Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 80

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 80
210 HELGAFELL hendur, ef hann væri samþykktur.“ Jón Sig- urðsson „kvað ekki gjöra neitt til, þótt hann ekki færi sendiförina, því þar til væru margir betur fallnir en hann. Hann væri að vísu „in- directe“ meðmæltur 1. töl[uliðj, en væri hann samþyktur hér á fundinum, en alþingi gjörði það ekki, þá gæti hann alls ekki tekið að sér að mæla fram með honum við konunginn“. Enn var nú gerð tilraun til sátta með því að sr. Páll Pálsson lagði til, að 1. töluliður væri tekinn upp í ástæðurnar. Jón Guðmundsson spurði þá, „hvort meiningin væri, að 1. tölu- l[iður] væri tekinn orðréttur inn í ástæðurnar eða einungis sem bending.“ Jón Sigurðsson svaraði og „tók það fram, að ástæðurnar fyrir kröfunum væri jafnréttiskrafa; það þyrfti því eigi að fara svo djúpt að tala um „personal“ unión, hún kæmi síðar af sjálfri sér“. Jón Sig- urðsson frá Gautlöndum „kvaðst eigi geta séð, að hér væri farið fram á meira en jafnrétti við Dani, en að því mætti ganga vísu, að ef 1. töluhiður] yrði felldur eða þótt hann yrði tek- inn upp í ástæðurnar, þá leiddi þar af þrí- skipting þingsins.“ Með þessu lauk umræðunum. Hvorugur vildi slaka til og Jón Sigurðsson frá Gaut- löndum gaf í skyn, að hann segði sig úr flokki Jóns Sigurðssonar, ef 1. tl. yrði ekki sam- þykktur. Var því auðsætt að frekari umræður voru til einskis gagns. Atkvæðagreiðsla fór nú fram, og var 1. tl. samþykktur með 24 atkvæðum gegn 7, 2.—5. tl. voru samþykktir í einu hljóði, en 6. tl. var samþykktur með 30 atkvæðum, einn greiddi ekki atkvæði. Þá var varatillaga nefndarinnar undir 1. tl. samþykkt með 30 samhljóða at- kvæðum, svo og niðurlagsatriði nefndarinnar undir 3. tl. um að fundurinn sendi ávarp til Alþingis, samþykkt í einu hljóði. Samþykktir fundarins í stjórnbótarmálinu voru nú orðnar sem hér greinir, og er þeim skipað í sömu röð og þær voru samþykktar: 1. Að fundurinn kjósi þrjú af landsmönnum og gefi þeim umboð sitt til að bera meðfylgjundi undirstöðu- atriði til frumvarps til stjórnarskrár banda Islandi ásamt með ávarpi fundarins, sem innihaldi óskir og vonir þjóð- arinnar í stjórnarbótarmáli voru, fram fyrir hans hátign konunginn, og geta þeir jafnframt tekið umboð frá þeim lduta Alþingis í ár, sem fer í sömu stefnu, og þess vegna skulu þeir ekki fara fyrr en eftir þinglok í sumar. Uiidirstöðuatriði til stjómarskrár handa íslandi 1. Að Islendingar séu sérstakt þjóðfélag og standi í því einu sambandi við Danaveldi, að það lúti hinum sama konungi og það. 2. Að konungur veiti Alþingi fuUt löggjafarvald og fjárforræði. 3. Að allt dómsvald sé hér á landi. 4. Að öll landsstjórnin sé í landinu sjálfu. 5. Að ekkert verði það að lögum, er Alþingi ekki sam- þykkir. G. Að konungur skipi jarl á Islandi, er beri ábyrgð fyrir konungi einum, en jarlinn skipi stjórnarherra með ábyrgð fyrir Alþingi. Til vara: að lians konunglegu liátign mætti þóknast að kalla sem allra fyrst saman þióðfund hér á landi með fullu samþykktaratkvæði, samkvæmt kosningarlögum 1849, og að fyrir hann verði lagt, frumvarp til fullkom- innar stjórnarskrár fyrir tsland. 2. Að fundurinn riti ávarp til Alþingis, setn haldið verður í sumar. og sendi þvi samrit að gjörðum fundar- ins, svo að þvi gefist kostur á, að láta álit sitt í ljósi um málefni þetta, og beini því í þá átt, er það sem ráðgefandi Alþingi álítur sér hlýða. Þá var og samþykkt að senda ávarp til konungs, og til að semja ávörp fundarins voru þessir kosnir: Sr. Páll Pálsson, Jón Guðmundsson, rit- stjóri og Sighvatur Árnason. IX. Þann 29. júní var haldinn 7. og síðasti fundurinn. Varaformaðurinn, sr. Stefán Thor- arensen setti fundinn og skoraði á menn að kjósa þrjá menn til að senda á konungsfund. Voru kosnir í einu hljóði: Jón Sigurðsson frá Kaupmannahöfn, Jón Guðmundsson, málaflutningsmaður (ritstjóri), Tryggvi Gunnarsson, alþingismaður. Til vara voru kosnir: Ásgeir Ásgéirsson, kaupmaður, ísafirði, Björn Jónsson, stud. jur. í Kaupmannahöfn (síðar ritstjóri). Þegar hér var komið, barst fundinum bréf frá Jóni Guðmundssyni, en hann hafði ekki verið á fundi síðan um miðjan daginn fynr, þar sem hann hafði verið kosinn í nefnd til að semja ávörp fundarins til konungs og Al- þingis. Ekki er kunnugt um efni bréfs þessa,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.