Helgafell - 01.10.1946, Side 106

Helgafell - 01.10.1946, Side 106
28Ö HELGAFELL honum frá mér — svo að hann legði ekki í mig oftar. Finnið þér! Hún kreppti arminn og vildi að ég tæki á vöðvanum. — Ég efast ekki um, að þér hafið verið sterk, sagði ég. — Ég hef ráðið við þá sem voru ægilegri en hann, svo mikið er víst, sagði hún. En ég legg mig ekki niður við að fljúgast á við svona — labba- kút. Og hún hristi höfuðið dapurlega, eins og hún sæi eftir hamaganginum, og henni rynni til rifja öll eymd ævi sinnar. — Væri ekki bezt að fara heim að sofa, sagði ég. Svo er allt gleymt á morgun. — Ég skal segja yður eitt, herra minn, svaraði hún, að þó að ég sé kominn algerlega í hundana, þá myndi ég skammast mín fyrir að stela, þó ekki væri nema brauðmola. En ég skammast mín ekki fyrir að segja við herra eins og yður, að mér þætti gott að geta borðað eina sandwich og drukkið glas af einhverju heitu áður en ég fer að hátta. — Við skulum koma þarna yfir á homið, sagði ég. Og við héldum af stað inn í eina hliðargötuna. — Hvað hef ég ekki alltaf sagt, sagði kerlingin og kom við handlegginn á mér. Það er alltaf óhætt að treysta bláum augum — il jaut avoir conjiance dans les yeux bleux — toujours .... III. Við fórum inn á minni háttar knæpu, þar sem kveldförul kvenþjóð, alfonsar og ökumenn héldu til. Okkur var tek- ið með homaugum og pískri, og einn af fonsunum ræskti sig háðslega og sagði hálfhátt: — Hver hefur sinn smekk ! Kerlingin hafði ekki verið drukkn- ari en svo, að það mátti heita runnið af henni eftir hamfarirnar. Það var ekki fyrr en hún hafði borðað og drukkið tvö glös af koniaki, að hún var aftur orðin nokkurn veginn málhress. — Það vermir hverja taug, það er guðs gjöf, sagði hún, um leið og hún renndi niður síðustu dropunum úr glas- inu. Þér drekkið ekki nema öl ? Kannske hefðuð þér samt tekið einn koníak mér til samlætis, ef ég hefði verið yngri ? Ég var ekki falleg, en þó voru þeir til, sem gáfu mér auga. . . — Það mætti vel segja mér það, sagði ég, kveikti í nýrri sígarettu og gerði mig líklegan til þess að hlusta á hana, ef hún vildi segja mér eitthvað af ævi sinni. — Það var meir en einn ungur lækn- ir, sem .... en svo fóru þeir burt. Ég fór heldur ekki skynsamlega að ráði mínu. Ég á ein sök á öllu .... Fæ ég aftur í glasið ? Afsakið, herra minn, en svo drekk ég ekki meira. Ég gaf þjóninum merki. — í þrjátíu ár, og ekki árinu minna, var ég hjúkrunarkona, sagði hún, og starði niður í nýfyllt glasið. Á heilsu- hæli fyrir alkóhólista, morfínista og annað hálfbrjálað fólk. Og spyrjið þér doktor Duval, hvort ég hafi hlíft mér, eða verið smeyk við dálitil átök öðru hvoru. Guð minn góður, hvílík ævi! Eg var sterkasta og hugaðasta mann- eskjan á öllu hælinu — og þeir vissu líka hvað mátti bjóða mér! Eg hef sofið viku eftir viku í næsta herbergi við menn, sem gátu orðið óðir hvenær sem var, á nótt eða degi. Og ég varð að vera reiðubúin til þess að mæta þeim ein, og setja á þá fjöturúlpuna — þegar þeir ætluðu að mölva allt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.