Helgafell - 01.10.1946, Síða 76

Helgafell - 01.10.1946, Síða 76
258 HELGAFELL menning vor væri gömul. Alla sanna erfðamenning þjóðarinnar skyldi hafa í heiðri, en jafnframt samræma líf vort tímabornum, alþjóðlegum háttum. Þegar hann svo snýr sér almennt að mannlegum vandamálum og skugga- hliðum nútíðarlífsins, þá er hann sér þess vitandi að tala sem íslenzkt skáld. Þetta kemur m. a. greinilega fram í sjónleiknum Arabís\u tjöldin (sem hann seinna samdi upp aftur og kallaði Þess tiegna s\iljum oið —), þar sem hann lætur aldraða íslenzka konu í Kaupmannahöfn halda fram íslenzkri drengskaparhugsjón gegn léttúðugri skilningi yngri kynslóðar á tryggðarofum milli hjóna. Og þegar hann rís gegn mitiþyrming ógæfumanna í fangelsum heimsins, í tveim af sínum beztu bókum, Ragnari Finnssyni og Marmara, þá finnst honum hann tala út úr hjarta sinnar eigin þjóðar. Hann hélt því fram, að hún tryði ekki á ofbeldi, heldur á „veglyndið bak við kraftinn", mildina við hinn veika eða seka, ,,hinn mjúka mátt“ miskunnsemdar, mann- úðar og skilnings. III. Líf Kambans var öðrum þræði stórir sigrar, en hinum ósigrar og von- brigði. Hann þráði auð og frægð, og hann var hugsjónamaður. Hann hafði á köflum gnægð fjár, en tekjur hans voru löngum óvissar, og árum saman ónógar, hann skorti þá peninga til þess að geta unnið nógu vel og lengi að verkum sínum. Hann varð frægur maður, og t. d. í Þýzkalandi, Tjekkó- slóvakíu og, að ég held, líka í Hollandi einn af mest lesnu norrænum höf- undum fyrir stríð. Sem hugsjónamaður gerði hann sér ekki háar hugmyndir um áhrif sín, og á síðari árum heldur ekki um áhrif neinna annarra hug- sjónamanna. ,,Allir beztu menn mannkynsins virðast hafa lifað algerlega til einkis“, sagði hann við mig, ekki löngu áður en hann dó. Honum var ljóst, að vegur hans og vinsældir á íslandi voru minni en hann þóttist eiga skilið. En um hvorugt er útséð fyrr en komin er á íslenzku sú heildarútgáfa af verkum hans, sem þjóð hans verður að eignast, svo að hún loks fái áttað sig til fulls á víðtæki gáfna hans og gildi þess, sem eftir hann liggur. Fyrir mér er það táknrænt, að hans síðasta saga íslenzks efnis, og sá fyrsti arfur, sem þjóð hans fær eftir hann látinn, skuli vera af þeim fornu íslendingum, sem víðast fóru, djarfast sigldu um höfin og sjálfum sér ætluðu frægilegasta hlutskiptið í landaleit víkingatímans. Ég skal engu um það spá, hvað mikið af verki Kambans lifir, og verður metið af komandi kyn- slóðum — þó hygg ég, að hans beztu bækur muni standast tímans tönn betur en flest annað í nýíslenzkri skáldsagnagerð. Um hitt er ég sannfærður, að metnaður þessa stórbrotna manns muni verða hugstæður ungum íslenzkum mönnum á næstu öldum. Stokkhólmi, 19. október 1945. Kristján Albertson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.