Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 85

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Qupperneq 85
BÓKMENNTIR 215 sögu skemmtilega að vera bókmenntalegt sjmishorn. Hin breiða, margþætta (og langa) skáldsaga 19. aldarinnar hefir á síð- ari tímum klofnað í fjölmargar gerðir, og það hefir mörgum snjöllum nútímahöfundi mistekizt, sem ætlaði að sameina aftur hinar reyfaralegu og bókmenntalegu gerðir nútíma skáldsagnalistar. Björn Th. Björns- son er þar í góðuin hópi skipbrotsmanna. En stíllinn einn gefur Virkisvetri bók- menntalegt gildi að sínu leyti, því að hann, en hvorki atburðir né sögufólk ber vott um innlifun. Það er sanngjarnt, að ritdóm- ari geri grein fyrir fordómum sínum að svo miklu leyti sem hann veit af þeim, og ég verð að játa, að mér er þessi stíll ekki geðþekkur, svo að hann freistar mín ekki til lestrar. Hitt hlýtur hverjum manni að vera Ijóst, að hann er persónulegur og auð- kennilegur, jafnvel þegar höfundur fyrnir inál sitt til að ná fortíðarblæ á söguna. Hann er nokkuð andaktugur og hátíðlegur, hann er áberandi fremur en einkennilegur, blæmikill fremur en blæbrigðaríkur, yfir- gripsmikill fremur en nákvænmr, munúð- legur fremur en innilegur, ýtarlegur fremur en dramatískur. Hann er til dæmis svona (úr lýsingu á hestaati): Andrés rykkti í tauminn og setti um leið broddinn í nárann á folanum; hann sleit sig af og hóf sig, trylltur og blóðugur; þeir dönsuðu báðir á aft- urfótunum, börðust og hjuggust; fol- inn stóð hærra og barði blóðugum tönnunum niður í makkann milli eyrn- anna án afláts, beit og sleit. Þeir fóru niður, en prjónuðu á ný; Skarðshest- urinn hörfaði undan, barði fyrir sér með framfótunum, en folinn hvolfdi sér yfir hann með þórdunum, orðinn hamslaus, og lét nú alla kynngi sína ríða á hinum. Stíllinn er hér auðkennilegur, og lýsingin í heild nær að gefa til kynna snögg og mikil viðbrögð. En ef vel er að gáð, er það að- eins eitt atriði, sem gefur myndinni fullan skýrleik: „barði blóðugum tönnunum nið- ur í makkann milli eyrnanna án afláts." áíðasta setningin er alltof yfirgripsmikil og ódramatísk til þess að ná verulegum áhrif- um, hún fletur aftur út myndina og hylur línur hennar. Viðhöfn og orðafjöldi, háfleygt líkinga- mál og myndsmíðar eru augljós einkenni á stíl þessum, en persónulegasta auðkenni hans er allt að því líkamleg munaðartil- íinning, sem höfundur leggur í hátíðlega hrynjandi og mjúk, íburðarmikil orð. „Isi lagður fjörðurinn var gullbaldýraður, svo sem sólin glitaði þar möttul á feginsdegi sínum.“ Ef lesandinn kann að meta þessa setningu og einkum samt, ef hann finnur munaðartilfinninguna í setningu eins og þessari (og setur ekki fyrir sig dálitla óná- kvæmni í líkingum): „[Járningamaðurinn] jafnaði síðan undir, brá skeifunni á, og íjaðrirnar smugu í, líkt og smjöri er drepið á hleif,“ þá fer ekki hjá því, að hann hafi nokkra listræna nautn af stíl Björns Th. Björnssonar. En kostunum fylgja gallar, og það er c-ins og höfundi sé alltof sjaldan ljóst, að stór orð hafa minnsta merkingu. Hin langa lýsing á ferð Andrésar í stórhríðinni missir t. d. marks, þrátt fyrir mikinn hljóm og myndríki, af því að hún er líkust tilraun til að yfirgnæfa veðrið, svo að maður veit að Iokum ekki, hvort veðrið er bergmál af henni eða hún af veðrinu. Einhvern veg- inn tekst honum ekki að tína fram þau smáatriði, sem geri veðrið raunverulegt: þetta er táknhríð: Stórir menn grétu, menn sem höfðu brosað framan í dauðann og allt, og volgir taumarnir frusu niður í skegg- stæðið. Og þeir sem létu fallast, þeir grúfðu sig niður í mjúkt skjólið; þeir heyrðu snjóinn marra undan fótum og hófum fram hjá sér, fjær, og loks varð þögn. Sjónarhornið er of vítt, það miðast ekki nógu greinilega og stöðuglega við það, sem tilteknir menn reyndu í förinni. Það getur að vísu verið nokkurt smekksatriði, hvað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.