Helgafell - 01.10.1946, Side 24

Helgafell - 01.10.1946, Side 24
HALLDÓR HERMANNSSON: Fyrstu íslenzku tímaritin Mjór er mil^ils vísir, segir gamall íslenzkur málsháttur, og gæti hann gjarnan verið einkunnarorð að sögu blaða og tímarita. Þótt þau væru fá og smá í upphafi, eru þau nú orðin einn merkasti þátturinn í menningarlífi nútímans. — í grein þessari verður þróun þeirra lýst nokkuð, að því er ísland varðar, allt frá því er útgáfa íslenzkra tímarita hófst og til 1874, er þau þáttaskil verða í sögu landsins, að það fær sérstaka stjórnarskrá. Ástæður á íslandi fyrr á tímum voru sérlega óhagstæðar fyrir samvinnu og félagsskap um bókmenntaleg efni og þá útgáfu tímarita. Landið var alls staðar strjálbyggt. Samgöngur milli héraða fóru fram eftir illfærum veg- um, sem fremur máttu heita götuslóðar eða troðningar, þar sem hestum einum varð við komið, vagnar voru óþekktir, og um strandsiglingar dreymdi menn ekki. Svo miklir voru samgönguerfiðleikar landsmanna, að vörur og bréf, sem áttu að fara í aðrar byggðir landsins, urðu stundum að koma við í Kaupmannahöfn, til þess að ná á ákvörðunarstað, því að þangað og þaðan voru allar siglingar kaupskipa frá landinu og að. Reglulegar póstferðir milli íslands og Danmerkur komust ekki á fyrr en 1786, og um langt skeið fór póstskipið aðeins eina eða tvær ferðir á ári. Skömmu fyrir 1 780 voru fjórar póstleiðir á landi ákveðnar, fyrir bréfapóst eingöngu, en þessum ákvæðum var ekki framfylgt reglulega. Skipulegar póstgöngur er því naumast um að ræða fyrr en á síðari hluta 19. aldar. í fyrstu póstreglunum eru ekki gerðar ráðstafanir til flutnings á prentuðu máli Þá var enginn höfuðstaður til í landinu, hvorki í fjárhagslegum né stjórnarfarslegum skilningi. Hinir æðstu embættismenn, hvort heldur andlegrar eða veraldlegrar stéttar, voru búsettir á víð og dreif um landið. Landstjóri var oftast danskur maður og sat á Bessa- stöðum, en lögmenn báðir sátu á óðölum sínum, hvar á landinu sem þau voru. Alþingi var enn háð á Þingvöllum, hálfsmánaðartíma á sumri hverju, en var nú ekki lengur sótt af alþýðu manna, heldur embættismönnum ein- um, og þeim, er þar áttu mál fyrir rétti. Ef nefna mætti einhver höfuðból íslenzks menntalífs á þessum tímum, væri það helzt biskupssetrin, Skálholt og Hólar. Á þeim báðum voru latínuskólar og dálítill bókakostur, þótt varla yrðu þar talin bókasöfn. Á Hólum var eina prentsmiðjan í landinu í tvær aldir, en þar sem hún var kirkjustjórninni háð, voru þar einkum prentaðar guðsorðabækur. Ekki skorti þó á lærdómslöngun einstakra manna, en þeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.