Helgafell - 01.10.1946, Side 79
BÓKAEIGN MÍN OG BÓKASÖFNUN
261
Porsteinn sýsluma<5ur x bókhlö&u sinni.
eða 15 krónur, reyndar voru þau af
einhverjum ástæðum boðin upp í
tvennu lagi. Nehanmálssögur ísafoldar
að meðtöldum ,,/ heljargreipum“, 7
bindi í skinnbandi, keypti ég einu
sinni á kr. 5,20, og fleira var þessu
líkt. Auðvitað hafa ýmsir aðrir gjört
lík eða betri kaup á bókauppboð-
um.
Hér vildi ég geta eins manns, sem
gjörði mér margan greiða á þessum
árum, við bókasöfnun mína. Var það
Jóhann heitinn Jóhannesson, kaup-
maður, er sumir kölluðu ,,próka“.
Keypti hann margt gamalla bóka, af
ýmsum, eða tók þær upp í skuldir,
eins og t. d. bókasafn Árna Gíslason-
ar, vesturlandspósts. Seldi hann mér
ýmsar þeirra við vægu verði. Hafði
hann mikið slíkra bóka úti í pakkhúsi.
Leyfði hann mér stundum að dvelja
þar úti og velja úr, og síðan fór ég
inn til hans með bunkann. Tók hann
þá stundum einstaka bók til sín, og
var síðan kaupslagað um hitt. Var þá
heppilegast, ef vel átti að fara, að
þjarka ekki um verðið, og átti hann þá
til að gefa mér bækur að skilnaði. Einu
sinni kom ég til hans og var þá mikill
bókabunki inni hjá honum, er hann
hafði látið afhenda sér vegna skuldar
eiganda þeirra. V'ar það hið bezta úr
bókasafni Einars heit. Jónassonar síð-
ar sýslumanns. Bækurnar voru vel út-
lítandi, í skinnbandi. Sagði Jóhann
heitinn við mig, að þessar bækur vildi
hann ráðleggja mér að kaupa, því að
þær fengi ég með góðu verði og óvíst,
að ég fengi, að sinni, slíkt tækifæri.
Ég sá, að þetta var satt, en þóttist þá