu um herbergin, litla telpan hló, þá einnig Lovísa, sem hann hafði ekki heyrt hlæja lengi.: IJonum þótti vænt um þau. Mikið þótti honum vænt um þau! Hann slökkti á lampanum, og þegar aftur var orðið dimmt, hvort var það þá ekki stjarnan hans, sem skein þarna enn? IJað var hún, hann þekkti hana aftur. Hjarta hans var fullt af þakklæti og hann horfði enn á hana, þegar hann féll, hávaðalaust. „I’að er ekki neitt,“ sagði læknirinn, þegar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.