Helgafell - 01.10.1946, Side 95

Helgafell - 01.10.1946, Side 95
ÁFANGAR SIGURÐAR NORDALS 277 engum sé kleift að gera sig óháða af eigin rammleik. Bendir S.N. á dæmi þessa: ,,Bólu-Hjálmar kemur heim í kot sitt úr veizlu að kvöldlagi. Hann er hreifur af víni og kvæSaskap. Hann ve^rSur aS yrkja, en er pappírslaus. Þá tekur hann til bragSs aS skrifa meS krít á þiljurnar í baSstofunni og hótar krökkunum sínum aS drepa þau, ef þau þurrki út einn staf. Hann léttir ekki fyrr en öll baSstofan er útkrítuð og hefur þá ort heila rímu í skorpunni. Hér er ekki um innblástur að villast.......En hver varð upp- skeran af andagift Hjálmars í þetta sinn ? Sagan segir, að hann hafi þá ort 18. rímuna í Göngu-Hrólfs rímum, og er það mjög sennilegt. í þeirri rímu er víða geysilegt flug og hraði, enda hafa sumar vísur úr henni orðið þjóðkunnar .... Samt er ríman yfirleitt, jafnvel beztu vísurnar, fjarri því að vera mikill og góður skáld- skapur. Efni hennar og búningur er hvort tveggja ósamboðiS þeim inn- blæstri, sem hún er runnin af. Hjálm- ar er að koma úr veizlu, þar sem rímur hafa verið kveðnar til skemmt- unar, og hann hefur sjálfur rímna- flokk í smíðum. Þetta ræður farveg- inum, sem andagift hans leggst í. Rímnaformið hafði alla daga reynzt skáldunum eins konar Prókrústess- hvíla, sem hætti við að gera alla jafna. Góðskáldin ná úr því sprettum í vísu og vísu.en lötra venjulega í tjóður- bandi þess .... Smekkvísin var smám saman komin niður fyrir allar hellur, einkum í vali orðatiltækja og kenninga......... Innblástur skáldsins sker ekki einn úr um gildi neins verks. Hann er víðar á ferðinni en margur hyggur, en hittir óvíða fyrir menn, sem geta fundið honum búning. Mikil andagift getur orðið að lélegu kvæði, og hins vegar geta sæmileg kvæði orðið til án nokkurs þess, sem hægt er að nefna svo stóru nafni. En eitt hefur andagift alltaf í för meS sér: hún gerir skáld- inu eftir á erfiðara að dæma smíði sitt“. Og S.N. bendir skáldunum á, að þau 'hafi gott af aS gera sér grein fyrir, að hæstiréttardómurinn um verk þeirra verði alltaf að lokum kveðinn upp af lesendum þeirra; þeir skeri úr því um síðir, hvað lifir. AS lokum minnist hann svo á ungu skáldin og vekur athygli þeirra á ýmsu, sem vænlegt mundi þeim til andlegs þroska. — Grein þessi sver sig í ættina til hinna hugleiðinganna, sem um hefur veriS getið. Á efninu hefur veriS tek- ið með listamannshöndum, af vitur- leik og með óbrigSulli smekkvísi um orðaval og stíl. En það er eitt atriði í greininni, sem mér finnst vafasamt. ÞaS er ályktun S.N. um innblástur Bólu-Hjálmars, þegar hann kemur heim úr veizlunni og yrkir, að því er sagan segir, 18. rímuna í Göngu- Hrólfsrímum. S.N. tekur þrjár vísur úr rímunum í grein sína og segir þar um síðustu vísuna, að enginn nútíma- maður muni vera í efa um, að þetta sé slæmur skáldskapur. Ég er honum fyllilega sammála um það. En hitt er annað mál, hvort hún og hinar vís- urnar eru runnar af rótum innblásturs. Vísurnar eru þessar: Fárleg vóru fjörbrot hans, fold og sjórinn léku dans, gæðasljór með glæpafans Grímur fór til andskotans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.