Helgafell - 01.10.1946, Qupperneq 65
UM GARÐ-VIST ÍSLENDINGA Á ÖLDINNI SEM LEIÐ
247
frekar en endranær, takmarka tölu
íslenzkra Garð-búa og styrkþega, en
ákvað hins vegar, að til þess að fá
Garð-styrk, yrðu íslendingar að hafa
fengið að minnsta kosti aðra einkunn
til stúdentsprófs. En þar eð sú hafði
orðið raun á, að margir íslendingar
færu frá námi á miðju styrktímabil-
inu, án þess að ljúka prófi — frá
1848—1871 höfðu 70 íslendingar notið
Garð-styrks, en einir 28 af þeim lokið
embættisprófi —, var ákveðið, að þeir
fengi ekki styrk fyrir þá mánuði, er
þeir væru á íslandi, greiddan fyrir-
fram, heldur fyrst, er þeir kæmu aft-
ur, en það hafði oft komið fyrir, að
þeir hirtu styrkinn fyrir sumarmán-
uðina og létu síðan ekki sjá sig fram-
ar. Þessu fékk þó Júlíus Lassen Garð-
prófastur, sem íslendingum þótt mjög
vænt um, breytt 1909 á þá leið, að
þeir er að loknu heimspekiprófi fóru
heim til að ljúka námi við embættis-
skólana hér, fengu greiddan Garð-
styrk til septemberloka.
Síðasta tilraunin til breytingar á fyr-
irkomulagi Garð-styrksins var gerð
1906, og voru það íslendingar, sem
áttu upptökin í það skiptið. Hannes
Hafstein fór fram á það fyrir íslands
hönd, að íslenzkir stúdentar við em-
bættisskólana hér heima gætu notið
Garð-styrks, og að aðrir en stúdentar,
sem stunduðu nám við aðra æðri skóla
í Danmörku en háskólann, gætu
einnig orðið styrksins aðnjótandi.
Þessu var þó neitað af hálfu Dana,
og var bæði ríkisstjómin og Garð-
stjómin sammála um það. En þetta
var greinilegur forboði þeirrar breyt-