Helgafell - 01.10.1946, Qupperneq 100

Helgafell - 01.10.1946, Qupperneq 100
282 HELGAFELL Gröndal lætur Þórð í Hattardal segja, þegar þeir Eggert senda Odd í Fé- lagsgarði með gullpeninginn inn í bæinn: , ,Kauptu bara eitthvað! Kauptu einhvern andskotann!“ . . . . Hvergi á byggðu bóli held ég það sé tíðara, að hlægilega lítill auður verði að hörmulega stórum meinum“. Höfundinum er auðsætt, að sama ímyndunarleysið og skammsýnin kem- ur fram í meðferð tímans og nefnir hann dæmi þess. Segir hann þar með- al annars: „Þessi litli og friðsami bær er víg- stöðvar, þar sem á hverjum sólaíhring er sóað og eytt miklu af dýrmætu lífi, eins og tíminn væri einskis verð- ur eða jafnvel sá óvinur, sem eigi að tortíma. Mér hefur oft blöskrað sú fyrirlitning á mannslífinu, sem ég hef kynnzt hjá mínum elskulegu sam- borgurum af eigin, fábreyttri reynslu. Menn, sem væru allt of stórir upp á sig til þess að standa á einhverju götuhorni með hattinn sinn í hendinni og biðja vegfarendur um smáskild- inga, blygðast sín ekki fyrir að vaða inn á náunga sinn og biðja hann um líf hans í bútum og pörtum, og þó þurfa ekki nema nokkrar landeyður að sitja um jafnmarga menn, sem eitthvað vilja gera, til þess að svíkja af þeim allar tómstundir þeirra og meira til. Sauðfrómir heiðursmenn, sem aldrei myndu stela túskildings- virði, gera sér enga rellu út af því að stela tíma annarra manna frá störfum eða hvíld með hégómlegu þvaðri. Menn telja það ekki til innbrota, þó að þeir 'hringi í síma að erindislausu, né banatilræði, þó að þeir troði sér inn á fólk, hvemig sem á stendur. . . En í rauninni stappar það nærri mann- drápum, svo framarlega sem lífið er mælt á annan kvarða en að tóra eins og skar“. — Erindi þetta var flutt á háskóla- hátíð fyrsta vetrardag 1942 og útvarp- að þaðan. Má ætla, að öllum, sem á það hlustuðu, hafi orðið það minnis- stætt. Það var nýstárlegt að efni og orðsnilld og framburður flutnings- manns þannig, að það límdist inn í mann. En víst er um það, að ólíkt brugðust menn við ádrepunni. Þegar gáfaður, einbeittur og orð- snjall siðafrömuður grípur á kýlum, hljóta einhverjir að kenna sviða og ýfast við, enda hneyksluðust sumir og þótti hreinskilni háskólakennarans eiga illa við silkisvip oddborgara- bragsins. Aðrir voru hins vegar full- ir aðdáunar yfir sannmælum, einurð og krafti ræðumanns. En hlutlaus gat enginn verið. Viðbrögð almennings við skorinorðum ræðum umbóta- manna hafa alltaf, eins og í þetta sinn, birzt í fögnuði eða gremju, svo að enginn kippir sér upp við það. Samt sem áður er varla hægt að ímynda sér annað en að hinir hneyksluðu hafi verið S.N. sammála um margt í erindinu. Oft er það ekki fyrr en kemur heim að eigin bæjar- dyrum og örvarnar hitta okkur sjálf, að við eigum bágt með að horfast í augu við sannleikann og leggjum á flótta. Að vísu er það allt annað en gaman að láta bregða upp mynd af sér, þar sem alvara lífsins og ábyrgð eru manni á aðra hönd, en eigin glöp og skeytingarleysi á hina. Ósamræm- ið milli þessara fylginauta okkar — milli þess, sem við œttum að vera og hins, sem við erum, vekur einlægum mönnum venjulega blygðun, þrá og viðleitni til að bæta ráð sitt, en upp- skafningum ótta, gremju og bros-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.