Helgafell - 01.10.1946, Page 18

Helgafell - 01.10.1946, Page 18
200 HELGAFELL samningum eftir styrjaldir. En Kér er sá hængur á eins og fyrri daginn, að norrænt ríkjasamband er ekkert til og jafnvel ekki fyrirsjáanlegt. Kemur því fyrst um sinn aðeins til yfirvegunar fyrir okkur íslendinga, hvernig við eigum að haga þeim samskiptum við Norðurlönd, sem ástæður leyfa og eðlileg eru skyldfólki. En þar erum við vitanlega ekki ein til ákvörðunar. Sagan um sambúð okkar til þessa við Norðurlöndin austan Atlanthafs skal ekki rakin hér að neinu ráði, en á því þarf okkur ekki og má okkur ekki vera nein launung, að við þykjumst ekki hafa hagnazt tiltakanlega á þeim samskiptum hingað til. Norrænum forferðrum okkar og formæðrum eigum við að þakka baldinn lífsvilja og bein í nefi, en harla lítið þar fram yfir. Eftir að við höfðum fundið eyjuna hvítu og stofnað hér fyrsta norræna lýð- veldið, innbyrtu Norðmenn okkur nauðuga viljuga með öruggri aðstoð ís- lenzkra kvislinga.og var í því tilefni drepinn Snorri.þótti ekki nógu þægur ljár í þúfu, en ekki velgdi Norðmenn við síðar meir að innbyrða einnig verk hans í ritsafn, er þeir nefndu: Norsl^ar þjóðarbólzmenntir. Annars var fjötrinum smeygt á okkur með svo nefndum sáttmála, er átti að tryggja okkur sjálf- ræði innan sambandsins, en linlega þótti okkur sáttmáli sá haldinn frá upp- hafi vega, enda var hann loks að engu hafður. Grálynd örlög höguðu því þannig, að Norðmenn urðu sjálfir að kanna þá stigu, sem þeir höfðu ginnt og hrakið okkur út á; lentum við með þeim undir Dani, en þá tók sízt betra við. Með svokallaðri siðbót var smalað út úr landinu eignum og dýrgripum kirkna, klaustra og óþægra einstaklinga, og höfum við aldrei að fullu beðið þess bætur; frumbýlingar vorum við áður, eftir siðbótina frægu máttum við heita öryrkjar. Vitanlega varð einnig í því tilefni að drepa okkar beztu menn, og voru þar kvislingar enn að verki og aðstoð þeirra vel þegin. Já, sagan er ekki falleg, en hún er sönn, og hef ég þó alveg hlaupið yfir síðari tíma siðbætur, svo sem verzlunarfróðleik, er okkur var færður með prýðilega skipulagðri einokun og hýðingum treggáfaðra lærisveina, en sem sárabótum var inn á milli fleygt í okkur náðargjöfum og námsstyrkjum og var vel séð, að við þökkuðum það kyrfilega með bukki og beygingum. Hverjum eigum við að þakka, að þessir tímar eru liðnir og tætlunum af þeim þeytt út í veður og vind, svo sem hefði kjarnorkusprengja verið að verki ? Frændum okkar á Norðurlöndum eigum við það því miður ekki að þakka. Við höfum orðið að standa í því sjálfir og einir, nema hvað við áttum vini sem studdu okkur austan Atlantshafs og vestan. Hvort þær þjóðir, sem studdu okkur til endanlegra framkvæmda með því að viðurkenna sjálf- stæði okkar, gerðu það í algerlega óeigingjörnum tilgangi, um það mun sagan fjalla. Frelsi okkar höfum við þegið fyrst og fremst úr eigin hendi og við ætlum að reyna að halda á því í hvívetna, eftir því sem ástæður leyfa, og að minnsta kosti sjálfir ákveða, hverja sáttmála við gerum við hvern og einn. Ekki er því að leyna, að aðstaða okkar í bili er bæði tvísýn og tvíræð, en í því eigum við sammerkt heiminum gervöllum. Táknræn um aðstöðu okkar og vanda eru nokkur orð í bók, sem enski vísindamaðurinn Julian Huxley gaf út nýlega og kallar On Living in a Revolution. Ræðir hann þar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.