Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 77

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 77
ÞINGVALLAFUNDUR 1873 207 sprottnar af því, að það hefði misskilið stöðu sína; það hafi álitið sig eins og þjóðfund; þingið hefði því með meðhöndlun málsins gengið út yfir sína competense“. Sr. Páll Pálsson leitaðist við að miðla mál- um. Lagði hann fram breytingartillögu, ef til- laga nefndarinnar yrði felld. Var sú tillaga síðar tekin upp af nefndinni og lögð fyrir fundinn daginn eftir. Ekki virðist þó hafa verið neinn málamiðlunarhugur í mönnum. Framsögumaður „kvað aðferð nefndarinnar þó aldrei geta spillt fyrir málinu, því að al- þingi gæti fyrir það tekið málið til meðferð- ar“. Kostnaðurinn væri eina ástæðan á móti sendinefnd, en hann værilítill. Jón Guðmunds- son taldi sjálfsagt, „að þessi fundur kysi menn- ina og þeir bæru síðan tillögur og óskir þessa fundar og meira hluta alþingis sameinaðar fram fyrir hans hátign konunginn“. Andrés Kjerulf, fulltrúi Norðmýlinga og Guðmundur Ólafsson, fulltrúi Borgfirðinga sögðu, „að væri sá vegur eigi farinn, sem nefndin benti á, þá væri alveg farið gegn þjóðarviljanum, minnsta kosti sinna kjósenda, því að sumir vildu fara enn lengra, þeir vildu leggja málið undir gjörð útlendra þjóða“. Þórður Þorsteinsson, hinn fulltrúi Borgfirðinga, kvað það, sem nefndin færi fram á, vera eindreginn þjóðar- vilja í sínu héraði. Jón Sigurðsson frá Gaut- löndum „kvaðst því vera kunnur, að það væri almennur þjóðarvilji, er nefndin hefði farið fram á, en hitt væri annað, hvort það væri heppilegt að fara því fram, þótt það væri þjóðarviljinn“. Fundinn taldi hann hafa löglegt umboð, þar sem á honum væru kosnir menn af allri þjóðinni. Það „væri heldur ekk- ert nýmæli, þótt fundurinn gjörði menn á konungsfund. . . . Að skjóta því til alþingis að velja mennina, álíti hann eigi heppilegt, því meiri hlutinn af alþingi hefði ætíð verið veikur og óvíst að hann yrði sterkari nú á næsta þingi“. Jón Guðmundsson „kvað það mótsögn að álíta þjóðarviljann ekki eins sterkt koma fram, ef hann kæmi frá þessum fundi og alþingi í sameiningu eins og frá þess- um fundi einum“ ... hann kæmi „ennþá sterk- legar fram, ef alþingið væri honum sammála og sendi í sameiningu við hann sínar óskir fyrir konung“. Menn mundu og vera fúsari til fararinnar, ef þeir fengju áskorun frá þess- um fundi og Alþingi í sameiningu, rétt væri hins vegar, að fundurinn tilnefndi mennina. Skafti Jósefsson „kvað formann (Jón Guð- mundsson) vega stórt á móti aðgjörðum nefndarinnar, en því yrði þó ekki neitað, að hér kæmi þjóðviljinn fram, og þessi þjóðvilji væri samþykkur meiri hluta alþingis, en ein- ungis bætt við nýju atriði, sem hann ekki vildi sleppa fyrir hrakspár annarra.“ Ýmsir tóku enn til máls og töldu ekki rétt, að nefndin færi fyrr en Alþingi hefði haft málið til meðferðar, en því var og hreyft, hvort það yrði ekki bindandi erindisbréf fyrir Alþingi, sem hér yrði ofan á. Matthías Jocli- umsson lagði til, „að þessi sendinefnd væri kosin hér á fundinum, og ef svo færi, að minni hlutinn yrði ofan á á alþingi, þá færu þeir á konungsfund, og bæru fram óskir þjóðarinn- ar sér í lagi um þau 3 atriði, að hún fengi jarl yfir sig og þingið löggjafarvald og fjár- forræði.“* Framsögumaður kvað „það óhugs- andi að ætla sér að setja þinginu reglur, þann myndugleika gæti enginn gefið þessum fundi“. Þá tók til máls Benedikt Sveinsson og and- mælti því, að fundur þessi hefði ekki vald til að gera menn á konungsfund, einstakir menn hefðu rétt til að koma fyrir konung sinn, minni rétt gæti ekki heil þjóð haft. „Sér fynd- ist aðferð nefndarinnar ekki mótstríða lög- legri velsæmandi aðferð né vera óheppileg.“ Stóðu umræður enn um hríð, og beindust þær einkum að sendiförinni og því atriði sér- staklega, hvenær heppilegast mundi að senda mennina, en umræðum var frestað áður en úrslit fengjust. VII. Daginn eftir, 28. júní var 5. fundur settur. Var auðsætt að reynt hafði verið að koma á málamiðlun, því að nefndin lagði í upphafi fundar fram breytingartillögu. Var hún sam- * Hér vantar greinilega eitt atriði í fundargerðina. Sjá nánar um þetta síðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.