Helgafell - 01.10.1946, Side 102
284
HELGAFELL
um hans úir og grúir af spakmæl-
um.
En þó að honum sé mikið gefið,
er hitt eigi minna, hversu vel hann
ver sýnu pundi. Hann er þekktur
bæði utan lands og innan sem stór-
merkur vísindamaður í sinni fræði-
grein. Og hann hefur öllum öðrum
framar gert lýðum ljóst, að hún á
lífsgildi fyrir samtíð og framtíð og
hugvekjur fyrir hvern mann. En
meistarann í norrænum fræðum ber
þó ekki hæst, heldur lífsspekinginn,
umbótafrömuðinn. Það er hann, sem
mikilvægustu verkin vinnur. Þau eru
ekki fólgin í ytri umbúðum fyrst og
fremst, heldur umbótum hugarfars og
hjartalags. Sálubætur þjóðarinnar,
gróðuriðjan hið innra, tilsögn um
ræktun mannvits og mannkosta —
það er þetta, sem Sigurði Nordal
liggur næst hjarta. Og það er nálega
sama um hvað hann ritar: Lífsspek-
ingurinn, siðabótafrömuðurinn fær
ajdrei dulizt, alltaf spakmáll, oftast
hóglátur og tiginn, en stöku sinnum
beiskyrtur og þungur á báru eins og
allir sannir umbótamenn.
Þessi vökuli áhugi og fasta viðleitni
að efla sálarþroska þjóðarinnar, kem-
ur þó hvergi betur fram en í erindum
og hugleiðingum hans í fyrsta bindi
Áfanga. Og mér var ekki fyllilega
ljóst, 'hvílíkur umbótamaður hann er,
fyrr en ég hafði vandlega lesið þessa
ágætu bók, sem hver einasti maður,
sem lætur sig nokkuð varða hinn
innri frama sjálfs síns og þjóðar sinn-
ar, þarf að læra af og kynna sér sem
bezt.
Ja\ob Kristinsson.
88