Helgafell - 01.10.1946, Page 101

Helgafell - 01.10.1946, Page 101
ÁFANGAR SIGURÐAR NORDALS 283 lega tilraun að gera brattara á sér stélið. En þó er sú eina leiðin ein- staklingum og alþjóð til farsældar, að sjá og skilja þetta ósamræmi og vinna síðan að því öllu framar að minnka það sem mest. Fáir sjá og skilja þetta af eigin rammleik. Þess vegna er ómetanlegt að eiga vin, er til vamms segir — opnar á manni augun. Enginn þeirra íslendinga, sem nú eru uppi, hefur unnið jafn mikið að því að opna augu þjóðarinnar fyrir ljósum og leyndum göllum hennar — vömmum, sem sýnast ekki alltaf mjög saknæmar, en geta þó að lok- um búið frelsi landsins fjörtjón og orpið þjóðina langvarandi böli og smán, ef látið er reka á reiðanum. S.N. þekkir sögu þjóðar sinnar flest- um framar og hefur manna mest lagt sig í líma við að kanna eðli hennar og örlög, takmarkanir hennar, gáfur og gáleysi, veilur hennar og vanmátt í meðlæti og þrautseigju hennar, þegar þyngst var fyrir fótinn. Honum er augljóst, að margt er henni ókleift sökum mannfæðar og ýmisslegs ann- ars. En eitt, sem þó er öllu ágætara, er henni ef til vill ekki ókleift: að verða öndvegisþjóð að mannviti og lífstign. Það er þessi hugsjón, sem S.N. er að reyna að fá þjóðina til að sjá, skilja og unna. Og að því stefnir umrætt erindi og, beint eða óbeint, öll hin erindin í Áföngum I. Niður- lagsorðin í Manndrápum eru jafn- framt niðurlagsorð þeirra allra: ..Læknarnir hafa gert verndun lífs- neistans að íþrótt sinni, og þeir gera vel að sínum hluta. En þeir gætu sagt við oss hina: Eftir er enn yðvar hluti, yðar íþrótt, að láta þennan neista ekki vera eins og eimyrju í mótorfi, sem fyllir loftið af muggu og fastelju, heldur láta hann brenna sem skæran loga, gleðjast af hita sínum og birtu og ylja og lýsa allt í kringum sig“. 9. Flestir rithöfundar eru með sama markinu brenndir og aðrir dauðlegir menn: Ytri aðstaða, skortur eða mis- vægi hæfileika eða einhverjir eðlis- brestir valda því, að verk þeirra verða meira og minna gölluð. Góðum höf- undum getur meira að segja stundum alveg brugðizt bogalistin og látið af höndum lélega uppskeru. Það eru einungis örfáir útvaldir, sem aldrei bregðast, en virðast að flestu leyti vaxa að auðlegð og ágæti við hverja raun. Hjá þeim er enginn vottur um vanhirðu, hvergi neitt kámleitt, ekk- ert með rytjubrag og aldrei maðkur í skógi eða möl á túni. í þessum fámenna flokki útvaldra, sem virðast hafa allt það til brunns að bera, sem mestu skiptir og rithöf- und má prýða, er Sigurður Nordal prófessor. Hann lætur ekkert frá sér fara, ekki einu sinni stutta blaðagrein, svo að eigi gæti þar gáfna, sem skera sig úr flestu eða öllu, sem maður á að venjast. Hann er frumlegur, djúp- vitur og skáldskyggn, hefur sjaldgæfa siðferðilega fótfestu og meistaratök á máli og stíl. Þekking og lærdómur verða honum arðbærri til góðra hluta en venjulegt er að slíkar eignir verði öðrum mönnum. Og svo er hann hug- kvæmur og glöggsýnn, að honum verður allt að efnivið. Hann finnur gersemar og gullvæg sannindi í far- vegum gamalla hugrenninga, hindur- vitna og þjóðtrúar, þar sem aðrir kunna engin verðmæti að sjá. Hugs- ana-auðurinn er óþrjótandi, og í rit-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.