Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 87

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 87
BÓKMENNTIR 217 greina aftur og aftur með nýju móti skáld- skapargildi þeirra skáldverka, sem hann fjallar um, eða vöntun þess, þá fer ekki hjá því að mikið af erfiði hans verður fólg- ið í því að bægja frá óviðkomandi eða ónothæfum sjónarmiðum. Stundum verður áreiðanlega ekki nær markinu komizt með öðru móti en þeirri neikvæðu viðleitni. Skáldskap má nálgast að ýmsum leiðum, þó að ein verði aldrei sniðgengin að skað- lausu: sú að lesa hann eins og hann kemur fyrir. Að gera æsku höfundar mælikvarða á verk hans er ekki raunhæft, af því að æskuljóð manna hafa ekki nógu mörg sam- eiginleg skáldskapareinkenni, og leiðir til þess, að menn fara á mis við þann ábata, sem þeir kynnu að hafa af verkinu: þeir laga það þá til eftir hugmyndaheimi sín- um í stað þess að laga hann eftir því. Allur fróðleikur um þann, sem samdi verkið, er mikils virði, en hann getur engu breytt um skáldskapargildi verksins. Þess vegna á hann ekki og má ekki hafa áhrif á mat okkar á skáldskap, nema óbeint, að því leyti, sem þekking á þeim manni, sem liöfundur hefir að geyma, athöfnum hans og æviferli, eykur reynslu sjálfra okkar. En, eins og fyrr segir, eru ýmsar leiðir til að nálgast skáldskap, og á hinn bóginn ýmsar leiðir til lesandans — skáldið stend- ur óðara betur að vígi gagnvart honum, ef það getur komið honum á óvart. Að minnsta kosti er þá athygli lesanda vakin, ef hann undrast, að ungur maður skuli yrkja jafn-fullkomin kvæði og Hannes Pétursson gerði í Kvæðabók sinni og síð- an. Slík undrun er heilbrigð, en kvæðin hvorki betri né verri fyrir að vera eftir ungan mann. Hannes Pétursson er ungur maður, en þroskað skáld, og höfuðeinkenni þessa skáldskapar eða öllu heldur hreyfingin á bak við hann er ástríðulítil en tilfinninga- rík leit að jafnvægi. Tilfinning hans er skynsamleg í tvennskonar merkingu: hún er hófstillt, og hann kann að gæða hugsun sína tilfinningu, kenna hugsunar sinnar, sem er annað en hugsa með tilfinningum sínum, og sjaldgæfari hæfileiki. Kvæði hans verða nær aldrei óhlutbundin tilfinn- ingamál, enda þótt hann yrki oft um hefð- bundin Ijóðræn efni, sem hafa frá fornu fari orðið skáldum að þess konar Ijóðrænni upphrópun, sem stafar af aðskilnaði til- finningar og hugsunar eða einangrun per- sónulegrar reynslu frá almennri. Þegar hann freistast til slíkrar upphrópunar geta línur hans orðið hversdagslegar og mátt- litlar: Enn kom vorið. Allt er á sínum stað. Elskum hið vaknandi líf! Rísum frá dauðum! Þessi tónn er honum ekki laginn, og það kann að vera bættur skaði. Hann er bezt- ur þegar hann hugsar í myndskynjunum, skynjar hugsun sína eins og í kvæðinu um Kóperníkus eða Maríu Antoinette. Jafnvægisskyn hans kemur glöggt fram í meðferð hans á andstæðum myndum eða líkingum: Ég var ungt vín og súrt. Nú er haust og safi minn er sætur. Þunnur, haldlílill hjúpur liylur líkamann granna sem í nótt varð dimmur og djúpur. Bezt kemur það þó í Ijós, þegar hann notar tvær myndir, sem jafngilda hvor annarri, aðra raunverulega, hina hugskynj- aða, til að gefa heilu kvæði spennu og af- marka það. Sæluvika er gott dæmi. Fyrst kemur „raunsæ“ lýsing á hátíðinni, síðan þessi mynd: Sælu-vika, rauða, fjölæra rós sem rennur upp úr mölinni niðri hjá sjónum, teygist til himna, breiðir blöðin ]iar sundur og bylgjast, þínum ilmi vindurinn slær langt fram á heiðar og út fyrir eyjarnar tvær. En þetta jafnvægisskyn birtist öðrum þræði sem dramatískur hæfileiki. Hannes kann að láta kvæði gerast á stuttu andar- taki, láta þau vega salt á nálaroddi:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.