Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 102
232
HELGAFELL
er skylda fræðimanna að leiðbeina öðrum,
og leiða þá til skilnings á málefnum svo þeir
geti sjálfir tekið afstöðu til þeirra.
Hafi dómgreind mín ekki þegar brugðizt
við þessa röksemdafærzlu, þá hefir greinum
þínum um efnahagsmál verið ætlað þetta
hlutverk. En þá fæ ég ekki betur séð, en að
þér hafi brugðizt bogalistin í veigamiklum
atriðum.
Þetta kastar þó engri rýrð á sérþekkingu
þína eða gáfur, því það er bæði alþekkt fyrir-
brigði og auðskilið, að hámenntaður gáfu-
maður getur stundum verið lakari kennari
fvrir byrjendur, en sá sem lítið meira hefir
lært en þau undirstöðuatriði, sem hann á að
kenna, en sjálfur þurft talsvert fyrir því að
hafa að öðlast á þeim fullan skilning.
Ég hygg að öll kennsla komi að beztu
gagni hjá þeim kennara, sem tekur sérhvert
viðfangsefni, sem einhvers skilnings krefst,
og greiðir það sundur í einfalda þætti, svo
nemandinn þurfi ekki að melta nema lítið í
einu, en tengir þættina síðan aftur saman með
nærfærni á skipulegan hátt.
Hafi tilgangur greina þinna á annað borð
verið sá, að leiðbeina, þá hefur þú flaskað á
því er sízt skyldi, en það er að hafa ekki
glögg skil milli stjórnmála og hagfræði. Þessi
mistök hlutu að leiða til pólitískra deilna,
sem feyktu burtu hinu fræðilega gildi grein-
anna. en skildu aðeins eftir pólitískan áróður,
sem verkaði á tilfinningar meira en skynsemi.
Við rólega athugun á greinum þínum í
tveim síðustu heftum Nýs Helgafells og
Stúdentablaðsins 1. des. virðist mér augljóst,
að það sé sannfæring þín, að um enga færa
leið sé að ræða í efnahagsmálum okkar, nema
„friáls verðmyndun“ sé höfð að leiðarljósi.
Ahugi þinn á því að vinna þessari stjómmála-
skoðun fylgi leitast siðan við að sveigja alla
þræði að þessu marki, og þar lenda þeir í
hálfgerðan dróma, sem erfitt er að greiða
úr. En til þess er þó orkunni eytt, og fræði-
maðurinn hefir því ekki tíma til að rekja
þá þræði, er ótvírætt vísa í aðrar áttir. Þeir
þræðir eru gripnir með handbragði stjórn-
málamannsins, slitnir frá og kastað í ruslið,
sem ónýtum spottum.
Þetta er kannske harður dómur, enda við
það miðaður, að til þín séu gerðar miklar
kröfur. Mér er það vel Ijóst, að það er ekki
auðvelt verk að aðgreina stjórnmálaáhuga
og fræðimennsku, og sízt þegar fræðigreinin
er jafn nátengd stjórnmálunum eins og hag-
fræðin er. Ég ætla því ekki að eyða takmörk-
uðu rúmi í það að styðja dóm minn með til-
vitnunum í greinar þínar, en meta það meira,
að sýna fram á, að hin vandasama aðgreining
er ekki ómöguleg. En til þess hefi ég valið
kafla úr gamalli grein eftir hagfræðing, sem
ég efast ekki um að þú metur — sem traustan
samherja, eða verðugan andstæðing, eftir því
sem við á.
„Flestir eru á einu máli um það, að verð-
bólga sé félagsleg meinsemd, sem eigi að fyrir-
byggja með opinberum aðgerðum, en þegar
til framkvæmda kemur skiptast leiðirnar,
eins og reyndin hefir líka orðið við meðferð
málsins hér. Hver er ástæðan? Hún er sú, að
þetta vandamál verður aldrei leyst nema á
kostnað ákveðinna aðila, sem vegna íhlut-
unar ríkisvaldsins fá minna í sinn hlut af
efnalegum gæðum en ella hefði orðið. Af
þessu leiðir, að ekki er hægt að benda á vís-
indaleg ráð gegn verðbólgunni. Skoðun hag-
fræðingsins sem slíks um það, hvað beri að
gera, er þar engu rétthærri en álit hvers ann-
ars borgara." .... „Það sem hér verður sagt
um leiðina, sem hefði átt að fara til að fyrir-
bvggja það öngþveiti, sem ríkjandi er í verð-
lagsmálum þjóðarinnar, er mótað af því, sem
eftir ástæðum verður að teljast sanngjarnt
og viðeigandi frá félagslegu sjónarmiði höf-
undar.“
Hér er komið að landamærum vísinda og
stjórnmála, og skal ekki lengra haldið að
sinni. Þó er mér ofarlega í huga efni í annað
bréf, en það er óunnið, og fer eftir ýmsu,
hvernig sú úrvinnsla verður, og hvenær og
hvort það verður sent.
Ég kveð þig svo með ósk um gott og farsælt
nýtt ár, og einnig þeirri ósk, að aldrei skapist
slíkt ástand á íslandi, að sterku valdi verði
misbeitt svo freklega, að okkur bresti kjark
til að deila um markmið og leiðir.
Á jólunum 1959
Hennann Jónsson