Helgafell - 01.10.1946, Síða 93
ÁFANGAR SIGURÐAR NORDALS
275
til þess að selja hið ómælanlega fyrir
hið mælanlega, og nefnir hann nokk-
ur atriði því til sönnunar. Ef nokk-
urri þjóð sé skylt og nauðsynlegt að
rísa gegn ofríki talnanna, þá séu ís-
lendingar sú þjóð. Líkindi séu til þess,
að við verðum alltaf kögurþjóð á
mælikvarða vaxtanna: að mannfjölda,
auði, verklegum framkvæmdum. Ekk-
ert geti gefið okkur gildi nema rækt
við einstaklingana. Von smárra menn-
ingarþjóða að láta til sín taka sé reist á
því einfalda lögmáli, að á sviði vits-
muna séu tveir og tveir ekki fjórir.
Grein þessi er skrifuð fyrir 18 árum.
Margt er í henni mikilvægt, stórvel
sagt og í sínu fulla gildi. Hins vegar má
gera ráð fyrir, að orð og viðhorf hefðu
á nokkrum stöðum orðið á annan veg,
ef greinin hefði verið skrifuð nú. Höf-
undurinn er að öllum jafnaði frábær-
lega sanngjarn og mesti hófstillingar-
maður í málsflutningi, en hér verður
varla sagt, að hann sé það alls staðar.
Það, sem því veldur, er hinn mikli
stuggur, sem honum stendur af þeim
spjöllum og tjóni, er hann ætlar, að
mælingarnar muni vinna sumum dýr-
mætustu eigum þjóðarinnar. En eng-
inn er vökulli og trúrri en hann við
varðveizlu slíkra eigna, og skyldi þjóð-
in þess lengi minnast. En hér mun þó
ekki alls staðar jafn mikil hætta á
ferðum og honum virðist. Sumar mæl-
inganna að minnsta kosti, svo sem
gáfnaprófin, eru nú orðin svo marg-
reynd bæði utan lands og innan, að
fullyrða má, að þau hafi miklu fremur
orðið til bóta en böls.
Þegar S.N. skrifar greinina, var ný-
farið að ræða og rita hérlendis um
mælingar greindar og þekkingar
manna, einkum þó skólabarna. Mæl-
ingar þessar eru, eins og kunnugt er,
gerðar með ákveðnum prófum. Stein-
grímur Arason, kennari, ritaði fyrstur
íslenzkra manna um slík greindarpróf,
sem hann hafði kynnt sér í Banda-
ríkjunum og taldi hafa ýmsa kosti og
geta komið kennurum að góðu haldi.
Vildi hann þess vegna greiða prófum
þessum landgöngu hér, en átti þung-
an róður um hríð, því að ýmsir lögð-
ust fast á móti. ,,En það er langt síð-
an að þetta var“, eins og stendur í
gamankvæðinu. Nú munu allir ís-
lenzkir kennarar, sem próf þessi hafa
kynnt sér og reynt, fyrir löngu orðnir
sammála Steingrími um gildi þeirra.
Varð það og þungt á metum fyrir
gengi gáfnaprófanna, að íslenzkir upp-
eldisfræðingar, sem lokið hafa námi
á síðustu árum, hafa verið fylgjandi
notkun þeirra. Á hinn bóginn fer því
fjarri, að þeir eða aðrir telji þau allra
meina bót.
Dr. Símon Jóh. Ágústsson segir t. d.
í áðurnefndri bók sinni (bls. 109), að-
gáfnaprófin veiti kennurum ,,ómetan-
lega aðstoð'* til þess að komast eftir
meðfæddum hæfileikum barna.
,, Kennarinn má þó ekki hafa oftrú á
greindarprófunum", segir hann, ,,held-
ur líta á þau sem einn lið í heild: at-
hugunum hans á hegðun barnsins,
skapgerð þess, áhugamálum og hæfi-
leikum. Þegar gerð er ýtarleg, sál-
fræðileg rannsókn á barni, er greind-
arprófið aldrei nema einn þáttur henn-
ar, en reyndar mikilvægur og nauð-
synlegur þáttur“.
Á bls. 107 — 108 í sömu bók eru
taldir kostir greindarprófanna. Segir
þar meðal annars, að þau veiti kenn-
urum liðsinni til að dæma um hæfi-
leika nemandans, án þess að nauðsyn-
legt sé að hafa hann langan tíma til
reynslu; að þau sýni frekar hæfileiko