Helgafell - 01.10.1946, Side 32

Helgafell - 01.10.1946, Side 32
214 HELGAFELL birt skrá yfir þá, er skarað höfðu framúr á þessum sviðum og hlotið verð- laun eða einhverja viðurkenningu frá stjórninni eða Landbúnaðarfélaginu danska. Ennfremur var skrá um þau mál, er félagið vildi fá ritgerðir um eða vekja á athygli. Merkilegar voru hagfræðilegar skýrslur um fólksfjölda á íslandi, eftir þá Hannes biskup og Stefán amtmann, og sögulegar ritgerðir eftir hinn fyrrnefnda voru og hinar merkustu. Um verzlunarmálið var ná- lega ekkert rætt, aðeins ein greinin fjallar beinlínis um það. Þessi þögn stafar sýnilega af þeirri bráðabirgðalausn, sem fengizt hafði, þegar verzl- unin var gefin frjáls við alla þegna Danakonungs, með konunglegri tilskipun 18. ágúst 1787. Mikla þýðingu höfðu í þá daga ritgerðir um læknisfræði og heilsufræði með sérstöku tilliti til íslands, eftir þá Jón Sveinsson, Svein Pálsson og Jón Pétursson, helztu lækna landsins á sínum tíma. Steján Björnsson samdi nokkrar greinar um mæli og vog, Ólafur Ólavíus um náttúrufræði, og einnig kom út í ritunum þýðing á náttúrufræði Biischings og tvær ritgerðir um veðurfræði og himinhvolfið. Af ritgerðum á öðrum sviðum má nefna grein- ar eftir Jón Ólafsson Svefneying um Spámannabó\ina, gagnrýni á þýðingu hennar á íslenzku, útdrátt úr riti Páls Vídalíns um Jónsból^, þýðingu á rit- gerð Plútarfys um uppeldi barna og ýmsar smærri greinar. Nokkur kvæði, þýdd og frumsamin, birtust og í ritunum, þar á meðal íslands va\a, langt, sögulegt kvæði, og MunaÓarmál íslands, lofkvæði um íslenzkt sveitalíf, bæði eftir Jón Johnsonius, sem var talsvert skáld, en sérvitur með afbrigðum, svo að kvæði hans urðu hálfgert moldveður og lítt til fyrirmyndar, þótt mikið lof fái þau hjá útgefendum ritanna. Af þýddum kvæðum má einkum nefna Musteri mannorðsins eftir Pope, þýtt af Benedikt Gröndal, og tvær fyrstu bækurnar af Paradísarmissi Miltons, þýddar af Jóni Þorlál^ssyni. Onnur kvæði eru yfirleitt lítilfjörleg. Mörg þeirra þýddi Johnsonius úr dönsku. Starfsemi félagsins stóð með mestum blóma meðan forustu Jóns Eiriks- sonar naut við. Fjárhagur þess var þó jafnan þröngur. Meðlimirnir voru fáir, árgjaldið lágt (3 ríkisdalir), en sala á ritunum ekki mikil, og þurfti því að fá stuðning hjá stjórninni. Eftir andlát Jóns Eiríkssonar tók félaginu að hnigna. Enginn var til, sem skipað gæti sæti hans, og hefði slíkt vald, álit, dugnað, áhuga og fjölbreytta þekkingu. Stjórn félagsins lenti því, til allrar óhamingju, að nokkru leyti í höndum útlendinga. Auk þess var flokka- dráttur innan félagsins, meðlimir þess voru ósammála á ýmsum sviðum. Mikilvægasta deiluefnið var þó ef til vill það, hvort heimilisfang félagsins skyldi flutt til íslands. Fimmtánda bindi ritanna var aldrei fullgjört, og þótt félagið lifði í nokkur ár enn, að nafninu til, gaf það ekkert út eftir að ritin hættu. Loksins voru eigur þess, sjóðir og útgáfur, afhentar Ból^menntafélag- inu, sem má á þann hátt skoðast arftaki Lærdómslistafélagsins. En þó að starfstími þess yrði ekki lengri, mun það, sem félagið fékk afrekað, seint fyrnast, og ýmsar ritgerðir þess geta menn ennþá lesið sér til gagns og ánægju. Þær eru vitnisburður um innilega löngun til þess að vekja þjóðina og bæta kjör hennar. Einkum er lofsverð tilraun félagsins til þess að fegra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.