Helgafell - 01.10.1946, Síða 3
HELGAFELL
TIMARIT
U M BÖKMENNTIR OG ÖNNUR MENNINGARMÁL
RITSTJÓRAR
MAGNUS ÁSGEIRSSON OG TÓMAS GUÐMUNDSSON
IV. ÁR OKTÓBER 1946
l^EGAR HELGAFELL vitjar nú lesenda sinna, seint og um síðir eins
og stundum áður, telur það sér mikinn ávinmng og heiður að mega
flytja þeim að forustugrein hina merkilegu ritgerð prófessors Sigurðar
Nordals um heimflutning íslenzkra handrita frá Danmörku. Þótt ýmsir
aðrir hafi gerzt til þess að skrifa vel og maklega um þetta mál til stuðn-
íngs og skýringar sjónarmiði vor íslendinga, er væntanlega samt á engan
hallað með þeirn staðhæfingu, að greinargerð Sigurðar Nordals beri mjög
af öðru, er um það hefur verið ntað, að hófsemd, rökvísi og þekkingu.
Hitt verður höfundinum naumast láð, þó að hann láti ógetið þeirrar stað-
reyndar, sem ýmsum lesandanna mun aftur á móti verða ofarlega í huga,
að fáir íslendigar hafa með starfi sínu sannað betur hinn siðferðilega
rótt vorn til þessara menmngarverðmæta, og að á margan hátt mundum
vór enn um hríð eiga óhægra með að kalla eftir þeim, ef hans hefði eigi
notið við síðasta mannsaldurinn.
Sigurður Nordal varð sextugur í haust, hinn 16. september. Er þess
að vænta, að hann hafi þá með nokkrum hætti orðið þess var, að afrek
hans og áhrif eru þjóðinni hugstæð og kær, og í Sýniskveri íslenzkra sam-
tíðarbókmennta, afmælisnti, sem honum var fært þennan dag, eru honum
goldnar maklegar þakkir „fyrir ómetanlegt forustuhlutverk í bókmennt-
um og menningarlífi þjóðarinnar og þá leiðsögn og örvun, sem íslenzkir
nútímahöfundar eiga honum sórstaklega upp að unna“. Mun enginn geta
sagt, að hér só of djúpt tekið í árinni, og er þá samt aðeins getið þess