Helgafell - 01.10.1946, Page 19

Helgafell - 01.10.1946, Page 19
DJÚPIR ERU ÍSLANDS ÁLAR 201 meðal annars um hugtak, er hann nefnir „political colonies“ og telur þar undir Gíbraltar og — sjálfsagt í mesta sakleysi — Island. Er slíkt ekki beint efnilegt til álits, en á hinn bóginn ekki ófróðlegt að sjá, hvernig menn ósjálf- rátt líta á smáland undir hervernd. Vel mætti svo fara, að við yrðum á ný ginntir eða hraktir, valdi beittir, ofurliði bornir — af einum eða öðrum. Aðstaða okkar á þessu augnabliki er sannarlega ekki öfundsverð. Og það eru dimmir tímar fram undan fyrir okkur sem aðra, á því er enginn vafi. Þó getur úr þessu rætzt, og mér liggur við að segja, að það verði að rætast úr því, ef vilji til góðrar samvinnu er fyrir hendi hjá þeim, sem mestu ráða. Við erum smælingjar á því þingi, og þau orð, sem við leggjum í belg, verða varla ofmetin, en þó ættu þau ekki að verða til annars en góðs. Hví skyldi draumar mannkynsins um friðsamleg bandaríki hnattarins ekki rætast að lokum ? Við erum bjartsýn hér á þessum hólma. Við höfum fyrr og síðar verið valdi beitt og vitum, að vald er fullvalt. Við erum með þeim ósköpum fædd að vona því fastlegar sem meir að syrtir — þykja ekki ,,þokan voðalig“. Enn munum við þurfa á bjartsýni að halda og langdrægu hugrekki. En það voru Norðurlönd og samskipti okkar við þau, sem frá var horfið. Það er svo sem ekki annað en eðlilegt, að frændum okkar austan álanna hætti stundum til að líta stórt á sjálfa sig og smátt á okkur. Við höfum glænýtt dæmi, þegar Norska rithöfundafélagið í fyrra mánuði hélt upp á fimmtugsafmæli sitt og af því tilefni kjöri hóp heiðursfélaga meðal Dana og Svía, en engan íslending. Átti þó Nordahl Grieg hér eins konar heimili á stríðsárunum, svo og kona hans, Gerd Grieg. Það þykir sýnilega ekki mikill- ar þakkar vert, né við sérlega liðtækir. Við brosum að þessu. Mat sögunnar á sambærileik íslenzkra bókmennta við bókmenntir annarra Norðurlanda- þjóða er það, sem máli skiptir, gleymska eða úlfúð Norska rithöfundafélags- ins bitnar á engum nema sjálfum þeim. Já, þeim utan álanna hættir stundum til að líta sm.átt á okkur. Osköp þótti þeim það andkannalegt, þegar við fórum að reisa hér Háskóla. Víðsýnir menn og góðir eins og vinur okkar Georg Brandes, gerði gys að sjálfstæðisviðleitni okkar. Bókum var fleygt í konu mína í útlánsdeild Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn, þegar ég á árunum ritaði grein í Tilskueren um Flateyjarbók og dró ekki dul á eignarheimild okkar og eignartilkall til gamalla íslenzkra handrita og þjóð- minja, er dregizt höfðu yfir álana með ýmsu móti, á meðan ísland var hluti Danaveldis og í tilefni af því. Þegar við íslendingar í fyrra hjuggum af okkur hlekkina síðustu, þá síðustu x bili, rauk Oscar Wieselgren, yfir- bókavörður við Konunglega bókasafnið í Stockhólmi, í Svenska dagbladet með grein, þar sem hann reyndi að sýna fram á, hver óhæfa það væri og óbilgirni, að gera tilkall til íslenzkra eigna í dönskum söfnum; nauðungar- flutningur handrita væri sízt hugðnæmari tilhugsun en nauðungarflutningar þjóða, sagði hann og bætti því við, að ef farið yrði inn á þær brautir vissi enginn fyrir, hvar staðar mundi numið. Skýring greinarinnar mun vera sú, að Svíar eigi í fórum sínum allmikið af ýmsu slíku, er ekki mun sem bezt fengið. Annars víkur allt öðru vísi við um okkar eignir hjá fyrrverandi sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.