Helgafell - 01.10.1946, Side 107

Helgafell - 01.10.1946, Side 107
SYSTIR MARTA 289 mjölinu smærra sem hönd á festi. Þér haldið kannske, að þeir hafi verið í óbrotnum sjúkraherbergjum ? 0 — nei, það var öðru nær. Þetta var hæli fyrir ríkt fólk, menn af stærstu ættum. Sum- ir þeirra höfðu heila íbúð á hælinu, þrjú herbergi, píanó, og allt slíkt, bókasafn — allt mögulegt sem fjöl- skyldan lagði til, svo að sem bezt færi um þá. Og svo þegar æði kom — þá dugðu nú engin vettlingatök ! Þér meg- ið trúa mér, marga nótt hef ég orðið að takast á upp á líf og dauða við stóra, sterka menn — og orðið að yfirbuga þá, hvað sem það kostaði! Spyrjið þér doktor Duval, sem nú býr hér í París, í sinni ríkmannlegu höll, með marm- aratröppum, og tekur minnst 300 franka bara fyrir að lofa manni að tala við sig—spyrjið hann, hvern hann hafi látið passa alla sína erfiðustu sjúklinga í samfleytt þrjátíu ár! Og hvenær sem ég sagði: ,,Ég er þreytt á þessu, ég fer!“ — þá var alltaf sama svarið: ,,Við getum ekki verið án yðar, þetta getur enginn nema þér! Þér skuluð fá þægari sjúkling næst. Hérna, syst- ir Marta, einn koníak ! Það hressir upp á skapið. Ég sendi flösku inn til yðar í kvöld.“ Og ég lét það gott heita — en var alltaf svikin um þægu sjúkling- ana — alltaf, í þrjátíu ár, hugsið þér yður .... Af hverju fór ég ekki, meðan ég var ung og einhverju var að bjarga.... ? Þessir ungu læknar, ég skal segja yður, ég stóðst þá ekki. Ég var heimsk ____ Hún draup höfði, nokkur tár hrundu niður í kjöltu hennar, en hún skeytti því engu, saup á glasinu og sat um stund niðursokkin í minningar sínar. — Þér skuluð ekki halda, sagði hún, að líkamlegt afl eitt nægi til þess að HELGAFELL 1946 koma fjöturúlpu á óðan mann. Maður verður að taka á allri sinni kænsku — og meiru til! Maður verður að hafa enn hærra en hann, ægja honum, lama hann með rödd sinni, verða enn óðari en sjúklingurinn sjálfur! Hann verður að komast í skilning um, að það er hann sem er með óðri manneskju, sem hann hvorki ræður við líkamlega né sálarlega — þá verður hann hræddur, slappast, lætur undan, verður feginn að mega lúpast niður í bælið sitt aftur. Allt þetta skýri ég í endurminningum mínum, sem ég ætla að fara að skrifa. Doktor Duval sagði stundum — ann- ars var það ekki hann, sem gerði mig óhamingjusama, en ég nefni hann svo oft, af því að hann var höfuðpaurinn, yfirlæknirinn, sjáið þér — jæja, hvað ætlaði ég að segja.... ? — Doktor Duval sagði stundum. — — Já, hann sagði: Systir Marta gæti farið upp í hvaða ræðustól sem væri og látið menn hlusta á sig — jæja, ég hélt ég hefði nú gert það sem erfiðara er en að láta menn hlusta á sig. Þér hefðuð átt að sjá þá menn, sem ég hef látið gráta undan mér og hlýða mér eins og börn, og þeir hafa þakkað mér á eftir fyrir hvað ég var hörð við þá. Og nú þegar ég er orðin gömul kemur svona rindill — þér sáuð hann ? — og stjakar við mér, eins og ein- hverju úrhraki, og hrindir mér út! Ég hef slegizt við menn, sem borið hafa stærstu nöfn Frakklands! Væri það mér samboðið að fara að slást við svona — svona gorkúlu ? Svarið mér — í einlægni! Ég hristi höfuðið af sannfæringu. — Það hefur verið svolítið annars konar fólk, sem ég hef átt við um æv- ina, hélt hún áfram. Má ég skála við yður .... Og margur af þeim mönn- 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.