Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 72

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 72
202 HELGAFELL mundir mikill áhugi á málum þessum, og varð þetta að sjálfsögðu til að efla hann. Minni hluti þingsins 1871 hafði ekki getað fallizt á sjónarmið meiri hlutans og tekið fram í séráliti sínu, að ýmsar grundvallar- skoðanir meiri hlutans væru ekki „samkvæmar hugsunum og vilja íslendinga yfir höfuð“. Þessi ummæli ollu gremju víða, svo að ýms- um þótti nauðsynlegt að andmæla. Fruin- kvæðið áttu Ilúnvetningar á fundi, sem hald- inn var að Þingeyrum 20.—21. september 1872, og var þar skorað á Alþingi, að í stjórn- armálinu yrði haldið sömu stefnu og meiri hlutinn á Alþingi hafði gert 1871. Á hinn bóginn var ekki talið nauðsynlegt að halda Þingvallafund, eins og lagt hafði verið til. Undir álit þetta rituðu Páll Vídalín í Víði- dalstungu, Jón Sigurðsson frá Gautlöndum og sr. Davíð Guðmundsson að Felli í Slétta- hlíð. í Þingeyjarsýslu var einnig hugsað til fund- arhalda. Mynduðust samtök um að boða til fundar að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði 29. október 1872. Áður var haldinn undir- búningsfundur á sama stað. Voru meðal ann- arra á fundum þessum Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, sr. Björn Halldórsson í Lauf- ási, Einar Ásmundsson í Nesi, Eggert Gunn- arsson og sr. Benedikt Kristjánsson í Múla. Hefur Einar Ásmundsson skýrt svo frá í bréfi, að á undirbúningsfundinum hafi komið fram ný skoðun, sem hné í þá átt, að Kristján 9. væri ekki löglegur konungur íslands, með því að hann væri ekki niðji Friðriks kon- ungs 3. Hefði hann þannig ekki erft löggjafar- vald á íslandi. Þá liafði Einar gert athugasemdir við sam- þykktir Þingeyrarfundarins og á grundvelli þessa samdi liann ritgerð, sem lögð var fyrir fundinn 29. október. í ritgerð þessari er hald- ið fram sömu skoðunum um konungdóm Krist- jáns 9., sem áður getur og sú ályktun af dreg- in, að sainband milli landanna hafi slitnað við fráfall Friðriks 7. (1863). íslendingar hafi að vísu unað við konungdóm Kristjáns 9. og viljað gefa honum jafnt vald og hann hafi í Danmörku, svo og samþykkja sömu kon- ungserfðalög og Danir. Á þetta hafi Danir ekki fallizt og sé því stjórnin lögleysa ein og óregla. Nú beri að hrinda þessu löglausa ásig- komulagi, og því eigi að stofna sem föstust samtök til samkomuhalds í hverju kjördæmi. Skuli kjósa 3 menn til sameiginlegs þjóðfund- ar á Þingvöllum, en á þeim fundi skuli sam- þykkt stjórnarskrá, þar sem konungi sé ætlað framkvæmdavaldið og staðfesting laga, „full- trúaþing þjóðarinnar í innlendum málum hafi löggjafarvald og fjárhagsráð“ en öll fram- kvæmdastjórn í þessum sömu málum sé í landinu sjálfu, og skuli bera ábyrgð fyrir fulltrúaþinginu. Þá er og talið, að í stjórnar- skránni verði að vera ákvæði um innlenda dómstóla og ákvæði, sem tryggi grundvallar mannréttindi. Var þessi ritgerð samþykkt á fundinum sem undirstöðuatriði stjórnarskrár. Eftir fundinn, eða nánar tilgreint 31. okt. 1872 rituðu þeir sr. Benedikt Kristjánsson og Eggert Gunnarsson bréf til Jóns Sigurðssonar, þar sem þeir skýra honum frá því. að á fund- inum hafi verið ályktað í einu hljóði að nauð- syn bæri til að halda þjóðfund á Þingvöllum næsta vor. Ætti ætlunarverk fundarins að vera það að „glæða og treysta þjóðviljann og safna hinum sundruðu kröftum vorum.“ Var loks skorað á Jón „sem hinn ótrauðasta forvígis- mann þjóðfrelsis vors, í umboði fundarins og í nafni ættjarðarinnar, að sækja þennan Þing- vallafund“ jafnframt því, sem látið var í ljós traust á, að hann veitti lið í þessu máli. Eftir fundinn var reynt að afla samþykkt- um hans fylgis, en ekki tókst það að öllu leyti. Páll Vídalín féll að vísu frá andstöðu sinni við Þingvallafund, en lagðist hins vegar gegn því, að hann væri gerður að stjórnlaga- þingi. Var skoðun hans sú, að Þingvallafundur ætti að búa málið til þjóðfundar. Til þess að koma hér á einingu var fundur boðaður að Þingeyrum 5.—6. marz 1873, og komu þar saman helztu forvígismenn Hún- vetninga og Þingeyinga. Húnvetningar léðu ekki máls á því, að Þingvallafundurinn yrði gerður að stjórnlagaþingi, enda gæti slíkt engu skipt, nema vopnum stutt, en hins vegar var samkomulag um að halda Þingvallafundinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.