Helgafell - 01.10.1946, Síða 126
308
HELGAFELL
segja skilin orð, en hann kann ekki
síSur aS tala eSa skrifa svo, aS ekki
skiljist nema þaS, sem á aS skiljast.
Ég skal játa, aS ég hef ekki veriS
síSur hrifinn af þessu, ég hef lesiS
allar blaSagreinir hans, sem ég hef
náS í. Æ, megniS af blaSagreinum er
svo, aS maSur kann þær, áSur en
maSur les þær; mikiS skelfingar ó-
sköp getur þaS veriS leiSinlegt. En
enginn veit fyrir, hvert leiSir meistar-
ans liggja; ég held þetta sé ekki ólíkt
því, sem stendur í fyrri Konungabók,
18. kapítula, um Elías: ,,En færi ég
frá þér, þá mundi andi Jahve hrífa
þig, ég veit ekki hvert .... “ Og fyrir
utan þaS, aS mjög er viSurkvæmi-
legt aS vera líkur spámönnum og
höfuSfeSrum biblíunnar þá er svo
fjarska mikill munur, hve miklu meiri
skemmtun er aS lesa þetta en hitt.
Svo er líka eitthvaS annaS en aS
gaman sé aS því einu, sem maSur
skilur; þaS er gott, annars væri svo
lítiS til aS gleSjast af.
Brynja og skjöldur huldubliksins
fyrir sjón listamannsins er kímnin,
marglynd og fjölkunnug, ólíkindaleg
og duttlungafull. Stundum er því lík-
ast sem meistarinn bregSi sér á gand-
reiS, eSa hann skapar sér skrípitröll,
skjaldmeyjar og skóga hugmynda. í
göldrum sínum er hann líkur Grími
ægi — nema aS einu leyti: hjarta hans
er fullt af góSvild. Þegar minnst var-
ir, breytist hálfkæringurinn í djúpt
bros, hlýtt, auSugt, heilt.
ÞaS þarf mikiS til aS vera lista-
maSur, mikinn auS hjartans, mikla
þolinmæSi, mikla ratvísi. Hann þarf
aS vera tilbúinn aS sóa, kasta brauSi
sínu út á vatniS, og enginn er kom-
inn til aS segja, hvort hann á eftir aS
finna þaS nokkru sinni aftur. Frá
barnæsku leitar hann aS því, sem
hann veit ekki hvaS er — ef til vill
hefur hann einhvern tíma heyrt ein-
hvern tala um aS verSa málari, nefna
orSiS list, en hann veit ekki, aS þetta
eru tóm orS, nema hann sjálfur kunni
aS fylla þau innihaldi. Leit hans rek-
ur hann úr sveitinni sinni á eyrina,
á sjóinn, síSan burt út á malbik og
í grjótskóg stórborgarinnar — ferS,
sem á ekkert fyrirheit nema þaS, sem
vonin í brjósti hans gefur. Nú koma
árin, þegar hann lærir, öSlast kunn-
áttu, unz hún er orSin honum svo sem
önnur náttúra. Og þá þarf hann aS
gleyma aftur lærdómi sínum, finna
aftur þaS, sem honum hættir alla
ævina mest til aS týna: sjálfan sig.
Hann hefur fengiS í vöggugjöf ofur-
næmleik augans, sem sýndi honum í
æsku heim, sem var alveg nýr; hversu
má hver dagur opinbera honum nýj-
an heim ? Líka gráu þokudagarnir.
Og þó helzt af öllu í senn nýjan og
gamlan, meS skynjan barnsins og
vizku öldungsins. Mörgum manni
fylgja einhverjar skottur og mórar,
sem elta hann sí og æ og sitja um
hann; eiga þau eftir aS gera lista-
manninn áttavilltan, eSa tekst honum
aS gera þau aS sagnaröndum, sem
segja honum leyndardóma lífsins, sem
engir aSrir geta frætt hann um ?
Á skattstofu lífsins er heldur tor-
velt aS koma auga á stigann, sem far-
iS er eftir, nema ef þaS skyldi helzt
vera regla aS leggja mikiS á þá, sem
merkilegust verkin vinna. Hinn mikli
listamaSur fer sízt allra manna var-
hluta af þessari skattbyrSi. Samgróin
sjálfu skaparaeSli hans er eins konar
viSkvæmni eSa næmleikur, sem gerir
skynjanir hans frjósamar í listinni,