Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 70

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 70
200 HELGAFELL það úr ýmsum héruðum. Daginn eftir að nefndin var kosin færði hún fundinum álit sitt. Var þar lagt til, að fundurinn gerði menn á konungsfund til að færa honurn tillögur fundarins um stjórnarskrá, en í þeim var m. a. gert ráð fyrir, að milli Danmerkur og íslands skyldi einungis vera konungssamband, sbr. 1. gr., og konungur skyldi hafa frestandi neit- unarvald, þannig að lög samþykkt á þremur þingum, hverju eftir annað, skvldu taka gildi án staðfestingar konungs, sbr. 2. gr. Var nefnd- in gagnrýnd fyrir tillögur sínar og talin hafa sýnt fljótfærni. Óhugsandi væri, að konungur gæti samþykkt, það sem nefndin færi fram á, hér væri fram komið nýtt frumvarp, sem Al- þingi ætti kröfu til að segja álit sitt á. Fund- urinn gæti hæglega orðið „öðrum til athlægis og engum til gagns“, ef hann samþykkti frum- varp þetta. Enginn konungur gæti samþykkt 2. gr. frumvarpsins, um frestandi neitunar- vald. Ef vér vildum hafa slíka lagaákvörðun yrðum vér að segja alveg skilið við Dani og stofna lýðveldi. Þá mundi 1. gr. frumvarps- ins, um konungssamband eitt milli landanna, eigi heldur geta náð samþykki konungs og Al])ingis. Vér gætum mjög vel verið frjálst þjóðfélag þótt vér hefðum sum mál sameigin- leg með Dönum. Auk þess væri ísjárvert að segja alveg skilið við þá. Eftir langar umræður um þetta atriði bar sr. Matthías Jochumsson fram málamiðlunar- tillögu þess efnis, að í ályktun fundarins yrði aðeins farið fram á þrjú atriði, löggjafarvald og fjárforræði handa Alþingi, allt dómsvald hér á landi og alla landsstjórn í landinu sjálfu. Var tillaga þessi samþykkt gegn eindregnum andmælum sr. Benedikts Kristjánssonar, sem verið hafði framsögumaður nefndarinnar og helzti málsvari í gagnrýni þeirri, sem hún hafði hlotið. Þegar tillaga Matthíasar Joch- umssonar hafði verið samþykkt, bar Benedikt Kristjánsson fram tillögu um, að fundurinn skori á Alþingi að neita að taka stjórnarmálið framvegis til meðferðar og á þingmenn, að þeir heyi ekki þing í sumar. Var tillaga þessi felld með einu atkvæði gegn einu, en aðrir fundarmenn sátu hjá. Gekk þá Benedikt af fundi, þar sem fundarmenn hefðu kveðið upp þann dóm, að tillaga sín væri ekki svaraverð. Þegar fundur var settur síðdegis 28. júní, voru komin fram ný undirstöðuatriði til stjórn- arskrár, en í þeim var þó áfram gert ráð fyrir konungssambandi einu við Dani. Út af því varð mikill ágreiningur. Jón Sigurðsson, eða Jón riddari frá Kaupmannahöfn, eins og blað- ið, nefndi hann, lagðist fast gegn þessu atriði, en Jón Sigurðsson frá Gautlöndum mælti hins vegar með. Var þetta ákvæði þó samþykkt þrátt fyrir mótmæli Jóns Sigurðssonar með 24 atkvæðum gegn 7. Aðrir liðir tillögunnar voru samþykktir mótatkvæðalaust. Til að færa konungi bænarskrána voru kosn- ir Jón Sigurðsson, Jón Guðmundsson og Tryggvi Gunnarsson. Lýsti Jón Sigurðsson því þá þegar yfir, að hann „gæti sjálfsagt eigi flutt þá bænarskrá fram fyrir hans hátign konunginn, er færi fram á það, er hann hefði mótmælt, og þegar einstakir fundarmenn sögðu, að þeir með kosningunni höfðu viljað sýna Jóni það traust og þá virðingu, er þeir bæru fyrir honum, taldi hann á þá fyrir það, að þeir hefðu getað haldið hann svo óstöð- ugan og hviklyndan, að hann vildi nú fylgja því fram, sem liann nýlega hefði mótmælt: . . . IJefði fundrinn haft traust á sér hefði hann aðhylst tillögur sínar“. Jón Guðmundsson vildi heldur ekki flytja bænarskrá fundarins fyrir konung, ef Alþingi féllist ekki á niður- lagsatriði hennar. Þá bauð sr. Matthías Joch- umsson sig fram og lofaði að „fylgja bænar- skrá fundarins fram ið ýtrasta“. Var sr. Matt- hías Jochumsson síðan kosinn í sendinefndina í stað Jóns Guðmundssonar, en ekki var að því vikið, að hann hafi verið kosinn í stað Jóns Sigurðssonar né heldur annar fundar- maður. Lauk þannig frásögn Víkverja af af- greiðslu stjórnbótarmálsins á fundinum. III. í ævisögu Jóns Sigurðssonar, 5. bindi, ritar dr. Páll E. Ólason um Þingvallafund þennan. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að skýrsla Víkverja sé viðsjárverð heimild. Telur hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.