Helgafell - 01.10.1946, Side 16

Helgafell - 01.10.1946, Side 16
198 HELGAFELL höfðu ekki ennþá áttað sig á því, að menningarsamband er næsta brothætt, nema þar sem sameiginlegur hagnaður og helzt sameiginlegt stjórnarkerfi styðja það. Annars voru ástæðurnar til hins hörmulega og afdrifaríka tómlætis Dana, Norðmanna og Svía um mál, sem líf þeirra, frelsi og raunar gervöll tilvera valt á, margar og sín úr hverri áttinni. Danir eru menn makráðir; þeir vildu gjarnan þiggja liðsinni, ef bauðst, en að leggja á sig strit og aukin gjöld til landvarna var allt annað mál. Lokasvar þeirra var alla jafna: Hvað höfum við að gera við norrænt bandalag ? — við höfum Þjóðabandalagið ! Norð- menn orðuðu sitt svar á aðra lund, en útkoman varð sízt þægilegri áróðurs- manninum. Við umræður í Stúdentafélaginu í Niðarósi reis á fætur einn ágætur Norðmaður og mælti svo til málshefjanda: Hafið þér eiginlega gert yður ljóst, hvernig þetta ferðalag yðar og áróður hlýtur að taka sig út í augum allra góðra Norðmanna ? Hafið þér gleymt því, að við höfum ekki verið sjálfráðir um mál okkar nema svo sem aldarfjórðung, eftir að hafa verið undirlægjur fyrst Dana og síðan Svía öldum saman og á þessum myrku öldum týnt tungu okkar að mestu ? Þjóð, sem þannig er ástatt um, eruð þér að reyna að ginna inn í samband og jafnvel samábyrgð við Dani, sem Þjóðverjar ógna og ef til vill líka Finna, er stafar dauðans hætta af Rússum — okkur, sem engin hætta stafar nokkurs staðar frá! Málflytjandi svaraði hinum ágæta Norðmanni hógværlega,- að sér þætti leitt ef líta mætti svo á, að uppástungur sínar væru of nærgöngular við heiður og sjálfstæði Norð- manna, þeim og engum öðrum bæri vitanlega að ákveða, hvernig þeir leituðu öryggis í viðsjálli veröld, hins vegar hlyti sér að leyfast að enda orð sín með því að segja, að yrði það hlé, sem við nú nytum góðs af milli tveggja styrjalda, ekki notað til sameiningar Norðurlanda, mundi sú sam- eining annað tveggja aldrei ná fram að ganga eða kosta blóð og tár. Ein- hverir fleiri muna þessar fimmtán ára gömlu umræður; fyrsta kveðjan sem málflytjanda barst frá Noregi, eftir að friður komst á, var frá Stúdenta- félaginu í Niðarósi. — Um afstöðu Svía í málinu var ekki jafn ljóst og hinna þjóðanna. Einslega báru þeir því við, að færi þeir að beita sér í mál- inu myndu Norðmenn og Danir undir eins saka þá um ásælni, en inn á við gæti þeir á hinn bóginn ekki boðið sinni eigin þjóð upp á varnarbanda- lag við aðila, er legðu hlutfallslega miklu minna af mörkum til landvama og engan vilja sýndu til að auka viðbúnað sinn, öfugt við. Sér hver maður í hendi sér. að báðar þessar viðbárur voru á rökum reistar, en stundum verður að gera fleira en gott þykir og þægilegt er. Dirfska Svía og ráðsnilld bjargaði sjálfum þeim, þegar á herti, en þar við sat. Það væri ósanngjarnt að álasa þeim fyrir þessa sjálfgefnu takmörkun; en miklar þakkir myndu þeir hafa þegið eftir á, mikið hrós og hól, hefði dirfska þeirra og ráðsnilld megnað á friðarárunum milli stríðanna að skapa varnarbandalag, er verndað hefði einnig nágranna þeirra og bræður. Þetta var nú í stórum dráttum aðstaðan, þegar síðari heimsstyrjöldin dundi yfir. Árin milli stríðanna voru óskapleg ár fyrir þá, sem opin höfðu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.