Helgafell - 01.10.1946, Síða 119
WILLIAM SAROYAN
Hinn frækni ungi maður í svífandi rólu
I. SVEFN.
Lárétt vökull í miðju alheimsvíð-
áttu, iðkandi hlátur og gaman, hæðni,
endalok alls, Rómaborgar já og Babýl-
onar, samanbitnar tennur, minning,
mikill eldgosahiti, stræti Parísar,
sléttur Jeríkóborgar, mikið skrið eins
og skriðkvikindis í þönkum, safn
vatnslitamynda, sjórinn og fiskurinn
með augun, hljómkviða, borð í horni
í Eifelturninum, jazz í söngleika-
höllinni, vekjaraklukka og tifdans
dómsdagsins, samræður við tré, áin
Níl, Cadillac-vagn til Kansas, öskur
Dostojeffskís, og svarta sólin.
Þessi jörð, ásjóna manns sem lifði,
þyngdarlaust form, tár á snjó, hvít
hljómlist, dýrðarblómið helmingi
stærra en alheimurinn, svört ský,
starandi pardusdýr í búri, dauðalaus
geimur, herra Elíot með uppbrettar
ermar bakandi brauð, Flaubert og
Guy de Maupassant, orðlaust rím með
snemmendis merkingu, Finlandia,
stærðfræði margfægð og sleip eins
og hálfsprottinn laukur undir tönn,
Jerúsalem, vegurinn til þverstæðn-
anna.
Hinn djúpi söngur mannsins, hið
slóttuga hvísl í einhverjum óséðum en
óljóst kunnugum, fellibylur á korn-
akri, skák, hasta á drottninguna, kon-
ungurinn, Karl Franz, svarta Titanic,
herra Chaplin grátandi, Stalin, Hitler,
mergð Gyðinga, á morgun er mánu-
dagur, bannað að dansa á götunum.
Ó hraðfleyga lífsins andartak: því
er lokið, jörðin er hér aftur.
II. VAKA.
Hann (hinn lifandi) klæddur og
rakaður, glottandi framan í sjálfan
sig í speglinum. Mjög ólaglegur, sagði
hann; hvar er bindið mitt ? (Hann
átti aðeins eitt.) Kaffi og grár himinn,
Kyrrahafsþoka, drunur í strætisvagni
fyrir utan, fólk að fara í bæinn, tími
kominn, dagur, óbundið mál og Ijóð.
Hann flýtti sér niður stigann út á
götuna og fór að ganga, hugsaði
skyndilega. Það er aSeins í svefni að
vér fáum að vita að vér lifum. AÖ-
eins þar, í hinum lifandi dauða, mœt-
um vér sjálfum oss og hinni fjörru
jörÖ, guÖi og hinum helgu, nöfnum
feÖra vorra, þjarna framandi andrár;
þaÖ er þar sem aldirnar innlimast í
augnahliþin, hiÖ óendanlega verÖur
örsmátt, hlutþennt ódeili eilífóarinn-
ar.
Hann gekk út í daginn eins rösk-
lega og á varð kosið, gerði markviss-
an hávaða með hælunum, greindi
með augunum hinn yfirborðslega
sannleik gatna og byggingarstíls, hinn
hversdagslega sannleik raunveruleik-
ans. Hugur hans söng örbjarga: Hann
flýgur gegnum loftiÖ sem fis móti