Helgafell - 01.10.1946, Qupperneq 100
282
HELGAFELL
Gröndal lætur Þórð í Hattardal segja,
þegar þeir Eggert senda Odd í Fé-
lagsgarði með gullpeninginn inn í
bæinn: , ,Kauptu bara eitthvað!
Kauptu einhvern andskotann!“ . . . .
Hvergi á byggðu bóli held ég það
sé tíðara, að hlægilega lítill auður
verði að hörmulega stórum meinum“.
Höfundinum er auðsætt, að sama
ímyndunarleysið og skammsýnin kem-
ur fram í meðferð tímans og nefnir
hann dæmi þess. Segir hann þar með-
al annars:
„Þessi litli og friðsami bær er víg-
stöðvar, þar sem á hverjum sólaíhring
er sóað og eytt miklu af dýrmætu
lífi, eins og tíminn væri einskis verð-
ur eða jafnvel sá óvinur, sem eigi að
tortíma. Mér hefur oft blöskrað sú
fyrirlitning á mannslífinu, sem ég hef
kynnzt hjá mínum elskulegu sam-
borgurum af eigin, fábreyttri reynslu.
Menn, sem væru allt of stórir upp á
sig til þess að standa á einhverju
götuhorni með hattinn sinn í hendinni
og biðja vegfarendur um smáskild-
inga, blygðast sín ekki fyrir að vaða
inn á náunga sinn og biðja hann um
líf hans í bútum og pörtum, og þó
þurfa ekki nema nokkrar landeyður
að sitja um jafnmarga menn, sem
eitthvað vilja gera, til þess að svíkja
af þeim allar tómstundir þeirra og
meira til. Sauðfrómir heiðursmenn,
sem aldrei myndu stela túskildings-
virði, gera sér enga rellu út af því að
stela tíma annarra manna frá störfum
eða hvíld með hégómlegu þvaðri.
Menn telja það ekki til innbrota, þó
að þeir 'hringi í síma að erindislausu,
né banatilræði, þó að þeir troði sér
inn á fólk, hvemig sem á stendur. . .
En í rauninni stappar það nærri mann-
drápum, svo framarlega sem lífið er
mælt á annan kvarða en að tóra eins
og skar“. —
Erindi þetta var flutt á háskóla-
hátíð fyrsta vetrardag 1942 og útvarp-
að þaðan. Má ætla, að öllum, sem á
það hlustuðu, hafi orðið það minnis-
stætt. Það var nýstárlegt að efni og
orðsnilld og framburður flutnings-
manns þannig, að það límdist inn í
mann. En víst er um það, að ólíkt
brugðust menn við ádrepunni.
Þegar gáfaður, einbeittur og orð-
snjall siðafrömuður grípur á kýlum,
hljóta einhverjir að kenna sviða og
ýfast við, enda hneyksluðust sumir og
þótti hreinskilni háskólakennarans
eiga illa við silkisvip oddborgara-
bragsins. Aðrir voru hins vegar full-
ir aðdáunar yfir sannmælum, einurð
og krafti ræðumanns. En hlutlaus gat
enginn verið. Viðbrögð almennings
við skorinorðum ræðum umbóta-
manna hafa alltaf, eins og í þetta
sinn, birzt í fögnuði eða gremju, svo
að enginn kippir sér upp við það.
Samt sem áður er varla hægt að
ímynda sér annað en að hinir
hneyksluðu hafi verið S.N. sammála
um margt í erindinu. Oft er það ekki
fyrr en kemur heim að eigin bæjar-
dyrum og örvarnar hitta okkur sjálf,
að við eigum bágt með að horfast í
augu við sannleikann og leggjum á
flótta. Að vísu er það allt annað en
gaman að láta bregða upp mynd af
sér, þar sem alvara lífsins og ábyrgð
eru manni á aðra hönd, en eigin glöp
og skeytingarleysi á hina. Ósamræm-
ið milli þessara fylginauta okkar —
milli þess, sem við œttum að vera og
hins, sem við erum, vekur einlægum
mönnum venjulega blygðun, þrá og
viðleitni til að bæta ráð sitt, en upp-
skafningum ótta, gremju og bros-