Helgafell - 01.10.1946, Side 54
236
HELGAFELL
lenzka konan, sem fékkst að ráSi viS
ritstörf um þessar mundir. Voru bæk-
ur hennar allmikiS lesnar og nutu
vinsælda, þótt skáldskapnum væri
áfátt. Hlaut tillagan um styrk til
Torfhildar góSan byr, en þó má sjá
þaS á umræSum, aS sumir fylgjend-
urnir áttu í nokkrum erfiSleikum meS
aS rökstySja afstöSu sína. Var þaS
raunar furSulegt, aS veita frú Torf-
hildi ritstyrk fyrstri allra íslendinga,
meSan viSurkennd skáld eins og
Grímur Thomsen, Benedi\t Gröndal
og Steingrímur Thorsteinsson höfSu
enga viSurkenningu hlotiS. Einn þing-
manna, SigurÖur Stejánsson, kvaSst
fylgja tillögunni vegna þess aS Torf-
hildur væri ,,sá fyrsti kvenmaSur,
sem hefur sent bænarskrá til þingsins
um styrk til bókmennta, og auk þess
sýnt mikla starfsemi og dugnaS í
samningi skáldrita. Þótt rit þessarar
einu skáldkonu vorrar þoli ef til vill
ekki strangasta dóm, þá eru þau bók-
menntum vorum fremur til heiSurs en
vanheiSurs, aS minnsta kosti sum
þeirra.“
FramsögumaSur fjárlaganefndar var
S\úli Thoroddsen. Hann sagSi um
styrkveitingu þessa:
,,Ég skal ekki dæma um ,,æsthet-
iska“ þýSingu ritverka frú Torfhildar
Holm, en ég dáist aS þeirri ,,energi“,
sem þessi fátæka kona hefur sýnt, og
þaS er allrar virSingar og viSurkenn-
ingar vert“. Þessu líkar voru viStök-
urnar hjá flestum þeim, sem ræddu
tillöguna í neSri deild. HiS sama var
uppi á teningnum um launin til séra
Matthíasar, nema hvaS þar þóttu af-
sakanir óþarfar. Allir, sem á þaS mál
minntust í deildinni, voru því eindreg-
ið fylgjandi, að hann hlyti nokkra viS-
urkenningu.
Nú kom til kasta efri deildar.
Reyndist frú Torfhildur njóta þar
slíkrar hylli, aS styrkveitingin til henn-
ar náði samþykki mótatkvæðalaust.
Allt aðrar undirtektir fékk tillagan
um fjárveitingu til séra Matthíasar.
Einkum var það orðalag tillögunnar,
sem athugavert þótti. Taldi fjárlaga-
nefnd deildarinnar fariS inn á mjög
hæpna braut, ef veita ætti skálda-
laun. Bar hún fyrir sig hinar gömlu
röksemdir, aS slíkt gæfi varhugavert
fordæmi.og myndi erfiSleikum bundið
að gera upp á milli skálda. Þó sá
nefndin sér ekki fært að ganga í ber-
högg við skýlausan vilja neSri deild-
ar. Fann hún ráð til aS afstýra voð-
anum. Nefndin lækkaði styrkupp-
hæðina niður í 400 kr. og færði hana
yfir á þann lið fjárlaga, þar sem tal-
in voru útgjöld í þarfir andlegu stétt-
arinnar! SagSi framsögumaður nefnd-
arinnar, séra Arnljótur Ólafsson, meS
hinum spottkennda galsa, er honum
var tamur: ..Sjálfsagt tapast nokkuð
við það hinn skáldlegi blær, en and-
legi blærinn vinnur aftur þegar hann
kemst undir andlegu stéttina.“
Efri deild samþykkti breytingar-
tillögu nefndarinnar.
Fjárlögin komu að síðustu til kasta
sameinaðs þings. Þar gekk í nokkru
þófi um styrkinn til séra Matthíasar.
NeSri deildar þingmenn ýmsir tóku
skýrt fram, að þeir vildu veita hon-
um heiðurslaun sem skáldi, en ekki
sem presti, og báru því fram hina
upphaflegu tillögu óbreytta.
Nú gerðist það næst í málinu, aS
Grímur Thomsen stóð upp og hélt
ræðu. Grímur hafði löngum þótt spar
á fé landssjóðs. Nú var hann orðinn
aldurhniginn og þótti nóg um eyðslu-
semi hinna yngri þingmanna. Kemur