Helgafell - 01.10.1946, Page 120

Helgafell - 01.10.1946, Page 120
302 HELGAFELL sólu; hinn frœ\ni ungi md&ur í svíf- andi rólu; síðan hló hann af öllum lífs síns mætti. Þetta var í sannleika ágætur morgunn: grár, kaldur, og gleðisnauður, morgunn fyrir innra fjör; ó, Edgar Guest, sagði hann, hve ég þrái hljómlist þína. I göturæsinu fann hann skilding sem reyndist vera penný sleginn 1923, hann lagði hann í lófa sinn og rann- sakaði hann ítarlega, mundi eftir því ári og hugsaði um Lincoln sem vanga- mynd var mótuð af á skildinginn. Það var næstum ekkert hægt að fá fyrir einn penný. Ég ætla að kaupa bíl, hugsaði hann, ég ætla að fá mér föt með spátrungssniði, heimsækja hótelskækjurnar, eta og drekka, og snúa síðan aftur til kyrrðarinnar. Ell- egar ég læt skildinginn í rifuna á vog- inni og vikta mig. Það var gott að vera fátækur, og kommúnistarnir — en það var hræði- legt að vera hungraður. Matarlystin sem þeir höfðu, hve þeim þótti matur góður! Tómir magar. Hann fann hversu hann var þurfandi fyrir mat. Sérhver máltíð var brauð og kaffi og vindlingar, og nú átti hann ekki meira brauð. Brauðlaust kaffi gat í sann- leika ekki talizt kvöldverður, og í trjágarðinum var ekkert illgresi, sem hægt var að sjóða eins og spínat er soðið. Sannast sagt, hann var hálf hungur- morða, og þó voru ennþá óteljandi bækur sem hann þurfti að lesa áður en hann dó. Hann minntist unga ítal- ans á Brooklyn-sjúkrahúsinu, það var lítill veikur skrifstofumaður Mollica að nafni, sem hafði sagt í örvæntingu sinni, ég vildi óska að ég fengi að sjá Kaliforníu einu sinni áður en ég dey. Og hann hugsaði í alvöru, ég ætti að minnsta kosti að lesa Hamlet einu sinni enn; eða ef til vill Hucíj/e- berry Finn. Það var þá sem hann vaknaði til fulls: við hugsunina um að deyja. Nú var vaka ástand í náttúrunni sem lýsir sér í varanlegu taugaáfalli. Ung- ur maður gat farizt á fremur íburðar- lausan hátt, hugsaði hann; og hann var þegar nærri hungurmorða. Vatn og skáldskapur í óbundnu máli voru ágæti, þau fylltu mikið af tómu rúmi, en þau voru ófullnægjandi. Ef það væri aðeins eitthvert starf sem hann gæti unnið fyrir peninga, einhver al- geng vinna í nafni viðskiptanna. Ef honum væri aðeins leyft að sitja við skrifborð allan daginn og leggja sam- an verzlunartölur, draga frá og marg- falda og deila, þá mundi hann ef til vill ekki deyja. Hann mundi kaupa mat, allar tegundir af mat: óum- ræðanlegt hnossgæti frá Noregi, íta- líu og Frakklandi; alls konar nauta- steikur, lambakjöt, fisk, ost; þrúgur, perur, epli, tröllaldin, sem hann gæddi sér á þegar hann væri búinn að seðja hungur sitt. Hann mundi leggja köngul af rauðum þrúgum á skál við hliðina á tveimur svörtum fíkjum, og stóra gula peru, og grænt epli. Hann mundi halda sundurskorn- um tröllaldinum tímunum saman að vitum sér. Hann mundi kaupa stóra brúna hleifa af frönsku brauði, allar tegundir grænmetis, kjöt; hann mundi kaupa líf. Ofan af hæð sá hann borgina rísa hátignarlega í austri, með háum tum- um, þéttskipaða hans líkum, og hér var hann allt í einu utanveltu, næst- um fullviss um að hann mundi aldrei fá aðgang framar, næstum sannfærður um að hann hafði lent á rangri jörð,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.