Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 73

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 73
ÞING V ALL AFUNDUR 1873 203 Var í ályktun fundarins talið rétt, að hvert kjördæmi sendi áskorun til næsta Alþings „um að halda fast fram réttindum þjóðarinnar og standa á móti því af öllu afli, er kæmi í bága við þau, og skyldu áskoranir þessar fyrst send- ast Oxarárfundinum til þess að hann gæti rætt þær og tekið ályktun eptir þeim, um hvað skyldi úr ráða; skyldi fundurinn síðan senda alþingi ályktun sína ásamt áskorunum þjóð- arinnar úr hverju kjördæmi, er sendar verði til alþingis“. Fundurinn taldi, að í áskorunum frá sýsl- unum skyldi um stjórnarbótarmálið fylgja eftirfarandi niðurlagsatriðum: „1. að þingið taki skarpt fram, hversu að réttindum landsins er misboðið með stjórn þeirri, sem nú er fylgt fram í landinu, og mótmæli öllu því, er kemur i bága við þau, og að það því sendi hans hátign konunginum til stað- festingar fullkomna stjórnarskrá fyrir Island, eptir því sem réttur landsins stendur til. En gæti það eigi öðlazt hans allra hæstu staðfestingu, þá fylgi þingið því fram, að nýr þjóðfundur verði samankallaður hér á landi sam- kvæmt kosningarlögunum 1849, og að fyrir hann verði lagt frumvarp til fullkominnar stjórnarskrár fyrir Island samkvæmt konunglegu heilyrði í opnu bréfi 23. sept. 1848, sem enn hefur eigi verið fullnægt“. Auk þess var í ályktuninni bent á, hvaða ástæður færa mætti fyrir niðurlagsatriðunum og voru höfuðatriði þeirra svipuð því, sem áð- ur hefur verið greint frá um ályktun fundarins að Stóru-Tjörnum 29. október. Sendi því fundurinn beiðni til Halldórs Kr. Friðrikssonar um að halda fundinn og lét hann „til leiðast“ eins og hann segir sjálfur frá, þótt hann hafi talið „að lítið gagn muni verða að Þingvallafundi“. Fulltrúar voru nú kosnir í kjördæmum landsins. Þingeyingar kusu Einar Ásmunds- son, sr. Benedikt Kristjánsson, sr. Björn Hall- dórsson í Laufási og Gísla Ásmundsson að Þverá, bróður Einars. Voru hinir tveir síðar- nefndu kosnir til vara. Hvorki Einar né sr. Björn fóru til fundarins og hefur ýmsum get- gátum verið leitt að, hvað valdið hafi. Urðu því fulltrúar Þingeyinga þeir sr. Benedikt Kristjánsson og Gísli Ásmundsson; kom sr. Benedikt síðar mjög við sögu fundarins. V. Þingvallafundurinn var settur 26. júní 1873 og voru þá komnir saman 36 þjóðkjörnir fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins, nema ísafjarðarsýslu. Auk þess sátu fundinn margir einstaklingar. Halldór Kr. Friðriksson setti fundinn með ræðu. Minntist hann sérstaklega á það „allsherjarmál, sem er mest áhugamál allrar þjóðarinnar, og sem þessi fundur sér í lagi er kosinn til að ræða.“ Bakt.i hann síðan sögu stjórnarbótarmálsins frá 1848 í stórum dráttum og nefndi sérstaklega síðustu atburði. Taldi hann að vísu enga vissu fyrir, að hve miklu leyti stjórnin tæki tillit til athuga- semda þingsins 1871 við frumvarp stjórnar- innar, sem fyrir var lagt, en að líkindum væru vonirnar litlar um verulegan árangur af þeim. Því næst segir svo frá ræðu hans í fundar- gerðinni: „Nú er þá sú spurning, sem sér í lagi liggur fyrir þessum fundi að ráða úr, hvað nú skuli gera, hvort hætta með öllu og leggja árar í bát, eður halda áfram sömu stefnu og meiri hluti Alþingis hefir gert, þegar mál þetta hefir komið til umræðu á þinginu, eður þá í 3. lagi breyta til og taka nýja stefnu. Þessi fundur á nú að skera úr því, hvort meiri hluti Alþingis hefir haldið þeirri stefnu fram í stjórnarmálum vorum, sem er samkvæm óskum þjóðarinnar, eður hvort þjóð vor er fráhverf þeirri stefnu og vill aðhyllast aðra nýja.“ Lýsti hann síðan fund settan og bað fundarmenn að kjósa formann eða fundar- stjóra. Var kosinn Jón Guðmundsson ritstjóri með samhljóða atkvæðum. Hér verður aðeins gerð grein fyrir þeim þætti fundarins, sem lýtur að afgreiðslu stjórnarskrármálsins,'en ekki getið um önnur efni, sem til umræðu voru tekin. Þess ber þó að geta, að í upphafi var nokkuð um það rætt, hverjir skyldu hafa málfrelsi og atkvæð- isrétt. Varð niðurstaðan sú, að allir skyldu liafa málfrelsi, en einungis kjörnir fulltrúar atkvæðisrétt. Á fundi, sem haldinn var eftir hádegi sama dag, var kosin 9 manna nefnd til að íhuga stjórnarmálið og hlutu þessir kosningu: Sr. Benedikt Kristjánsson í Múla, fulltrúi Þing-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.