Helgafell - 01.10.1946, Síða 103
KRISTJÁN ALBERTSON:
Systir
I.
Eitt haust í París átti ég nær dag-
lega leið fram hjá gamalli, hávaxinni
beiningakonu, sem stóð í húsaskoti,
þar sem oftast var sólskin síðari hluta
dags, og studdist fram á prik sitt, í
svartri kjóltusku, með baskapottlok á
höfðinu, holdsigin og herðalotin.
Aldrei rétti hún höndina fram að fyrra
bragði, og ef einhver gaf henni ölmusu,
fóru ónot um taugar hennar, hún vék
andlitinu til hliðar og bærði varirnar
hljóðlaust í þakkarskyni.
Einhverntíma hafði hún verið
rammbyggileg náttúrusmíð, mikilleitt
og stórhreinlegt heljarkvendi, baldinn
þróttur í þessum breiða, beinamikla
skrokk og gildvöxnu, hnúskóttu
krumlum. Og enn eimdi eftir af geði
í hinum sterku brúnabogum, hinu háa
klumbunefi og hinni framstæðu höku.
En nú var þetta forna stórvirki orðið
að rúst. Vangarnir öskugráir, sognir og
slapandi, ristir djúpum rákum. Ritju-
legt grásvart strý féll niður á sinaberan
háls, sem minnti á gamlan kaðal.
Oftast snéri hún andlitinu beint í
sólina, með hálflygndum augum.
Stundum var þjáning í svipnum, eins
og hana verkjaði í hverja taug, og hún
bæðist líknar af sólinni, eða af guði,
kannske stóð hún þarna á bæn. Þeg-
ar henni leið skár, gat andlitið orðið
ein djúp og viðkvæm þakkargjörð fyr-
ir blessaða hlýjuna, eða fyrir lífið
sjálft, með allri þess liðnu gleði, og því
Marta
sem enn var eftir af heilsu og kröft-
um. Þó bar við, þegar hún var sem
hressust, að beiskur, hikiblandinn
þótti titraði í brúnunum og dráttunum
til munnsins, eins og hún væri að tauta
við sjálfa sig eitthvað á þessa leið:
— Sólin, auðvitað er gott, að hún
vermi mann .... Ekki skal ég neita
því. En hún er ekki nóg! Ég er gömul
og þreytt .... hvers vegna á ég engan
að ? Það er hræðilegt að standa svona
og bíða dauðans, hímandi upp við hús-
vegg, og eiga engan að í víðri veröld.
Á ég að vera þakklát ? Getur sólin
komizt hjá því að skína líka á mig,
kerlingarræfilinn ? Það er víst ekki
vegna mín og minna líka, að hún ó-
makar sig upp á himininn á hverjum
degi .... Hvað er ég að rausa ? Ég
er víst litlu bættari þó að ég vanþakki.
Einu sinni þegar kerling var í þessu
skapi, og ég rétti henni skilding, brá
svo við, að hún lauk upp augunum til
fulls, stórum, svörtum, mæðulegum
augum, og sagði: Merci, monsieur!
Rómurinn var sterkari og ernari en
ég hafði átt von á.
— Hvernig líður yður, madame ?
spurði ég.
— Vel, hvað annað .... Hún horfði
á mig gaumgæfilega.
— Afsakið að ég spyr, en ég sé yður
svo oft þegar ég á leið hér um götuna.
— Ég kannast svo sem við yður,
sagði hún og brosti. Sjóninni hef ég
haldið.