Helgafell - 01.10.1946, Side 16
198
HELGAFELL
höfðu ekki ennþá áttað sig á því, að menningarsamband er næsta brothætt,
nema þar sem sameiginlegur hagnaður og helzt sameiginlegt stjórnarkerfi
styðja það.
Annars voru ástæðurnar til hins hörmulega og afdrifaríka tómlætis Dana,
Norðmanna og Svía um mál, sem líf þeirra, frelsi og raunar gervöll tilvera
valt á, margar og sín úr hverri áttinni. Danir eru menn makráðir; þeir vildu
gjarnan þiggja liðsinni, ef bauðst, en að leggja á sig strit og aukin gjöld til
landvarna var allt annað mál. Lokasvar þeirra var alla jafna: Hvað höfum
við að gera við norrænt bandalag ? — við höfum Þjóðabandalagið ! Norð-
menn orðuðu sitt svar á aðra lund, en útkoman varð sízt þægilegri áróðurs-
manninum. Við umræður í Stúdentafélaginu í Niðarósi reis á fætur einn
ágætur Norðmaður og mælti svo til málshefjanda: Hafið þér eiginlega gert
yður ljóst, hvernig þetta ferðalag yðar og áróður hlýtur að taka sig út í
augum allra góðra Norðmanna ? Hafið þér gleymt því, að við höfum ekki
verið sjálfráðir um mál okkar nema svo sem aldarfjórðung, eftir að hafa
verið undirlægjur fyrst Dana og síðan Svía öldum saman og á þessum myrku
öldum týnt tungu okkar að mestu ? Þjóð, sem þannig er ástatt um, eruð
þér að reyna að ginna inn í samband og jafnvel samábyrgð við Dani, sem
Þjóðverjar ógna og ef til vill líka Finna, er stafar dauðans hætta af Rússum
— okkur, sem engin hætta stafar nokkurs staðar frá! Málflytjandi svaraði
hinum ágæta Norðmanni hógværlega,- að sér þætti leitt ef líta mætti svo
á, að uppástungur sínar væru of nærgöngular við heiður og sjálfstæði Norð-
manna, þeim og engum öðrum bæri vitanlega að ákveða, hvernig þeir
leituðu öryggis í viðsjálli veröld, hins vegar hlyti sér að leyfast að enda orð
sín með því að segja, að yrði það hlé, sem við nú nytum góðs af milli
tveggja styrjalda, ekki notað til sameiningar Norðurlanda, mundi sú sam-
eining annað tveggja aldrei ná fram að ganga eða kosta blóð og tár. Ein-
hverir fleiri muna þessar fimmtán ára gömlu umræður; fyrsta kveðjan sem
málflytjanda barst frá Noregi, eftir að friður komst á, var frá Stúdenta-
félaginu í Niðarósi. — Um afstöðu Svía í málinu var ekki jafn ljóst og
hinna þjóðanna. Einslega báru þeir því við, að færi þeir að beita sér í mál-
inu myndu Norðmenn og Danir undir eins saka þá um ásælni, en inn á
við gæti þeir á hinn bóginn ekki boðið sinni eigin þjóð upp á varnarbanda-
lag við aðila, er legðu hlutfallslega miklu minna af mörkum til landvama og
engan vilja sýndu til að auka viðbúnað sinn, öfugt við. Sér hver maður í
hendi sér. að báðar þessar viðbárur voru á rökum reistar, en stundum
verður að gera fleira en gott þykir og þægilegt er. Dirfska Svía og ráðsnilld
bjargaði sjálfum þeim, þegar á herti, en þar við sat. Það væri ósanngjarnt
að álasa þeim fyrir þessa sjálfgefnu takmörkun; en miklar þakkir myndu
þeir hafa þegið eftir á, mikið hrós og hól, hefði dirfska þeirra og ráðsnilld
megnað á friðarárunum milli stríðanna að skapa varnarbandalag, er verndað
hefði einnig nágranna þeirra og bræður.
Þetta var nú í stórum dráttum aðstaðan, þegar síðari heimsstyrjöldin
dundi yfir. Árin milli stríðanna voru óskapleg ár fyrir þá, sem opin höfðu