Helgafell - 01.10.1946, Síða 15

Helgafell - 01.10.1946, Síða 15
GUNNAR GUNNARSSON: DJÚPIR ERU ÍSLANDS ÁLAR Á fáu hefur mig undrað meira á lífsleiðinni en því, hve mennirnir í kringum mig virtust óglöggir á hættur, sem mér sýndust yfirvofandi. A þetta einkum við um Norðurlönd eftir heimsstyrjöldina fyrri og þó alveg sérstaklega um Danmörku. Eins og þeirri styrjöld lauk og eins og til Þjóða- bandalagsins sæla var stofnað var bersýnilegt, að þar var ekki og gat aldrei orðið neins öryggis að vænta smáþjóðum, enda kom það brátt í ljós. Dan- mörk var meira að segja að styrjaldarlokum mun verr sett en áður; hafði þegið land af sigurvegurunum og þeir látið uppi, að um eitt skeið hefði verið til yfirvegunar að setja her á land á vesturströnd Jótlands, og þó að hið þegna land væri gamalt danskt land og því aðeins endurheimt og þegnarnir mest- megnis danskir og ekki hefði af innrásinnni orðið, voru Þjóðverjar manna líklegastir til að verða minnugir á hvort tveggja. Gegn hættum þeim, er sjá mátti fyrir, þegar ný styrjöld brytist út, voru öruggar varnir vitanlega ekki til. Samt hefði verið sjálfsagt að reyna ein- hvern veginn að afstýra þeim. Aðalhættan fyrir Norðurlönd var augljóslega sú, að þau voru sundruð og vígbúnaður þeirra í molum, nema í Svíþjóð einni. Lá því beint fyrir að reyna að leiða mönnum fyrir sjónir hættuna, reyna að vekja almenning til meðvitundar um þá sameiginlegu hættu, er yfir löndunum vofði, reyna að fá stjórnir landanna og áhrifamenn til að hefjast handa, meðan tími var til. Þetta var reynt af ýmsum mönnum og með mörgu móti, en af fram- kvæmdum varð ekki, allt drukknaði í blaðri og bollaleggingum, því miður voru jafnvel samherjarnir ekki alltaf sammála, enda varð árangurinn af starfinu harla lítill, ef nokkur. Sumir álitu, að norrænt ríkjasamband eða ríki væri sú lausn, er bezta von gæfi um, að hægt yrði að vernda hlutleysi landanna, hvað sem á dyndi, eða að minnsta kosti tryggja sjálfstæði þeirra eftirá. Þetta var mín skoðun, og ég trúi því fastlega enn í dag, að hefðu Danmörk og Noregur þekkt sinn vitjunartíma og leitað til Svía um varnar- bandalag, mundi ekki hafa komið til innrásar í þessi lönd, og ef til vill ekki heldur í Finnland, hefði það verið aðili hins norræna bandalags. En að tala við Norðurlandabúa um sameiginlegar ráðstafanir til verndar frelsi þeirra og menningu var á þeim árum eins og við steininn talað, nema hvað steinninn þegir, en þeir áttu það til að svara skætingi. Stundum kom and- staðan úr ólíklegustu átt, svo sem frá Norrænu félögunum, sem í þann tíð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.