Helgafell - 01.10.1946, Síða 141
BÓKMENNTIR
323
sín í garð Arnas. Þessu snýr hæsti-
réttur við og dæmir Arneo að greiða
skaðann aftur og honum forboðin
útsigling til íslands. Annað mál er
það, að Jón drekkir Magnúsi á eftir,
þegar hann hefur unnið fyrir hann
málið, ,, til að gera Árna greyinu
greiða.“
Þar með er þó raunum Arnas
ekki lokið. Snæfríður lifir nú ein-
göngu fyrir þann málstað, að fá upp-
reisn æru föður síns og þykist þurfa
að klekkja á Jóni gamla Hreggviðs-
syni að nýju og fá hrundið dómi Arn-
as. Henni tekst eins og hún segir sjálf
(bls. 111) ,,með ósmáum féburði að
ýta landsyfirréttinum til þess að yfir-
heyra kallinn'* og mútaði síðan ,,þeim
dönsku til að flytja kallinn'' til Brim-
arhólms. Síðan fer hún til Danmerk-
ur fyrir fé vonbiðils síns, Sigurðar
dómkirkjuprests, á fund höfuðsmanns-
ins Gullinnlós og fær bréf upp á að
taka mál föður síns upp að nýju, sem
verður sýknaður, en Arnas, hennar
gamli elskugi og verndari almúgans,
dæmdur í fjársektir til krúnunnar fyr-
ir ofbeldi og laga yfirtroðslur. Rauna-
saga Arnas endar með því, að bóka-
safn hans brennur með hinum dýru
skinnbókum, og Snæfríður ríður sem
biskupsfrú heim í Skálholt.
Ég hef rakið hér aðalefni sögunn-
ar til að sýna fram á, að hér er um
raunasögu en ekki harmsögu að ræða,
eins og Hið ljósa man, þar sem
skyldu Arnas er teflt fram gegn til-
finningum hans og —- sigrar. Snæ-
fríður íslandssól er ekki nema skuggi
þeirrar Snæfríðar, sem vér kynnumst
í Hinu ljósa mani. Hún er ekki leng-
ur ,,álfakroppurinn mjói" heldur hef-
ur „reisingu hinnar þroskuðu konu.
Manið er lýsing fórnfúsrar ástar, sem
yfirstígur allt, jafnvel sjálfa sig, Eld-
urinn er lýsing kulnandi ástar og vax-
andi ’haturs og hefnigirni. Þessi lýs-
ing er í sjálfu sér snilldarleg, í henni
birtist á sannan og átakanlegan hátt
þróun persónu, enda þótt meðulin
til að sýna þessa þróun (sbr. fé-
múturnar) séu ekki alltaf sem heil-
ust. Einn fagur ástarkafli er í bók-
inni, þar sem lýst er endurfundum
Arnas og Snæfríðar, en hann á í raun
og veru ekki heima þar, hann er sem
fallegt ævintýr — mitt í baráttu hefnd-
arinnar —, sem hefur upphaf og endir
í sjálfu sér. Arnas kemur og hverfur
eins og draumsýn, án þess að skilja
eftir sig spor. Hið glæsilega ljósa
man hverfur oss sjónum í þessari sögu
sem harðfylginn sigurvegari, með end-
urheimtan orðstír og eignir ættarinn-
ar í sinn hlut, en geldur fyrir það
afhroð hugsjónar sinnar (,,ef minn
herra gaeti bjargað sóma íslands, þótt
mig áfalli smán“) og ástar (— ,,skal
þó andlit hans jafnan lýsa þessu
mani". H. 1. m.). Fegurð hins ljósa
mans hverfur með síðustu fundum
þeirra Arnas, hinu draumkennda ævin-
týri, sem á í raun og veru ekki heima
í bókinni.
Það sem Arnas ber úr býtum er, að
honum tekst enn einu sinni að bjarga
ljótu höfði Jóns Hreggviðssonar —
vonandi í síðasta sinn. Raunir hans
ná aldrei harmsögulegu risi í þess-
ari sögu, ekki einu sinni þegar hið
dýrmæta bókasafn brennur. Hann
beygist svo af raunum sínum, að
hann sinnir ekki fregninni geigvæn-
legu: það er eldur í Kaupinhafn,
þaðan af síður björgun bókanna. En
þegar eldtungurnar sleikja hina dýr-
mætu kili og engu verður bjargað
meir, brosir hann við svo segjandi: