Helgafell - 01.10.1946, Page 37
FYRSTU ÍSLENZKU TÍMARITIN
219
iS gert. Tekið er fram, að pappír og prentun sé svo dýr, að eingöngu tals-
verður fjöldi áskrifenda geti tryggt framhald útgáfunnar. Þetta mun hafa
brugðizt. Þessir tveir kaflar af Gamni og alvöru eru skemmtilegir og fjöl-
breyttir að efni. Þar eru mörg kvæði, mest þýðingar, (Frankenau, Gellert,
Hóraz, Thaarup o.s.frv.), gerÖar af Jóni Þorlákssyni, Jóni Espólín, Þorvaldi
Böðvarssyni og fl. Nokkrar ritgerðir og sögur voru meÖal annars þýddar af
Hallgrími Scheving, Jóni Jónssyni lektor og útgefanda. Þá voruþrjárlögfræði-
legar ritgerðir, og er að minnsta kosti en þeirra eftir útgefanda. Hinar eru
undir dulnefnum. Ritgerðir um læknisfræði eru eftir Odd Hjaltalín og Svein
Pálsson, stutt saga siðaskiptanna eftir Árna Helgason, greinar um járn og
stál og um áfenga drykki eftir Magnús Stephensen o. s. frv. Rit þetta er
laust við þann ádeilu- og árásartón, sem auÖkenndi Vinagleðina. Magnús
Stephensen hefur jafnan verið talinn bera mesta ábyrgð á konungsbréfinu
frá 7. júní 1800, sem fól í sér afnám hins forna alþingis, og tilskipuninni
frá 1 I. júlí sama ár, þar sem Landsyfirrétturinn var stofnaður í Reykjavík.
Rétturinn tók til starfa næsta ár, og Magnús varð forseti hans. Hann gaf
því út við og við, vegna þessa embættis og á þess kostnaÖ, ýmis dómskjöl
og nokkur konungsbréf og tilskipanir, sem höfðu veriÖ staðfest þar. Þessi
skjöl eru nafnlaus, en með framhaldandi númeratölu og blaðsíðutali. Þau
komu út 1806—1809 og hafa stundum veriÖ kölluÖ , ,Tils\ipanasa]n Magn-
úsar Stephensens“, þótt það sé engan veginn réttnefni.
Napóleonsstyrjaldirnar orsökuðu mikil vandræði á íslandi, og allur inn-
flutningur minkaði stórlega. Það var mjög lítið prentað fyrstu tvo áratugi 19.
aldar, einkum vegna þess, að nýtilegt efni til bókagerÖar fékkst ekki. Ann-
ar áratugurinn er þó næsta merkilegur í þessu sambandi, ekki aÖeins vegna
hinna fáu tímarita, sem komu út, heldur vegna þess, að þá var lagður grund-
völlur að víðtækari bókmenntalegri starfsemi. Þessi endurreisn hefst með því,
að út kemur hin fyrsta íslenzka málfræði, sem heitiS getur því nafni. ÞaS
var danski málfræðingurinn R. K. Rask, sem hana samdi, og brátt fylgdu
eftir fleiri ritgerðir frá hans hendi um eÖli og sögu norrænnar tungu, svo
við það skapaðist vísindalegur grundvöllur undir rannsóknir á þessum svið-
um. En fram að þeim tíma höfðu tilraunir til viðreisnar máli og bókmennt-
um borið lítinn ávöxt vegna þess, að slíka þekkingu vantaði. E. Henderson,
skozkur prestur, stofnaði 1815 Hi'S íslenzl^a Biblíufélag. í sambandi viS komu
hans til landsins var einnig stofnaÖ HiS íslenzka evangelis\a Smábót^afélag.
Stofnandinn var Jón Jónsson prestur til Grundarþinga í EyjafirSi. Það var
auðvitaÖ sniðið eftir erlendum fyrirmyndum, og fyrir milligöngu Hender-
sons fékk það nokkurn styrk frá ensku útgáfufélagi, sem gaf út guðsorða-
bækur. Boðsbréf, eða lýsing á útgáfunni, var sent um allt NorSurland
1815. og fengust um 700 áskrifendur. Ráðgert var að gefa út tíu arkir á ári.
Athugavert er, að þessi hreyfing er nálega eingöngu tengd við Norðurland.
Ég hygg, að ástæðan til þess liggi ekki aðeins í því, að stofnandinn átti þar
heima, heldur í vissum ríg milli landshlutanna. Hvort Norðlendingar voru
trúræknari eða fastheldnari við trúarlegar arfsagnir en Sunnlendingar, skal