Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 81

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 81
ÞINGVALLAFUNDUR 1873 211 því að það er ekki með gögnum fundarins. Segir í fundargerðinni, að þar hafi verið sett fram óaðgengileg skilyrði, er álita yrði sem beina neitun. „Og með því fundarmaðurinn síra Matthías Jokkúmsson þá kvaddi sér hljóðs og gjörði kost á sér í heyranda hljóði að taka að sér sendiförina í stað J[óns] G[uð- mundssonar] og hét því, að hann skyldi einnig styðja hið umrædda og af fundinum þegar sam- þykta með atkvæðafjölda viðtekna fyrsta nið- urlagsatriði, þá var eigi annað að heyra af þeim umræðum fundarmanna en að þeir vildu óhik- að þiggja þetta framboð síra M[atthíasar] J[ochumssonar] og antaka hann sem 3. mann í aðalsendifararnefndina, en ekki til vara:“ Var sr. Matthías síðan kosinn í einu hljóði. Að þessu loknu var samþykkt ávarp fund- arins til Alþingis, en ávarpið til konungs var ekki fullsamið vegna tímaleysis. Var formanni falið að fullgera það með tilsjón skrifarans, sr. Páls Pálssonar. „Að því búnu stóð formaður upp og mælti nokkur orð til fundarmanna og sagði svo fundi slitið.“ X. Fundargerðir Þingvallafundarins eru ekki ýkja ýtarlegar og ekki alls kostar nákvæmar, eins og áður er að vikið. Þær eru til í hrein- skrift, en henni fylgir uppkast eða frumfund- argerð, sem vafalaust er rituð á fundinum sjálfum. Bókanir í henni eru ekki að öllu leyti glöggar og virðast ritaðar í miklum flýti. Ræður margra fundarmanna eru þar alls ekki bókaðar, heldur aðeins nöfn ræðumanna og strik fyrir aftan. Annað hvort hefur því það, sem eftir þeim er bókað í hreinskriftinni, verið skrifað niður eftir á samkvæmt minni, eða fundarritarar, sem voru tveir, skrifað ræður manna á víxl og síðan hafi eitthvað af frum- fundargerðunum glatazt. Þess má t. d. geta, að á 6. fundinum, þegar aðalumræðan fór fram um konungssambandið, er ekkert bókað eftir Jóni Sigurðssyni í frumfundargerð. Þar stend- ur aðeins nafn hans og strik á eftir. Þrátt fyrir þetta sýna þær, að verulegur ágreiningur hefur risið á fundinum og mál ver- ið rædd þar af nokkrum hita. Þær bera það og með sér, að skýrsla Víkverja um fundinn sé í höfuðdráttum rétt og geri ekki meira úr ágreiningi en efni standa til. Kemur og fram í fundargerðinni, að Jón Jónsson hefur setið fundinn og haldið bók um hann, því honum var af þeim sökum brugðið um njósnir. Um eitt atriði ber þó á milli. Víkverji greinir frá því, að Jón Sigurðsson hafi neitað að taka sæti í sendinefnd fundarins til konungs, og eru áður rakin þau ummæli, sem blaðið hefur eftir honum þar að lútandi. Hins vegar er Jóns Guðmundssonar að engu getið af þessu til- efni, nema í athugasemd, sem sr. Matthías Jochumsson sendi Víkverja til þess að gera grein fyrir aðdraganda þess, að hann var kos- inn í sendinefnd fundarins, en honum hafði ekki líkað fyllilega, hvernig Víkverji skýrði frá því. Segir sr. Matthías, að Jón Sigurðsson og Jón Guðmundsson hafi báðir beðizt undan setu í nefndinni, og hann (Matthías) verið kosinn í þeirra stað. Loks geta fundargerð- irnar einungis Jóns Guðmundssonar í þessu sambandi eins og áður er að vikið. Þetta atriði um kosningu í nefndina getur varla hafa farið fram hjá fundarriturunum, svo að telja verður, að Víkverji skýri hér rangt frá. Ummæli blaðsins eru þó engan veginn úr lausu lofti gripin. A kvöldfundi 28. júní viðhafði Halldór Bjarnason fulltrúi Mýramanna þau orð, að hann væri efabland- inn, hvort halda eigi 1. tl. fram, ef Jón Sig- urðsson sé honum svo mótfallinn, að hann vilji ekki takast á hendur sendiförina til konungs. Ólíklegt er, að orð þessi séu mælt algerlega án tilefnis, en fundargerðin skýrir ekki frá neinum ummælum Jóns um þetta atriði, nema þeim, sem hann viðhefur vegna ræðu Halldórs, en þar tekur hann fram, að hann geti ekki mælt með 1. tl. við konung, nema Alþingi samþykki hann einnig. Er langsenni- legast, að Jón hafi eitthvað að þessu vikið áður, þótt ekki sé það bókað í fundargerð, en fundargerðir virðast einmitt vera hér einna ónákvæmastar. Hafa ummæli hans þá verið skilin svo, að minnsta kosti af sumum, að hann færðist undan setu í sendinefndinni. Meðal þeirra, sem þannig litu á, hafa báðir verið, Jón
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.