Helgafell - 01.10.1946, Qupperneq 107
SYSTIR MARTA
289
mjölinu smærra sem hönd á festi. Þér
haldið kannske, að þeir hafi verið í
óbrotnum sjúkraherbergjum ? 0 — nei,
það var öðru nær. Þetta var hæli fyrir
ríkt fólk, menn af stærstu ættum. Sum-
ir þeirra höfðu heila íbúð á hælinu,
þrjú herbergi, píanó, og allt slíkt,
bókasafn — allt mögulegt sem fjöl-
skyldan lagði til, svo að sem bezt færi
um þá. Og svo þegar æði kom — þá
dugðu nú engin vettlingatök ! Þér meg-
ið trúa mér, marga nótt hef ég orðið
að takast á upp á líf og dauða við stóra,
sterka menn — og orðið að yfirbuga
þá, hvað sem það kostaði! Spyrjið þér
doktor Duval, sem nú býr hér í París,
í sinni ríkmannlegu höll, með marm-
aratröppum, og tekur minnst 300
franka bara fyrir að lofa manni að tala
við sig—spyrjið hann, hvern hann hafi
látið passa alla sína erfiðustu sjúklinga
í samfleytt þrjátíu ár! Og hvenær sem
ég sagði: ,,Ég er þreytt á þessu, ég
fer!“ — þá var alltaf sama svarið:
,,Við getum ekki verið án yðar, þetta
getur enginn nema þér! Þér skuluð
fá þægari sjúkling næst. Hérna, syst-
ir Marta, einn koníak ! Það hressir upp
á skapið. Ég sendi flösku inn til yðar
í kvöld.“ Og ég lét það gott heita —
en var alltaf svikin um þægu sjúkling-
ana — alltaf, í þrjátíu ár, hugsið þér
yður .... Af hverju fór ég ekki, meðan
ég var ung og einhverju var að
bjarga.... ? Þessir ungu læknar, ég
skal segja yður, ég stóðst þá ekki. Ég
var heimsk ____
Hún draup höfði, nokkur tár hrundu
niður í kjöltu hennar, en hún skeytti
því engu, saup á glasinu og sat
um stund niðursokkin í minningar
sínar.
— Þér skuluð ekki halda, sagði hún,
að líkamlegt afl eitt nægi til þess að
HELGAFELL 1946
koma fjöturúlpu á óðan mann. Maður
verður að taka á allri sinni kænsku —
og meiru til! Maður verður að hafa
enn hærra en hann, ægja honum, lama
hann með rödd sinni, verða enn óðari
en sjúklingurinn sjálfur! Hann verður
að komast í skilning um, að það er
hann sem er með óðri manneskju, sem
hann hvorki ræður við líkamlega né
sálarlega — þá verður hann hræddur,
slappast, lætur undan, verður feginn
að mega lúpast niður í bælið sitt aftur.
Allt þetta skýri ég í endurminningum
mínum, sem ég ætla að fara að skrifa.
Doktor Duval sagði stundum — ann-
ars var það ekki hann, sem gerði mig
óhamingjusama, en ég nefni hann svo
oft, af því að hann var höfuðpaurinn,
yfirlæknirinn, sjáið þér — jæja, hvað
ætlaði ég að segja.... ?
— Doktor Duval sagði stundum. —
— Já, hann sagði: Systir Marta gæti
farið upp í hvaða ræðustól sem væri
og látið menn hlusta á sig — jæja, ég
hélt ég hefði nú gert það sem erfiðara
er en að láta menn hlusta á sig. Þér
hefðuð átt að sjá þá menn, sem ég
hef látið gráta undan mér og hlýða
mér eins og börn, og þeir hafa þakkað
mér á eftir fyrir hvað ég var hörð við
þá. Og nú þegar ég er orðin gömul
kemur svona rindill — þér sáuð hann ?
— og stjakar við mér, eins og ein-
hverju úrhraki, og hrindir mér út! Ég
hef slegizt við menn, sem borið hafa
stærstu nöfn Frakklands! Væri það
mér samboðið að fara að slást við
svona — svona gorkúlu ? Svarið mér
— í einlægni!
Ég hristi höfuðið af sannfæringu.
— Það hefur verið svolítið annars
konar fólk, sem ég hef átt við um æv-
ina, hélt hún áfram. Má ég skála við
yður .... Og margur af þeim mönn-
19