Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 98

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 98
228 Ur einu í annað Þá hló marbendiU Meinleg örlög hafmeyjarinnar litlu í Eeykja- víkurtjörn og viðbrögð manna við þeim eru ofurlítill þáttur íslenzkrar menningarsögu. Hún fæddist vestur við Kyrrahaf, ein af ótal hafmeyjum hinna hvítu sanda Kaliforn- íu. Þar hefði hún getað dvalið langa ævi óá- reitt og án þess að vekja óþægilega athygli nokkurs manns í saltri sundlaug með stall- systrum sínum. En enginn má sköpum renna. Lýsing hennar og ljósmyndir berast hingað á norðurhjara heims og lenda í höndum lista- verkanefndar Reykjavíkur. Nefndin öll — nema kvenlistfræðingurinn — lýkur upp ein- um rómi um að bera upp bónorð við haf- meyna. í köldum íslands álum úði og grúði frá fornu fari af marbendlum, og var ekki kominn tími til að hýrga hjarta þeirra með hafmeyjarbrosi ? Hversvegna átti Kaupmanna- höfn að státa af liafmey, íslenzkri að lang- feðgatali, og höfuðstaður íslands að vera haf- meyjarlaus? Hafmeyjan lét glepjast af hinu glæsilega boði. Hún hélt til Ítalíu til þess að búast brúðarskarti. En nú hófust raunir hennar. Hún hálsbrotnaði og hryggbrotnaði, en með góðri aðhlynningu fekk hún mikinn bata og loks náði hún leiðarlokum. Biðlarnir tóku henni með blíðu, en sýndist hún of veik- byggð til þess að sitja í söltum sjá á Kol- beinshaus eða Gróttutöngum. Því var tekið sama ráð og með grænlenzku sauðnautin forð- um, sem af gæzku ráðamanna Reykjavíkur var fengin beit á sjálfum Austurvelli. Skrýtinn stautur var rekinn niður í Tjörn- ina og hafmeyjan sett á stautinn, skrýdd strigapoka. Rétt eftir messu einn sunnudag í kalsaveðri hittist listaverkanefndin og ör- fáir menn aðrir og drógu pokann af meynni. Það var eins og þeir hefðu átt von á því að hún yrði eitthvað feimin við Reykvíkinga — eða hún skammaðist sín fyrir að vera í ósöltu vatni — því að hún var látin snúa baki í alla þá sem leið áttu eftir Tjarnargötu en andlitinu að fáfarnasta hluta Tjarnarbakk- ans, óræktarflaginu í útnorður af rústum ís- bjarnarins. Og nú kom óartin upp í Reykvíkingum. Gárungarnir sungu til hennar „Tjarnarskvís- an beinaber“; það var eins og menn skildu ekki að kuldinn og áreynslan við að halda jafnvægi á stautnum gerði hana dálítið stífa á baksvipinn — eina svipinn sem þeir þekktu. niður fyrir augum manns áður en sekúnda er Iiðin. Þær eru lítilsvirði ef tengslin við formklasann eru rofin af skyndingu. Ekkert virðist geta komið í stað snertingarinnar á léreftinu. En hvar er þá formið? Ég skal játa hreinskilnislega, að ég get ekki bent lesand- anum á neina aðferð til að snuðra það uppi. A hinn bóginn þykist ég vita, að það sé aðeins örsjaldan niðurkomið innan ramma yfirborðs- flatanna. Ég hygg, að það sé miklu oftar sett saman úr mörgum skákum eða brotum úr skákum, deplum, flekkjum eða línum. Sann- leikurinn er sá, að við munum aldrei geta þreifað á því í eiginlegri merkingu orðsins, af því að það er ekki hráefnismagn á sérstökum stað í myndinni heldur samþjöppuð, aðskorin og lífræn heild, sem vex eins og æxli í tilfinn- ingalífi okkar. Ég gæti, ef til vill, skýrt þetta sjónarmið betur með því að vitna til persónulegrar reynslu. Þegar ég er að vinna að málverki kemur það ekki sjaldan fyrir, að flöturinn heldur áfram að vera óráðin gáta löngu eftir að búið er að fylla út í grindina með hvítu, rauðu, bláu, brúnu, gulu eða svörtu. Hann er að vísu ferskur og lifandi en við getum hvorki greint upphaf hans eða endi. Hann orkar á hugann eins og víður, heiðblár him- inn eða spegilsléttur sær. En svo gerist það dag nokkurn, að flöturinn dregst saman á litlum bletti: í stað kulda kemur funi, í stað víðáttunnar samþjöppun, en fylling, næring, nautn, þar sem tómleikakenndin réði ríkjum. A slíkum stundum þykist ég skynja æðaslátt formsins betur en nokkru sinn fjrrr. Og þá skiptir raunar litlu, hvort ég er þess megn- ugur að gefa öðrum hlutdeild í reynslu minni. Hjörleijur Sigurðsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.