Helgafell - 01.10.1946, Síða 61
ALÞINGISUMRÆÐUR UM AÐBÚÐ LISTAMANNA
243
Briem og Þorsteinn Erlingsson hlytu
nokkurn styrk, Valdimar 800 kr. en
Þorsteinn 600 kr. á ári, næsta fjár-
hagstímabil. Var því allvel tekið af
meiri hluta þingheims, að styrkja séra
Valdimar, en mótblástur reyndist gegn
Þorsteini, þótt ekki væri hann svo
mikill sem fyrr. Því má á loft halda,
að einn kirkjunnar þjónn, séra Ólaf ur
Ólaf sson, síðar fríkirkjuprestur í
Reykjavík, mælti fastlega með styrk
til Þorsteins. Deildi hann allmjög á
stétt sína fyrir þröngsýni og skort á
umburðarlyndi. Kvað hann það enga
goðgá í sínum augum, þótt skáldið
hafi stjakað rösklega við kirkjunni.
Þar væri margt fúið og sjúkt, sem
bæta þyrfti og græða. Taldi hann
Þorstein slíkt skáld, að ekki væri
horfandi í nokkur hundruð krónur til
að bæta aðstöðu hans og létta hon-
um lífsbaráttuna.
Mál lukust með þeim hætti, að báð-
ar styrkveitingarnar voru samþykktar,
og fylgdust þeir síðan lengi að í fjár-
lögum séra Valdimar og Þorsteinn.
Að því hnígur vísa sú, sem Þor-
steinn kastaði fram einhverju sinni,
er alþingi fjallaði um fjárlög, eða
hafði nýlega afgreitt þau:
Þau hafa tvímennt lánga leið,
laglega klofið strauminn:
Biblía gamla að baki reið,
Ðelíal hélt í tauminn.
Árið 1903 áttu skáld og listamenn
venju fremur góðu gengi að fagna
á Alþingi. Hlaut þá Guðmundur Guð-
mundsson (,,skólaskáld“) 500 kr.
styrk til að ljúka við ljóðabókina
,,Strengleika“, og GuSmundi Magn-
ússyni (Jóni Trausta) voru veittar
1200 kr. í utanfarastyrk. Var það
Valtýr GuSmundsson
(1860—1928). Þm.
Vestm. 1894—1901.
G. Kjós. 1903—1907
Seyðf. 1912—1913.
Hannes ráðherra Hafstein, sem beitti
sér fyrir þeirri fjárveitingu. Ásgrímur
Jónsson fékk 500 kr. til að fullkomna
sig í málaralist og tónlistarmennirnir
Jónas Helgason, Sigfús Einarson og
Bjarni Þorsteinsson hlutu allir nokkra
fjárhæð. Umræður voru ekki mjög
harðar og andstaða gegn styrkjum í
linara lagi.
Á þinginu 1905 gerðist fátt sögulegt
í þessum efnum. Matthías, Þorsteinn,
V aldimar Briem og Páll Ólafsson
hlutu allir skáldalaun. Auk þessa var
Benedifyt Gröndal, Brynjólfi Jónsyni
frá Minna-Núpi og Torfhildi Hólm
veittur nokkur styrkur, þótt í öðru
formi væri.
Á þingi 1907 var allmikið rætt um
skáld og listamenn og styrkveitingar
til þeirra. Komu þá fram raddir um
það, að ekki væri rétt eða skynsam-
legt að veita fastan, árlegan skálda-
styrk, heldur eins konar verðlaun fyrir
góður bækur, er út kæmu. Lét einn
þingmanna svo um mælt, að ekki
væri annað sýnna, en að skáldin sum,
sem fjárveitingar hlytu, fengju verð-
laun fyrir að þegja. Ekki var þó
hróflað við þeim skáldum, sem fyrir
voru á fjárlögum.
Framh. í nœsta hefti.