Helgafell - 01.10.1946, Side 117
ALDAHVÖRF
299
Þo/jan í stjörnumerk'inu Andrómeda.
Sá eyheimur, sem næstur er vetrarbraut okk-
ar, í ,,aðeins“ 680 þús. ljósára fjarlægð. Hún
nálgast okkur með hraða, sem nemur 30 km. á
sek. Ljósið, sem veldur því, að við sjáum
Andrómedaþokuna, hóf ferð sína í áttina hing-
að um það leyti er hinir fyrstu frummenn,
forfeður okkar komu fram á jörðinni, fyrir
nærri milljón árum.
/
Kenning Milnes um brottjör stjarna og stjörnu-
þo\na.
1) Alheimurinn á æskuskeiði: Stjörnurnar eru
í þyrpingu, en hafa mismunandi hraða og stefnu.
2) Alheimurinn miðaldra: Hraði og stefna
stjarnanna eru svipuð, en hinar hraðskreiðu
hafa nú farið langt frá þyrpingunni miðri.
Þær eru nú allar á brottferð þaðan og hinar
fjærstu hafa mestan hraða. Lengd og stefna
örvanna sýna hraða og stefnu stjarnanna.
veru eyheimum í geiminn nærri því
eins hratt og orð manns fara frá út-
varpsstöðinni gegnum Ijósvakann.
Hvernig á nú að gera grein fyrir
flugi og flótta eyheimanna ? Milne
hefur sett fram nærtækustu skýring-
una. Hann hefur leitt athygli að því,
að niðurstaða venjulegrar skynsemi
hlyti einmitt að vera sú, að fjarlægir
eyheimar væru á hraðri brottferð. Ef
margir hlutir á takmörkuðu svæði
fara í mismunandi áttir með handa-
hófshraða, sumir hratt, aðrir hægt,
þá er augljóst, að þeir skjótustu verða
komnir lengst á brottleið sinni, þegar
nægilega langur tími er liðinn. Og þó
að hraðfleygur hlutur hafi nálgazt
okkur í upphafi, myndi hann fljótlega
ná okkur, fara fram hjá okkur og
fjarlægjast síðan í öfuga átt við þá,
sem hann var áður að finna í. Aug-
Kenningin um útþennslu rúmsins, en hún
líkir alheiminum við belg, sem verið er að fylla
með lofti.
1) Hinn samanþjappaði ungi alheimur.
2) Hinn útþandi miðaldra alheimur: Stjörn-
urnar með áfstöðu a, b og c í byrjun þróunar-
skeiðsins hafa svipaða afstöðu innbyrðis A, B
og C síðar á þróunarskeiðinu. En sú vega-
lengd, sem c hefur farið í áttina frá a, er
miklu meiri en sú, sem b hefur farið. Þar af
leiðir að c hlýtur að hafa farið hraðar en b.
Stærð hraðans reynist vera í beinu hlutfalli við
fjarlægðina.