Helgafell - 01.10.1946, Síða 29

Helgafell - 01.10.1946, Síða 29
FYRSTU ÍSLENZKU TÍMARITIN 211 hér og tekið sér til fyrirmyndar ýmis tímarit á frönsku og þýzku, er gefin voru út í Danmörku um þetta leyti og ætluð hliðstæðum stéttum þar. í ávarpi sínu til lesendanna bendir hann ennfremur á þá erfiðleika, sem þetta út- gáfufyrirtæki eigi við að stríða, einkum söfnun frétta, og telur, að ekki sé unnt að fylla tólf arkir á ári með fréttum einum, jafnvel þótt bæði um innlendar og erlendar fréttir væri að ræða. Hann kvartar einnig undan prent- smiðjunni og starfsliði hennar, er hvorugt sé þeim kostum búið sem skyldi. Hann hreyfir því hér, að í frétta stað verði birtar í tímaritinu ritgerðir um hitt og þetta, er muni færa greindum lesendum sitthvað til að hugsa um, þótt þurrar kunni að verða og ófullkomnar. Það er líka fljótséð á ritinu, að aðeins lítill hluti innihaldsins er eiginlegar fréttir. Mestur hluti þess fjallar um almenn efni, svo sem verzlunarmálið, er þá var mesta áhugamál þjóðarinnar. S\úli Magnússon, móðurbróðir út- gefanda, hafði í fjórðung aldar barizt gegn einokuninni og loks tekizt að opna augu stjórnarinnar fyrir skaðsemi þessa fyrirkomulags á verzluninni. Hann hafði líka vakið ýmsa af hinum menntaðri íslendingum til umhugsunar um málið og þáttöku í umbótabaráttunni. Magnús Ketilsson var öruggur stuðningsmaður frænda síns í þessu máli, og eru greinar hans um það rólega og ljóst skrifaðar, stundum í samtals- formi. Mánaðarritið flutti einnig mikinn fróðleik um ýmis önnur hagnýt efni, svo sem akuryrkju, garðyrkju, landbúnað og fiskveiðar. Útgefandi var mik- ill búhöldur og hafði ríkan áhuga fyrir umbótum á landbúnaði. Hann gerði ýmsar tilraunir um ræktun jurta og korntegunda á bújörð sinni og skýrði í ritinu frá árangri þeim, sem hann og aðrir höfðu náð á þessum sviðum. Þá var þar einnig skrifað um iðnað og aðrar verklegar framkvæmdir. Frem- ur er hér dreginn taumur bænda en fiskimanna. Þá voru birtar nokkrar greinar um lögfræðileg efni og dóma. í síðasta bindinu er skrá um ný lög og tilskipanir. í tímaritinu var deilt á sitthvað, sem útgefandi taldi bábiljur, svo sem andstöðu gegn hrossakjötsáti og hinn mikla fjölda helgidaga. Stund- um komu hálfgerðar skopgreinar um samtímaviðburði, svo sem Oxarár- fundinn (febr. 1774) og um meðferð sakamanna (marz 1774). Nokkra rit- dóma mætti nefna, en einkum voru þeir um bækur frá Hrappseyjarprent- smiðju. Flestar eru greinarnar eftir útgefanda sjálfan. Þegar á það er litið, að útgáfa sem þessi var alger nýung á íslandi og hvílíka erfiðleika Magnús Ketilsson átti við að etja, má telja lslands\e Maaneds Tidender mjög virð- ingarvert rit á sínum tíma, þótt betur hefði farið á, að það hefði verið gefið út á íslenzku. Næsta tímaritið kom út í Kaupmannahöfn, þar sem allmargir íslend- ingar voru jafnan búsettir. Svo er að sjá sem tveir ungir íslenzkir stúdentar, Ólafur Ólafsson og Þórarinn Sigvaldason Liliendahl hafi árið 1779 komið fram með þá hugmynd að stofna félag til þess að bæta bókmenntasmekk íslendinga með útgáfu rita í bundnu og óbundnu máli og ennfremur í því skyni að efla þekkingu landa sinna á ýmsum nytjamálum. Þetta var borið undir Jón Eirí\sson, sem gegndi háu embætti í stjórninni og var lang
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.