Helgafell - 01.10.1946, Síða 138

Helgafell - 01.10.1946, Síða 138
320 HELGAFELL persónu með spurulum augum barns- ins og rekum kannske upp hjartan- legan hlátur ef tilefni gefst, en skoð- um ekki persónuna með sjálfsyfir- höfnu persónumati, fyrirframinnstill- ingu og beturvitandi glotti uppskafn- ingsins. H. K. L. hefur sýnt með þessu eina stílbragði, að hann ber meiri virðingu og samúð fyrir íslenzk- um almúga en flestir eða allir aðrir íslenzkir rithöfundar. En hitt er líka víst, að hann hefur oft verið misskil- inn í almúgalýsingum sínum. H. K. L. getur verið því naprari og skemmti- legri í mannlýsingum sínum, sem hann hefur betra vald á tungunni en aðrir samstarfsbræður hans, en háð hans beinist aldrei, ef vel er að gáð, að einstaklingnum sem almúgamanni, heldur að þeim þjóðfélagslegu kjör- um, sem skapað hafa afkáraskapinn í siðvenjum einstaklingsins. Sem málfræðingur get ég ekki lok- ið svo umsögn minni, að ég minnist ekki á þá nýbreytni í rithætti, sem H. K. L. hefur á síðustu bókum sín- um. Ég á þar við smáorðin tvö eða fleiri, sem hann hefur dregið saman í eitt orð, vitanlega aðeins þar sem þau eru sama eðlis merkingarlega séð. Fyrstu samandregnu orðin í Hinu ljósa mani eru: austanvið, einsog, utanað, niðrá, uppað. Eitt þessara orða er samtenging, hin eru ^staðar- atviksorð, þar sem stefnur þeirra geta samræmzt sem eitt hugtak, eða þá atviksorS, sem renna saman við for- setningu með sama merkingarsam- ræmi. Þórbergur Þórðarson hefur rökstutt þennan samruna fræðilega, en Þór- bergur hefur sem alþjóð mun kunn- ugt fengizt mikið við málfræði tung- unnar bæði sem kennari og rithöfund- ur og er þar að auki annar helzti stílsnillingur landsins. Til andmæla nýbreytni þessari hefur tekiS ís- lenzkufræðingurinn Björn Sigfússon og að því er mér hefur skilizt sem fulltrúi íslenzkra málfræðinga. Nú er þessum málum þannig farið, að það hefur sjaldnast fallið í hlut málfræðinga aS þróa og þroska rit- mál tungunnar, heldur hinna snjöll- ustu rithöfunda. Hlutverk málfræð- inga á að vera að skýra lögmál henn- ar, en hefur venjulega legið í því að vernda hana frá spillingu, og þá fyrst og fremst þeirri, sem kemur erlendis frá. MálfræSingar hljóta því að sjálf- sögðu að verða íhaldssamir um mál- farið. En íhaldssemin ætti þó helzt ekki að keyra svo úr hófi fram, að hún standi þróun málsins fyrir þrif- um. Og íhaldsemin er orðin helzt til mikil, þegar málfræðingar landsins þykjast ekki geta horft á það þegj- andi og hljóðalaust, að tveir snjöll- ustu rithöfundarnir hafa þokað ís- lenzkum rithætti feti framar en áður var. Ég segi hér jramar, því að bæði að merkingu og áherzlu eiga þessi smáorð saman. SetningarhljóSfræSin myndi telja þau til einnar taleindar, þ. e. þau eru hópur atkvæða með eina aðaláherzlu, en minnsta taleind er annars eitt orS. Þessi smáorð í þessari stöðu lúta því sama lögmáli og eitt orð, samsett eða ósamsett, annarra orðflokka og því engin á- stæða til að skilja þau að. Svo vikið sé aftur að orðaskiptum Þórbergs og Björns, teygði Þórbergur að fræðimannahætti reglur sínar út í yztu æsar. ÞaS gaf Birni aftur tilefni til aS efast um réttmæti sumra dæm- anna og reyndi hann með því aS kollvarpa allri reglunni. Réttasta leið-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.