Helgafell - 01.10.1946, Síða 131

Helgafell - 01.10.1946, Síða 131
BÓKMENNTIR 313 haldið, að allir íslendingar gengju eins til fara og Jón Hreggviðsson. Ég álykta hér eftir röddum, sem heyrðust eftir útkomu Sjálfstæðs fólks, þegar ýmsir vellæsir menn og skrifandi létu van- máttarkenndina hlaupa með sig í gön- ur og lýstu yfir, að sú bók væri skað- leg íslenzkri landkynningu. Ekkert er fráleitara. Utlendingar kunna ekki síður að dæma um fagrar bókmenntir út frá listrænum forsendum en vér íslendingar. Fræg að endemum ein- um er sú landkynning, sem málar hlutina of fögrum litum, sem villir á sér heimildir eins og hinar frægu borg- ir Potemkins, sem voru húsagaflanir einir saman. Ein af þeim ljónagryfj- um, sem lítil þjóð verður að vara sig á, er sjálfhælni og yfirborðsskapur, sem oft eru fylgjunautar hálfmenntun- ar og hálfmennsku, það að sýnast meira en vera. Ef nokkuð það er til í fari smáþjóðanna, sem menntaðir út- lendingar stærri og áhrifaríkari þjóða yppta öxlum að í orðlausri meðaumkv- un, þá eru það þessar hjálparvana gyllingartilraunir, hinar broslegu end- urtekningar litla mannsins að tylla sér á tá, til að sýnast hærri. Þessi útúrdúr minn á aðeins að sýna það, að enginn útlendingur mun álíta íslenzku þjóðina að minni, þótt hún sé nú orðin einu listaverkinu auðugri, nefnilega sögu hins þjáða og tötrum- klædda almúgamanns, táknmynd ís- lenzku þjóðarinnar um aldir. Ég nefndi áðan Sjálfstætt fólk og íslandsklukkuna í sömu andránni. Það var engin tilviljun. Ég ætlaði mér að gera nánari samanburð á þessum tveimur beztu skáldritum á íslenzkri tungu. Þær hafa báðar að efni til (ég er ennþá ekki kominn að forminu) einkenni og yfirbragð hins stórfellda listaverks eins og við finnum það bezt í heimsbókmenntunum. Persónu- lýsingin er þrívíð. Aðalpersónan (Bjartur í Sumarhúsum, Jón Hregg- viðsson) er í fyrsta lagi einstaklingur (Individuum) með öllum hans sér- kennum. í öðru lagi er hún viss manntegund (Typus). Bjartur er ís- lenzki einyrkinn meðásköpuðumkjarki og þoli, sem hvorki náttúruöfl né manna fá yfirbugað.en um leiðhaldinn þröngsýni þess, sem þjóðfélagið hef- ur neitað um alla andlega þroska- möguleika. Jón Hreggviðsson er aftur á móti manngerð í víðtækara skilningi. Hann er íslenzki þolandinn um aldir. Hann er samnefnari hins íslenzka almúga, þúsund ára gamall öreigi, blóðsoginn af erlendu valdi, oft við hjálp íslenzkrar leppmennsku. Sem persónugerving þolandans, þó sér- staklega íslenzkrar tegundar, rekumst við aðeins á tvær hliðstæður í íslenzk- um bókmenntum: Ólaf Ljósvíking sama höfundar, þolanda líkamlegra hörmunga vegna frelsis andans, og Jesúm Krist Hallgríms Pjeturssonar, hugsjónamann ósérplægninar, þolanda hörmunganna fyrir þig og mig. í þriðja lagi er aðalpersóna Sjálf- stæðs fólks og íslandsklukkunnar tákn- mynd (Symbol). Bjartur er táknmynd baráttu íslenzka sveitabóndans við óblíða náttúru og öfugstefnd þjóð- félagsöfl, sem hann telur sig brot af. Jón Hreggviðsson er táknmynd barátt- unnar við erlent kúgunarvald. En hann er líka meira, sem ég mun brátt koma að. Hvað er það, sem einkennir bar- áttu Jóns Hreggviðssonar ? Nákvæm- lega það sama, sem auðkenndi bar- áttu íslenzku þjóðarinnar á niðurlæg- ingartíma hennar: Kúgunarvaldið var alltaf að sigrast á henni en sigr-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.